Að skapa störf með því að eyða þeim annars staðar Magnús Skúlason skrifar 18. júlí 2017 07:00 Í umræðu um laxeldi hafa menn farið mikinn um mikilvægi eldis fyrir atvinnuuppbyggingu í þeim byggðum landsins sem eiga undir högg að sækja. Í þeirri umræðu fer hins vegar minna fyrir þeirri staðreynd að eldi í opnum sjókvíum stefnir störfum sem nú þegar eru til staðar í sveitum Íslands í stórhættu. Því verður ekki trúað að óreyndu að fólk vilji skapa störf í sínu héraði með því að eyða þeim annars staðar á landsbyggðinni og það með iðnaðareldi sem er bein atlaga að náttúru og lífríki Íslands. Það má aldrei gleyma því að tekjur af laxveiði eru mikilvæg undirstaða fyrir búsetu í sveitum Íslands. Þjónusta og leiga laxveiðihlunninda er ein elsta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Greinin skilar tekjum til bænda og skapar fjölbreytt störf. Leiga veiðiréttinda veltir um 20 milljörðum á ári sé tekið tillit til afleiddra tekna. Tekjurnar verða ekki eingöngu til við árnar heldur gætir áhrifa laxveiði vítt og breitt um samfélagið. Má þar nefna flug, hótel, bílaleigur, veitingastaði, verslanir og fleira. Laxveiðimenn sem sækja Ísland heim skila þannig með beinum og óbeinum hætti hærri tekjum til samfélagsins en nokkrir aðrir ferðamenn.Rangfærslur um arð af veiðitekjumÞrálátar rangfærslur hafa einkennt umræðu um skattlagningu á veiðitekjum sem ég tel ástæðu til að leiðrétta hér og nú. Samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði er landeigendum skylt að gerast aðilar að veiðifélagi viðkomandi ársvæðis. Veiðifélögin skipa með sér stjórn sem stýrir samningum um útleigu ánna sem og uppbyggingu í þjónustu við veiðimenn. Arði af útleigu ánna er skipt milli lögbýla við viðkomandi veiðivatn samkvæmt ríkjandi arðskrá. Hvert lögbýli greiðir fullan tekjuskatt af útgreiddum arði veiðihlunninda. Við hverja laxveiðiá hafa verið reist glæsileg veiðihús sem bændur eiga sjálfir. Um er að ræða nútímaleg veiðihótel sem kalla á mikla fjárfestingu af hálfu landeigenda. Rekstur veiðihótelanna ber virðisauka- og gistináttaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Öll umræða um að greinin sé ekki skattlögð er því einfaldlega röng.Norskt iðnaðareldi ógnar villtum íslenskum laxiÞað er mikið áhyggjuefni að iðnaðarlaxeldi á norska vísu upp á 130.000 tonn af norskum laxi sé í umsóknarferli hér á landi. Samkvæmt norskum rannsóknum liggur fyrir að einn lax sleppur að meðaltali fyrir hvert alið tonn af eldislaxi. Ef þessi áform ganga eftir má gera ráð fyrir að um 130.000 laxar sleppi úr sjókvíum við Íslandsstrendur. Um er að ræða frjóan framandi stofn og stærstu ógn sem villtir íslenskir laxastofnar hafa staðið frammi fyrir. Til samanburðar er allur hrygningarstofn íslenska laxins um 33.000 til 50.000 laxar. Í nýlegri vísindagrein kemur fram að allt að 80 prósent af hrygnum í norskum veiðiám er eldislax. Norskir laxastofnar hafa orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar. Í hvert skipti sem nýir eldislaxar sleppa minnkar vægi náttúrulega laxins. Allar líkur eru á að villti stofninn muni deyja út á endanum. Íslendingar mega ekki láta það yfir sig ganga að verðmætri náttúruauðlind sé fórnað með tilkomu stórfellds norsks iðnaðareldis í sjókvíum hér á landi. Það verður að gera þá kröfu að stjórnvöld taki ábyrga afstöðu með hagsmuni náttúrunnar, og allrar landsbyggðarinnar, að leiðarljósi og tryggi framtíð villtu laxastofnanna. Íslenskir laxastofnar eru auðlind sem okkur ber skylda til að viðhalda og nýta með sjálfbærum hætti og skila til komandi kynslóða.Höfundur er formaður Veiðifélags Þverár og bóndi í