Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. júlí 2017 10:00 Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar félagsins sem haldinn var 23. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Haft er eftir Davíð Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Dohop, í fundargerðinni að gengisstyrking krónunnar hafi haft mikil áhrif á rekstur félagsins. Stjórnendur Dohop sögðu meðal annars upp tíu starfsmönnum hér á Íslandi á fyrsta fjórðungi ársins og réðu þess í stað starfsmenn í Hvíta-Rússlandi og Úkraínu. Davíð útskýrði jafnframt á fundinum hvernig aukið hlutafé hefði drifið tekjuvöxt félagsins áfram. Miðað við þá reynslu ættu stjórn og hluthafar að huga mögulega að því að sækja meira fé en minna. Hann bætti við að ef einhvern tímann væri tími til þess að hafa félagið vel fjármagnað, þá væri það núna. Velta Dohop jókst um 41 prósent og nam 305 milljónum króna í fyrra. Varð um 200 milljóna króna tap á rekstrinum. Davíð sagði í samtali við Viðskiptablaðið í lok marsmánaðar að útlit væri fyrir að veltan myndi aukast um fimmtíu prósent í ár og verða um 405 milljónir króna. Yrði afkoman í kringum núllið. Hann benti á að stærstur hluti tekna félagsins – ríflega 75 prósent – væru laun í íslenskum krónum og um 90 prósent teknanna væru í erlendri mynt. Styrking krónunnar hefði því áhrif á báðar hliðar rekstrarreikningsins sem væri verulega óþægilegt. Gerði hann ráð fyrir að styrkingin myndi kosta félagið um fimmtíu til áttatíu milljónir króna á þessu ári. Dohop var stofnað árið 2004 og rekur ferðaleitarvefinn Dohop.is.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar félagsins sem haldinn var 23. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Haft er eftir Davíð Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Dohop, í fundargerðinni að gengisstyrking krónunnar hafi haft mikil áhrif á rekstur félagsins. Stjórnendur Dohop sögðu meðal annars upp tíu starfsmönnum hér á Íslandi á fyrsta fjórðungi ársins og réðu þess í stað starfsmenn í Hvíta-Rússlandi og Úkraínu. Davíð útskýrði jafnframt á fundinum hvernig aukið hlutafé hefði drifið tekjuvöxt félagsins áfram. Miðað við þá reynslu ættu stjórn og hluthafar að huga mögulega að því að sækja meira fé en minna. Hann bætti við að ef einhvern tímann væri tími til þess að hafa félagið vel fjármagnað, þá væri það núna. Velta Dohop jókst um 41 prósent og nam 305 milljónum króna í fyrra. Varð um 200 milljóna króna tap á rekstrinum. Davíð sagði í samtali við Viðskiptablaðið í lok marsmánaðar að útlit væri fyrir að veltan myndi aukast um fimmtíu prósent í ár og verða um 405 milljónir króna. Yrði afkoman í kringum núllið. Hann benti á að stærstur hluti tekna félagsins – ríflega 75 prósent – væru laun í íslenskum krónum og um 90 prósent teknanna væru í erlendri mynt. Styrking krónunnar hefði því áhrif á báðar hliðar rekstrarreikningsins sem væri verulega óþægilegt. Gerði hann ráð fyrir að styrkingin myndi kosta félagið um fimmtíu til áttatíu milljónir króna á þessu ári. Dohop var stofnað árið 2004 og rekur ferðaleitarvefinn Dohop.is.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira