Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 20:15 Ellen Calmon Vísir/Anton Eftir að dómur héraðsdóms féll um að Áslaug Ýr fengi ekki túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, ákvað Áslaug að taka lán upp á eina og hálfa milljón fyrir launakostnaðinum og fór í nótt til Svíþjóðar í sumarbúðirnar. Hún hefur þó ákveðið að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Móðir hennar segir hana ferðast á björtu hliðinni í gegnum lífið en dómurinn hafi þó verið gífurleg vonbrigði. „Þetta beygði hana aðeins en hún er harðákveðin að fara alla leið. Hún er baráttukona fram í fingurgóma - ekki bara fyrir sjálfa sig heldur fyrir fatlað fólk á Íslandi," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Áslaugar. Í dóminum segir að Áslaug eigi rétt á túlkaþjónustu frá íslenska ríkinu vegna daglegs lífs en að kostnaður vegna ferðarinnar sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Sumarbúðirnar sem Áslaug fór í og óskaði eftir túlkaþjónustu fyrir, eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni frá norðurlöndunum. Sænska ríkið borgar allt uppihald og ferðakostnað túlkanna en það eina sem íslenska ríkið þurfti að leggja til er launakostnaður. „Og við Íslendingar gátum ekki einu sinni sent einn fulltrúa með sóma þarna út án þess að allt færi í vitleysu," segir Bryndís. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, leggur til að dómarar fari í endurmenntun í mannréttindum. „Þessi dómur er áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnir okkur að dómarar virðist ekki dæma almennt eftir samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur fullgilt," segir Ellen Calmon. Móðir Áslaugar segir fjölskylduna þó vona að hæstiréttur muni dæma henni í vil. „Ef hann gerir það ekki erum við að horfa upp á að lög og reglur hér á landi séu ekki að standa undir þeim væntingum sem löggjafinn telur sig hafa uppfyllt.“ Tengdar fréttir Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Eftir að dómur héraðsdóms féll um að Áslaug Ýr fengi ekki túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, ákvað Áslaug að taka lán upp á eina og hálfa milljón fyrir launakostnaðinum og fór í nótt til Svíþjóðar í sumarbúðirnar. Hún hefur þó ákveðið að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Móðir hennar segir hana ferðast á björtu hliðinni í gegnum lífið en dómurinn hafi þó verið gífurleg vonbrigði. „Þetta beygði hana aðeins en hún er harðákveðin að fara alla leið. Hún er baráttukona fram í fingurgóma - ekki bara fyrir sjálfa sig heldur fyrir fatlað fólk á Íslandi," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Áslaugar. Í dóminum segir að Áslaug eigi rétt á túlkaþjónustu frá íslenska ríkinu vegna daglegs lífs en að kostnaður vegna ferðarinnar sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Sumarbúðirnar sem Áslaug fór í og óskaði eftir túlkaþjónustu fyrir, eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni frá norðurlöndunum. Sænska ríkið borgar allt uppihald og ferðakostnað túlkanna en það eina sem íslenska ríkið þurfti að leggja til er launakostnaður. „Og við Íslendingar gátum ekki einu sinni sent einn fulltrúa með sóma þarna út án þess að allt færi í vitleysu," segir Bryndís. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, leggur til að dómarar fari í endurmenntun í mannréttindum. „Þessi dómur er áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnir okkur að dómarar virðist ekki dæma almennt eftir samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur fullgilt," segir Ellen Calmon. Móðir Áslaugar segir fjölskylduna þó vona að hæstiréttur muni dæma henni í vil. „Ef hann gerir það ekki erum við að horfa upp á að lög og reglur hér á landi séu ekki að standa undir þeim væntingum sem löggjafinn telur sig hafa uppfyllt.“
Tengdar fréttir Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49
Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00