Lífið

Konan í dalnum komin aftur

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Bjarni segir Konuna í dalnum og dæturnar sjö hafa verið umsetna á söfnum og í fornbókabúðum síðustu ár.
Bjarni segir Konuna í dalnum og dæturnar sjö hafa verið umsetna á söfnum og í fornbókabúðum síðustu ár. Vísir/Stefán
Bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö, eftir Guðmund G. Hagalín, hefur verið endurútgefin, 63 árum eftir að hún birtist Íslendingum fyrst og var tekið opnum örmum. Hún segir sögu Moniku Helgadóttur á Merkigili (1901-1988).

Sæmundur á Selfossi stendur að útgáfunni og þar er Bjarni Harðarson með veldissprotann. Hvað skyldi koma strák af Suðurlandsundirlendinu til þess að lyfta fram sögu löngu látinnar konu úr afdölum nyrðra?

„Svona hetjusaga konu úr íslenskri sveit á erindi við okkur, bæði til að minna okkur á hver við erum og hvaðan við komum og líka til að rétta hlut kvenna í fyrri aldar sögu. Ég tel að hún verði kærkomið lesefni því erfitt hefur verið að nálgast hana síðustu ár. Svo er ég þess líka ævinlega minnugur að ég er að einum fjórða hlut Skagfirðingur og er stoltur af því.“

Bjarni segir Moniku eina af konum sinnar kynslóðar sem náði að rísa upp fyrir sitt daglega streð fyrir eigið atgervi eins og hún birtist í bók Hagalíns. „Þarna kynnumst við því hvernig það gerist að jafn afskekktur bær og Merkigil er byggður upp á nútímavísu. Margir þekkja bæinn nú orðið því þangað kemur fjöldi fólks árlega um verslunarmannahelgar eftir Ábæjarmessu. Ég býst við að verða þar í ár og hitta fyrir Skagfirðinga í þessum fagra dal.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×