Andrea Kristín telur að kveikt hafi verið í húsi sínu á Stokkseyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2017 22:00 Andrea Kristín segir að kveikt hafi verið í húsinu á meðan hún svaf. Vísir/Stefán Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem dvaldi í húsinu sem brann á Stokkseyri í gær, segist mikið brennd á líkama eftir brunann. Hún telur einnig að kveikt hafi verið í húsinu sem lögregla áætlaði að yrði rifið í dag. Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni skömmu eftir hádegi í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár í eldsvoðanum og að hún muni gangast undir aðgerðir vegna þeirra. „Ég er á lífi og hvolparnir eru heilir á húfi. Ég er mikið brennd á öxlum, baki og höndum og fyrir liggja aðgerðir í átt að fullum bata,“ skrifar Andrea. Þegar Vísir náði tali af Andreu Kristínu upp úr hádegi í gær sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Telur að um íkveikju sé að ræðaÞá telur Andrea að kveikt hafi verið í húsinu en hún var sofandi þegar eldurinn braust út. Hún lýsir atburðarásinni í smáatriðum á Facebook-síðu sinni og tekur sérstaklega fram að hún telji að um íkveikju hafi verið að ræða. „Það var kveikt í húsinu mínu meðan ég svaf. Ég vaknaði við hvolpana mína geltandi og hleyp fram. Þá er þrifið í mig og skvett vökva á bakið á mér og ég gat sprottið nógu snögglega á fætur til að grípa í Tank og hlaupa með þau öll út áður en allt var alelda og leggjast í grasið.“ Vísir greindi frá því í dag að enn væri óljóst hver upptök eldsvoðans væru. Rannsókn málsins stendur yfir og hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið fengin til aðstoðar, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Aðspurður sagði Þorgrímur Óli að um altjón hafi verið að ræða og að húsið yrði rifið í dag. Hann sagðist ekki geta svarað til um hvort grunur leiki á íkveikju.Þakkar innileg skilaboð í kjölfar fósturlátsAndrea greinir einnig frá því að hún hafi misst fóstur í ósköpunum. „Ég missti því miður barnið líka í þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í dag, 17. júlí,“ skrifar Andrea. Þá þakkar hún fyrir hlý og innileg skilaboð sem henni hafa borist í kjölfar áfallsins. Hún vill enn fremur koma á framfæri þakklæti til slökkviliðs Árborgar og sjúkraflutningamanna sem reyndust henni vel við erfiðar aðstæður.Facebook-færslu Andreu má sjá í heild sinni hér að neðan. Ekki náðist í Andreu við vinnslu þessarar fréttar. Tengdar fréttir Eldsupptök á Stokkseyri enn óljós Húsið rifið í dag. 17. júlí 2017 16:16 Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33 Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04 Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem dvaldi í húsinu sem brann á Stokkseyri í gær, segist mikið brennd á líkama eftir brunann. Hún telur einnig að kveikt hafi verið í húsinu sem lögregla áætlaði að yrði rifið í dag. Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni skömmu eftir hádegi í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár í eldsvoðanum og að hún muni gangast undir aðgerðir vegna þeirra. „Ég er á lífi og hvolparnir eru heilir á húfi. Ég er mikið brennd á öxlum, baki og höndum og fyrir liggja aðgerðir í átt að fullum bata,“ skrifar Andrea. Þegar Vísir náði tali af Andreu Kristínu upp úr hádegi í gær sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Telur að um íkveikju sé að ræðaÞá telur Andrea að kveikt hafi verið í húsinu en hún var sofandi þegar eldurinn braust út. Hún lýsir atburðarásinni í smáatriðum á Facebook-síðu sinni og tekur sérstaklega fram að hún telji að um íkveikju hafi verið að ræða. „Það var kveikt í húsinu mínu meðan ég svaf. Ég vaknaði við hvolpana mína geltandi og hleyp fram. Þá er þrifið í mig og skvett vökva á bakið á mér og ég gat sprottið nógu snögglega á fætur til að grípa í Tank og hlaupa með þau öll út áður en allt var alelda og leggjast í grasið.“ Vísir greindi frá því í dag að enn væri óljóst hver upptök eldsvoðans væru. Rannsókn málsins stendur yfir og hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið fengin til aðstoðar, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Aðspurður sagði Þorgrímur Óli að um altjón hafi verið að ræða og að húsið yrði rifið í dag. Hann sagðist ekki geta svarað til um hvort grunur leiki á íkveikju.Þakkar innileg skilaboð í kjölfar fósturlátsAndrea greinir einnig frá því að hún hafi misst fóstur í ósköpunum. „Ég missti því miður barnið líka í þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í dag, 17. júlí,“ skrifar Andrea. Þá þakkar hún fyrir hlý og innileg skilaboð sem henni hafa borist í kjölfar áfallsins. Hún vill enn fremur koma á framfæri þakklæti til slökkviliðs Árborgar og sjúkraflutningamanna sem reyndust henni vel við erfiðar aðstæður.Facebook-færslu Andreu má sjá í heild sinni hér að neðan. Ekki náðist í Andreu við vinnslu þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Eldsupptök á Stokkseyri enn óljós Húsið rifið í dag. 17. júlí 2017 16:16 Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33 Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04 Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33
Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04