Ketilríðar- og Ingimarsdóttir hleypur upp völlinn Jakob Bjarnar skrifar 19. júlí 2017 10:41 Ekki bara er íslenska nafnakerfið útlendingum óskiljanlegt, heldur vilja valinkunnir karlmenn meina að þetta sé jafnréttismál að nota eiginnöfn fremur en kenna sig við feður sína. Nokkrir orðsins menn á samfélagsmiðlum hafa sett fram afgerandi skoðun sína þá að íslenska nafnakerfið sé óásættanlegt þegar fótbolti og þá einkum kvennaknattspyrna er annars vegar. Fara þar fremstir í flokki Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins og svo Bragi Valdimar Skúlason auglýsingamaður. Báðir hafa þeir haft íslenskuna sem sitt helsta verkfæri, Gunnar Smári sem einn eftirtektarverðasti blaðamaður seinni tíma og Bragi Valdimar sem einn afkastamesti textasmiður íslenskrar dægurlagasögu og annar umsjónarmaður íslenskuþáttarins Orðbragðs á Ríkissjónvarpinu. Þeir vita hvað þeir syngja. Ef til vill er kveikja þessarar umræðu sú að ekki fór vel í íslensku þjóðarsálina þegar þjálfari franska liðsins, gat ekki nefnt einn einasta íslenska leikmann á nafn fyrir leikinn. Ýmsir vilja meina að hugsanlega sé íslenska nafnakerfinu um að kenna og svo eru einhverjir sem hreinlega vilja setja þetta í femínískt samhengi.Gælunöfn eins og Brassarnir„En að merkja bakið á landsliðskonunum með nafni föður þeirra; er það ekki svolítið feðraveldi eitthvað?“ spyr Gunnar Smári á Facebooksíðu sinni. Leiðandi spurning sem fellur vel í kramið á samfélagsmiðlinum. Gunnar Smári útskýrir þetta betur í athugasemd á þræði sem myndast undir þessari færslu: „Föðurnafn á Íslandi er ekki ættarnafn. Ég heiti ekki Egilsson og því er fráleitt að kynna mig sem Egilsson eins og kynna mætti Englending sem mr. Smith. Ég er sonur Egils og er Egilsson en heiti ekki Egilsson. Ég næ því ekki hvers vegna íslensk íþróttasamtök setja föðurnöfn (eða móðurnöfn) á bakið á fólkinu þegar aðrar þjóðir setja ættarnöfnin. Við eigum að nota eiginnöfn. Eða gælunöfn eins og Brasilíumenn.“Útlendingar nenna ekki að skilja nafnakerfið íslenska Sjónvarpsmaðurinn og heimsborgarinn Egill Helgason er sammála þessu. Hann segir að almennt sé „engin leið að skýra íslenska nafnakerfið út fyrir útlendingum. Ekki að þeir geti ekki skilið það, þeir nenna því yfirleitt ekki.“ Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmaður reynir að finna lendingu og veltir fyrir sér hvort ekki megi fara bil beggja. „Stúlkurnar ættu auðvitað að kenna sig við báða foreldra sína til að auðvelda erlendu fréttafólki lífið. Ketilríðar- og Ingimarsdóttir hleypur upp völlinn og gefur til Hildigunnar og Gottskálksdóttur...“ en þetta fellur ekki í kramið. Gunnar Smári bendir á að föðurnöfn séu reyndar ekki svo fátíð. „Eru hluti rússneska kerfisins og þar um kring. Einhvers staðar í Afríku ber fólk meira að segja nafn afa síns líka, mig minnir á svæðum í Eþíópíu. Eþíópíumenn myndu því alveg vita hverra manna Addi Kidda Gau var.“ Og Egill lýsir nánar hremmingum sínum á erlendri grundu og því að sjálf miðum við allt við eiginnöfnin. „Í Grikklandi er stundum verið að spyrja mig um íslenska fótboltamenn, og þá með föðurnöfnunum - yfirleitt hef ég ekki hugmynd um hverjir þetta eru.“Þær vildu þetta sjálfar Umræðan er ekki ný. Hún fór fram í tengslum við íslenska karlalandsliðið á sínum tíma. En, þá kom fram eindreginn vilji leikmanna, og sjálfsagt ráða þar hagsmunir þeirra sjálfra; þeir eru margir hverjir þekktir á erlendri grundu af föðurnöfnum sínum. Og þeir sjálfir vilja ekki sjá breytingar á þessu. Og svo er reyndar einnig um íslensku landsliðskonurnar. En, menn gefa ekki mikið fyrir það. Mörður Árnason íslenskufræðingur segir reyndar að landsliðsstúlkurnar hafa viljað þetta sjálfar en það sé á misskilningi byggt. „Þær vildu þetta sjálfar -- líklega einhver auglýsinga/markaðshugsun. Mér finnst fara miklu betur að nota eiginnöfnin (og er auðvitað landssiður).“Verðum að hætta að skrifa föðurnöfnin á treyjurnar Bragi Valdimar vekur einnig athygli á þessu atriði á sinni Facebook-síðu. Við miklar og góðar undirtektir. Og hann getur eiginlega ekki lagt nógu mikla áherslu á þessa skoðun sína. Hann hamrar á henni: „Við verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum að hætta að skrifa föðurnöfnin aftan á treyjurnar okkar. Þeir eiga þær ekki.“ Ekki verður betur séð en Bragi telji þetta jafnréttismál, sem og Gunnar Smári. Og félagi hans í hljómsveitinni Baggalúti, Karl Sigurðsson, styður sinn mann í þessu sem öðru: „Strákarnir völdu að hafa þetta svona í lýðræðistíð Lars. Má ég þá frekar biðja um upplýst einræði.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ekkert skíðafæri í Bláfjöllum um páskana Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sjá meira
Nokkrir orðsins menn á samfélagsmiðlum hafa sett fram afgerandi skoðun sína þá að íslenska nafnakerfið sé óásættanlegt þegar fótbolti og þá einkum kvennaknattspyrna er annars vegar. Fara þar fremstir í flokki Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins og svo Bragi Valdimar Skúlason auglýsingamaður. Báðir hafa þeir haft íslenskuna sem sitt helsta verkfæri, Gunnar Smári sem einn eftirtektarverðasti blaðamaður seinni tíma og Bragi Valdimar sem einn afkastamesti textasmiður íslenskrar dægurlagasögu og annar umsjónarmaður íslenskuþáttarins Orðbragðs á Ríkissjónvarpinu. Þeir vita hvað þeir syngja. Ef til vill er kveikja þessarar umræðu sú að ekki fór vel í íslensku þjóðarsálina þegar þjálfari franska liðsins, gat ekki nefnt einn einasta íslenska leikmann á nafn fyrir leikinn. Ýmsir vilja meina að hugsanlega sé íslenska nafnakerfinu um að kenna og svo eru einhverjir sem hreinlega vilja setja þetta í femínískt samhengi.Gælunöfn eins og Brassarnir„En að merkja bakið á landsliðskonunum með nafni föður þeirra; er það ekki svolítið feðraveldi eitthvað?“ spyr Gunnar Smári á Facebooksíðu sinni. Leiðandi spurning sem fellur vel í kramið á samfélagsmiðlinum. Gunnar Smári útskýrir þetta betur í athugasemd á þræði sem myndast undir þessari færslu: „Föðurnafn á Íslandi er ekki ættarnafn. Ég heiti ekki Egilsson og því er fráleitt að kynna mig sem Egilsson eins og kynna mætti Englending sem mr. Smith. Ég er sonur Egils og er Egilsson en heiti ekki Egilsson. Ég næ því ekki hvers vegna íslensk íþróttasamtök setja föðurnöfn (eða móðurnöfn) á bakið á fólkinu þegar aðrar þjóðir setja ættarnöfnin. Við eigum að nota eiginnöfn. Eða gælunöfn eins og Brasilíumenn.“Útlendingar nenna ekki að skilja nafnakerfið íslenska Sjónvarpsmaðurinn og heimsborgarinn Egill Helgason er sammála þessu. Hann segir að almennt sé „engin leið að skýra íslenska nafnakerfið út fyrir útlendingum. Ekki að þeir geti ekki skilið það, þeir nenna því yfirleitt ekki.“ Viðar Víkingsson kvikmyndagerðarmaður reynir að finna lendingu og veltir fyrir sér hvort ekki megi fara bil beggja. „Stúlkurnar ættu auðvitað að kenna sig við báða foreldra sína til að auðvelda erlendu fréttafólki lífið. Ketilríðar- og Ingimarsdóttir hleypur upp völlinn og gefur til Hildigunnar og Gottskálksdóttur...“ en þetta fellur ekki í kramið. Gunnar Smári bendir á að föðurnöfn séu reyndar ekki svo fátíð. „Eru hluti rússneska kerfisins og þar um kring. Einhvers staðar í Afríku ber fólk meira að segja nafn afa síns líka, mig minnir á svæðum í Eþíópíu. Eþíópíumenn myndu því alveg vita hverra manna Addi Kidda Gau var.“ Og Egill lýsir nánar hremmingum sínum á erlendri grundu og því að sjálf miðum við allt við eiginnöfnin. „Í Grikklandi er stundum verið að spyrja mig um íslenska fótboltamenn, og þá með föðurnöfnunum - yfirleitt hef ég ekki hugmynd um hverjir þetta eru.“Þær vildu þetta sjálfar Umræðan er ekki ný. Hún fór fram í tengslum við íslenska karlalandsliðið á sínum tíma. En, þá kom fram eindreginn vilji leikmanna, og sjálfsagt ráða þar hagsmunir þeirra sjálfra; þeir eru margir hverjir þekktir á erlendri grundu af föðurnöfnum sínum. Og þeir sjálfir vilja ekki sjá breytingar á þessu. Og svo er reyndar einnig um íslensku landsliðskonurnar. En, menn gefa ekki mikið fyrir það. Mörður Árnason íslenskufræðingur segir reyndar að landsliðsstúlkurnar hafa viljað þetta sjálfar en það sé á misskilningi byggt. „Þær vildu þetta sjálfar -- líklega einhver auglýsinga/markaðshugsun. Mér finnst fara miklu betur að nota eiginnöfnin (og er auðvitað landssiður).“Verðum að hætta að skrifa föðurnöfnin á treyjurnar Bragi Valdimar vekur einnig athygli á þessu atriði á sinni Facebook-síðu. Við miklar og góðar undirtektir. Og hann getur eiginlega ekki lagt nógu mikla áherslu á þessa skoðun sína. Hann hamrar á henni: „Við verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum verðum að hætta að skrifa föðurnöfnin aftan á treyjurnar okkar. Þeir eiga þær ekki.“ Ekki verður betur séð en Bragi telji þetta jafnréttismál, sem og Gunnar Smári. Og félagi hans í hljómsveitinni Baggalúti, Karl Sigurðsson, styður sinn mann í þessu sem öðru: „Strákarnir völdu að hafa þetta svona í lýðræðistíð Lars. Má ég þá frekar biðja um upplýst einræði.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ekkert skíðafæri í Bláfjöllum um páskana Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Sjá meira