Líklegt byrjunarlið Íslands: Þrjár berjast á kantinum Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar 18. júlí 2017 12:30 Hverjar byrja í kvöld? vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var með jákvæðan hausverk fyrir valið á byrjunarliðinu gegn Frakklandi í kvöld en stelpurnar okkar hefja leik á EM 2017 gegn stórliði Frakklands í Tilburg klukkan 18.45. Freyr ákvað liðið á laugardagskvöldið og tilkynnti leikmönnum það fyrir æfingu liðsins í Tilburg í gær. „Ég hef verið með ákveðin plön síðustu daga og vikur en í gær tók ég ákvörðun,“ sagði Freyr á blaðamannafundi á sunnudaginn. „Ef það væri júlí 2016 hefðuð þið getað sagt mér byrjunarliðið en þannig er það ekki núna,“ bætti Freyr við en hann spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu í undankeppni EM áður en hver leikmaðurinn á fætur öðrum heltist úr lestinni vegna meiðsla.Enginn hreyfir við Guggu í markinu.vísir/vilhelmVarnarlínan fastmótuð Nokkrir leikmenn eru öruggir sama hvað gerist og einn af þeim er markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir. Guðbjörg er ekki bara besti markvörðurinn í hópnum heldur sá langbesti og stendur því vaktina í marki íslenska liðsins. Glódís Perla Viggósdóttir er einnig sjálfvalin í þriggja manna miðvarðasveit liðsins sem og Sif Atladóttir. Anna Björk Kristjánsdóttir var meidd í síðasta verkefni landsliðsins og þá nýtti Ingibjörg Sigurðardóttir sér tækifærið og spilaði svo vel að hún tryggði sér EM-farseðil. Anna er þó mjög líklega að fara að endurheimta stöðu sína í kvöld. Hallbera Gísladóttir verður vinstri vængbakvörður í 3-4-3 kerfinu og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mjög líklega hægra megin en Freyr byrjaði að prófa hana þar fyrr á árinu. Á meðan Rakel Hönnudóttir er frá vegna meiðsla er Gunnhildur nánast sjálfvalin þar í fyrsta leik.Sara Björk á sitt sæti á miðjunni.vísir/vilhelmFrábær miðja Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, á sinn stað á miðjunni og Dagný Brynjarsdóttir verður væntanlega við hlið hennar. Dagný hefur lítið spilað á árinu en Freyr má illa við því að hvíla hana í kvöld þar sem Rangæingurinn er svo líkamlega sterkur og ótrúlega góður leikmaður. Katrín Ásbjörnsdóttir var fremsti maður í síðustu leikjum Íslands en tæpt er að Harpa Þorsteinsdóttir byrji leikinn þar sem Freyr veit að hann þarf að taka hana út af ef hún verður í byrjunarliðinu. Líklegra er að Harpa komi inn á í seinni hálfleik. Katrín byrjar því líklega í kvöld enda Freyr búinn að breyta útfærslunni á leikkerfinu í kringum hennar styrkleika. Fanndís Friðriksdóttir hefur verið frábær í Pepsi-deildinni og spilað vel fyrir landsliðið undanfarin misseri. Nánast er öruggt að hún byrji á öðrum kantinum en þá er spurningin hver byrjar á hinum vængnum.Elín Metta skoraði í síðasta sigurleik Íslands.vísir/vilhelmElín Metta líklegust Þar berjast þrjár um eina stöðu; Sandra María Jessen, Elín Metta Jensen og nýliðinn Agla María Albertsdóttir. Freyr er mikill Elínar Mettu-maður enda þekkt hana lengi og þá skoraði Elín Metta í síðasta sigurleik Íslands á móti Slóvakíu í apríl. Það var líka síðast sem Ísland skoraði mark. Elín Metta hefur einnig verið að spila vel í Pepsi-deildinni og er mjög dugleg að hlaupa fram og aftur og hjálpa til í varnarleiknum. Agla María hefur komið sterk inn og er algjörlega óhrædd og þá hefur Sandra María líkamlega yfirburði yfir þær báðar þannig möguleikarnir eru góðir.Líklegt byrjunarlið er því: Guðbjörg Gunnarsdóttir; Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir; Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar sem gista í stórborgunum geta ekki fagnað of lengi í kvöld Síðasta lestarferð frá Tilburg til Amsterdam og Rotterdam er á miðnætti. 18. júlí 2017 09:00 Annað tækifæri til að heilla Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg. 18. júlí 2017 06:00 Á bak við tjöldin með liðsstjórunum og gleðigjöfunum Laufeyju og Margréti Við vorum ekki að koma með allt þetta dót til þess að fara heim. Það er á hreinu! segir liðsstjórinn Laufey Ólafsdóttir. 18. júlí 2017 12:00 Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00 Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum. 18. júlí 2017 07:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var með jákvæðan hausverk fyrir valið á byrjunarliðinu gegn Frakklandi í kvöld en stelpurnar okkar hefja leik á EM 2017 gegn stórliði Frakklands í Tilburg klukkan 18.45. Freyr ákvað liðið á laugardagskvöldið og tilkynnti leikmönnum það fyrir æfingu liðsins í Tilburg í gær. „Ég hef verið með ákveðin plön síðustu daga og vikur en í gær tók ég ákvörðun,“ sagði Freyr á blaðamannafundi á sunnudaginn. „Ef það væri júlí 2016 hefðuð þið getað sagt mér byrjunarliðið en þannig er það ekki núna,“ bætti Freyr við en hann spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu í undankeppni EM áður en hver leikmaðurinn á fætur öðrum heltist úr lestinni vegna meiðsla.Enginn hreyfir við Guggu í markinu.vísir/vilhelmVarnarlínan fastmótuð Nokkrir leikmenn eru öruggir sama hvað gerist og einn af þeim er markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir. Guðbjörg er ekki bara besti markvörðurinn í hópnum heldur sá langbesti og stendur því vaktina í marki íslenska liðsins. Glódís Perla Viggósdóttir er einnig sjálfvalin í þriggja manna miðvarðasveit liðsins sem og Sif Atladóttir. Anna Björk Kristjánsdóttir var meidd í síðasta verkefni landsliðsins og þá nýtti Ingibjörg Sigurðardóttir sér tækifærið og spilaði svo vel að hún tryggði sér EM-farseðil. Anna er þó mjög líklega að fara að endurheimta stöðu sína í kvöld. Hallbera Gísladóttir verður vinstri vængbakvörður í 3-4-3 kerfinu og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mjög líklega hægra megin en Freyr byrjaði að prófa hana þar fyrr á árinu. Á meðan Rakel Hönnudóttir er frá vegna meiðsla er Gunnhildur nánast sjálfvalin þar í fyrsta leik.Sara Björk á sitt sæti á miðjunni.vísir/vilhelmFrábær miðja Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði, á sinn stað á miðjunni og Dagný Brynjarsdóttir verður væntanlega við hlið hennar. Dagný hefur lítið spilað á árinu en Freyr má illa við því að hvíla hana í kvöld þar sem Rangæingurinn er svo líkamlega sterkur og ótrúlega góður leikmaður. Katrín Ásbjörnsdóttir var fremsti maður í síðustu leikjum Íslands en tæpt er að Harpa Þorsteinsdóttir byrji leikinn þar sem Freyr veit að hann þarf að taka hana út af ef hún verður í byrjunarliðinu. Líklegra er að Harpa komi inn á í seinni hálfleik. Katrín byrjar því líklega í kvöld enda Freyr búinn að breyta útfærslunni á leikkerfinu í kringum hennar styrkleika. Fanndís Friðriksdóttir hefur verið frábær í Pepsi-deildinni og spilað vel fyrir landsliðið undanfarin misseri. Nánast er öruggt að hún byrji á öðrum kantinum en þá er spurningin hver byrjar á hinum vængnum.Elín Metta skoraði í síðasta sigurleik Íslands.vísir/vilhelmElín Metta líklegust Þar berjast þrjár um eina stöðu; Sandra María Jessen, Elín Metta Jensen og nýliðinn Agla María Albertsdóttir. Freyr er mikill Elínar Mettu-maður enda þekkt hana lengi og þá skoraði Elín Metta í síðasta sigurleik Íslands á móti Slóvakíu í apríl. Það var líka síðast sem Ísland skoraði mark. Elín Metta hefur einnig verið að spila vel í Pepsi-deildinni og er mjög dugleg að hlaupa fram og aftur og hjálpa til í varnarleiknum. Agla María hefur komið sterk inn og er algjörlega óhrædd og þá hefur Sandra María líkamlega yfirburði yfir þær báðar þannig möguleikarnir eru góðir.Líklegt byrjunarlið er því: Guðbjörg Gunnarsdóttir; Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir; Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir; Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar sem gista í stórborgunum geta ekki fagnað of lengi í kvöld Síðasta lestarferð frá Tilburg til Amsterdam og Rotterdam er á miðnætti. 18. júlí 2017 09:00 Annað tækifæri til að heilla Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg. 18. júlí 2017 06:00 Á bak við tjöldin með liðsstjórunum og gleðigjöfunum Laufeyju og Margréti Við vorum ekki að koma með allt þetta dót til þess að fara heim. Það er á hreinu! segir liðsstjórinn Laufey Ólafsdóttir. 18. júlí 2017 12:00 Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00 Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum. 18. júlí 2017 07:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Íslendingar sem gista í stórborgunum geta ekki fagnað of lengi í kvöld Síðasta lestarferð frá Tilburg til Amsterdam og Rotterdam er á miðnætti. 18. júlí 2017 09:00
Annað tækifæri til að heilla Stelpurnar okkar hefja leik á EM í Hollandi í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg. 18. júlí 2017 06:00
Á bak við tjöldin með liðsstjórunum og gleðigjöfunum Laufeyju og Margréti Við vorum ekki að koma með allt þetta dót til þess að fara heim. Það er á hreinu! segir liðsstjórinn Laufey Ólafsdóttir. 18. júlí 2017 12:00
Glódís Perla: „Nú er þetta í okkar höndum“ Undirbúningi er lokið og nú er komið að stóru stundinni í Tilburg í kvöld. 18. júlí 2017 11:00
Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, talaði um litlu úrslitaleikina sem bíða liðsins á næstu átta dögum. 18. júlí 2017 07:00