Norðtungu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í umræðu um laxeldi hafa menn farið mikinn um mikilvægi eldis fyrir atvinnuuppbyggingu í þeim byggðum landsins sem eiga undir högg að sækja. Í þeirri umræðu fer hins vegar minna fyrir þeirri staðreynd að eldi í opnum sjókvíum stefnir störfum sem nú þegar eru til staðar í sveitum Íslands í stórhættu. Því verður ekki trúað að óreyndu að fólk vilji skapa störf í sínu héraði með því að eyða þeim annars staðar á landsbyggðinni og það með iðnaðareldi sem er bein atlaga að náttúru og lífríki Íslands. Það má aldrei gleyma því að tekjur af laxveiði eru mikilvæg undirstaða fyrir búsetu í sveitum Íslands. Þjónusta og leiga laxveiðihlunninda er ein elsta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Greinin skilar tekjum til bænda og skapar fjölbreytt störf. Leiga veiðiréttinda veltir um 20 milljörðum á ári sé tekið tillit til afleiddra tekna. Tekjurnar verða ekki eingöngu til við árnar heldur gætir áhrifa laxveiði vítt og breitt um samfélagið. Má þar nefna flug, hótel, bílaleigur, veitingastaði, verslanir og fleira. Laxveiðimenn sem sækja Ísland heim skila þannig með beinum og óbeinum hætti hærri tekjum til samfélagsins en nokkrir aðrir ferðamenn.Rangfærslur um arð af veiðitekjumÞrálátar rangfærslur hafa einkennt umræðu um skattlagningu á veiðitekjum sem ég tel ástæðu til að leiðrétta hér og nú. Samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði er landeigendum skylt að gerast aðilar að veiðifélagi viðkomandi ársvæðis. Veiðifélögin skipa með sér stjórn sem stýrir samningum um útleigu ánna sem og uppbyggingu í þjónustu við veiðimenn. Arði af útleigu ánna er skipt milli lögbýla við viðkomandi veiðivatn samkvæmt ríkjandi arðskrá. Hvert lögbýli greiðir fullan tekjuskatt af útgreiddum arði veiðihlunninda. Við hverja laxveiðiá hafa verið reist glæsileg veiðihús sem bændur eiga sjálfir. Um er að ræða nútímaleg veiðihótel sem kalla á mikla fjárfestingu af hálfu landeigenda. Rekstur veiðihótelanna ber virðisauka- og gistináttaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Öll umræða um að greinin sé ekki skattlögð er því einfaldlega röng.Norskt iðnaðareldi ógnar villtum íslenskum laxiÞað er mikið áhyggjuefni að iðnaðarlaxeldi á norska vísu upp á 130.000 tonn af norskum laxi sé í umsóknarferli hér á landi. Samkvæmt norskum rannsóknum liggur fyrir að einn lax sleppur að meðaltali fyrir hvert alið tonn af eldislaxi. Ef þessi áform ganga eftir má gera ráð fyrir að um 130.000 laxar sleppi úr sjókvíum við Íslandsstrendur. Um er að ræða frjóan framandi stofn og stærstu ógn sem villtir íslenskir laxastofnar hafa staðið frammi fyrir. Til samanburðar er allur hrygningarstofn íslenska laxins um 33.000 til 50.000 laxar. Í nýlegri vísindagrein kemur fram að allt að 80 prósent af hrygnum í norskum veiðiám er eldislax. Norskir laxastofnar hafa orðið fyrir óafturkræfum áhrifum vegna erfðablöndunar. Í hvert skipti sem nýir eldislaxar sleppa minnkar vægi náttúrulega laxins. Allar líkur eru á að villti stofninn muni deyja út á endanum. Íslendingar mega ekki láta það yfir sig ganga að verðmætri náttúruauðlind sé fórnað með tilkomu stórfellds norsks iðnaðareldis í sjókvíum hér á landi. Það verður að gera þá kröfu að stjórnvöld taki ábyrga afstöðu með hagsmuni náttúrunnar, og allrar landsbyggðarinnar, að leiðarljósi og tryggi framtíð villtu laxastofnanna. Íslenskir laxastofnar eru auðlind sem okkur ber skylda til að viðhalda og nýta með sjálfbærum hætti og skila til komandi kynslóða.Höfundur er formaður Veiðifélags Þverár og bóndi í Norðtungu.
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun