Þúsund króna munur á leikföngum: Jafnréttisstýra segir þörf á vitundarvakningu um bleika skattinn Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 17. júlí 2017 14:27 Það munar þúsund krónum á leikföngunum. Það eina sem virðist aðskylja þau er liturinn. Anna Sigrún „Hér höfum við nákvæmlega eins sett, sömu hlutir, jafnmargir hlutir en annað er bleikt og hitt allskonar.“ Svona hefst færsla Önnu Sigrúnar Benediktsdóttur þar sem hún gagnrýnir að leikföng ætluð börnum séu verðlögð á mismunandi hátt eftir því hvernig leikföngin eru á litinn og hvort þau séu hugsuð fyrir stelpur eða stráka. Anna Sigrún segir að þúsund krónu munur sé á leikföngunum og telur þetta ekki vera boðlegt. Hún nefnir að verðlagið á þessum leikföngum hafi verið svona í allt sumar. „Þetta var mjög augljóst; mjög augljós bleiki skatturinn, eins og hann er kallaður, sem náttúrulega maður sér reglulega og sérstaklega í barnavörum en það er þá yfirleitt bara einhverjir tíkallar þannig að fólk tekur síður eftir því en þetta fer náttúrulega ekki milli mála,“ segir Anna í samtali við Vísi. Færsla Önnu Sigrúnar birtist á hópnum Femínistaspjallið en þar er oft að finna gagnrýni á svokallað feðraveldi og áhrif þess innan samfélagsins. Hér má sjá færslu Önnu Sigrúnar Hún hefur fengið talsverð viðbrögð.Anna SigrúnFrægur bleikur skattur Mikið hefur verið rætt um frægan bleika skatt og fjallaði Fréttablaðið meðal annars um áhrif hans á verðlag í febrúar 2016. Þar kom í ljós að konur borga að meðaltali um 7 prósent meira á sambærilegum vörum. Vitnað er í Katrínu Önnu Guðmundsdóttur, viðskiptafræðing og kynjafræðing sem segir að um sé að ræða tvennskonar skatt. Annars vegar skattur á neytendavörur þar sem vörur fyrir konur eru hærri í verði en vörur fyrir karla og hins vegar eiginlegur skattur sem stjórnvöld leggja á vörur og þjónustu á borð við dömubindi í formi virðisaukaskatts.Eru að skoða málið Erna Haraldssdóttir, markaðsstjóri Samkaupa, segir í samtali við Vísi að vörurnar hafi komið inn á sitthvorum tímanum og hafi verið með annarskonar vörunúmer frá byrgja. „Þetta eru sett sem komu inn á sitthvorum tímanum og eru á sitthvoru verðinu frá byrgja. Þetta eru bara vörunúmer á þessum vörum og ekki séns fyrir afgreiðslumann eða þann sem er að verðsetja hvort að þetta sé bleikt eða einhver annar litur. Við náttúrulega leitum skýringa hjá okkar byrgja hvers vegna það sé sitthvort verðið á þessum settum,“ segir Erna og nefnir að málið sé í farvegi.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að kynjaaðgreining með litum byrji strax á fæðingardeildinni en það hafi ekki alltaf verið þannig. Til að mynda minnist hún þess, í samtali við Vísi, að börn hafi upphaflega verið í hvítum göllum á fæðingardeildinni.Vísir/ValliNeytendur hafa valdið Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir valdið í höndum neytenda.Það þyrfti að stórauka meðvitund um þetta því það er neytandinn sem er alltaf lang sterkasta vopnið. En ég hef aldrei séð nein rök fyrir þessu,“ segir Kristín og bendir á að skipting stráka og stelpu niður í bleikt og blátt sé ekki mjög gömul hefð, aðeins nokkurra áratuga gömul. Byrjað sé að aðgreina kynin á fæðingardeildinni. Hún segir þetta aðeins vera sölumennsku. „Við höfum ekki gert neina könnun á þessu sérstaklega en það hafa náttúrulega komið upp ýmis dæmi um þetta. Fólk hefur verið að segja frá einhverjum dæmum eins og á Facebook. Þetta er auðvitað eitthvað sem þyrfti að kanna,“ segir Kristín og nefnir sem dæmi sjampó og rakvélar. „Þú getur alveg eins keypt þér rakvél fyrir karlmenn,“ segir Kristín og segir að svona aðgreining gangi þvert á gildi samfélagsins.Ekki fjármagn fyrir herferð Kristín nefnir að það þurfi að skoða málið betur og auka meðvitund. „Manni myndi virkilega langa til að fara í herferð . Eins og í Svíþjóð hefur heilmikið verið tekið á þessu í sambandi við leikföng og þar hafa einmitt fyrirtæki tekið sér tak og hætt þessari vitleysu,“ segir Kristín og nefnir að það sem stoppi þau hjá Jafnréttisstofu að fara í svipaða herferð er fjármagnið. „Þar stendur nú hnífurinn í kúnni, það vantar peninga í svona verkefni,“ segir Kristín og bætir við að svona herferð gæti haft áhrif en fólki þurfi einnig að vera tilbúið til að takast á við breytingar.Fastar venjur Starf Jafnréttisstofu er ansi margþætt og sífellt sé verið að reyna að brjóta upp rótgrónar staðalímyndir. „Við erum til dæmis með verkefni í gangi sem gengur út á að það að breyta náms- og starfsvali. Því að þetta tengist því líka; hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf sem í sjálfu sér eru engin rök fyrir, ekki nokkur,“ segir Kristín og nefnir að þetta séu fastar venjur sem tengist því líka að störf kvenna eru lægra metin en störf karla.Alþingi spilar stórt hlutverk „Það þarf líka að herja á Alþingi með það að það verði tekið á þessu,“ segir Kristín. Ekki hafi hins vegar komið inn á þeirra borð neinar fyrirspurnir né beiðnir um tillögur að breytingum á skattkerfinu í þágu jafnræðis kynjanna. Kristín nefnir jafnframt að þau hjá Jafnréttisstofu þiggi ávallt ábendingar varðandi það sem betur megi fara í jafnréttismálum. Tengdar fréttir Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. 13. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Hér höfum við nákvæmlega eins sett, sömu hlutir, jafnmargir hlutir en annað er bleikt og hitt allskonar.“ Svona hefst færsla Önnu Sigrúnar Benediktsdóttur þar sem hún gagnrýnir að leikföng ætluð börnum séu verðlögð á mismunandi hátt eftir því hvernig leikföngin eru á litinn og hvort þau séu hugsuð fyrir stelpur eða stráka. Anna Sigrún segir að þúsund krónu munur sé á leikföngunum og telur þetta ekki vera boðlegt. Hún nefnir að verðlagið á þessum leikföngum hafi verið svona í allt sumar. „Þetta var mjög augljóst; mjög augljós bleiki skatturinn, eins og hann er kallaður, sem náttúrulega maður sér reglulega og sérstaklega í barnavörum en það er þá yfirleitt bara einhverjir tíkallar þannig að fólk tekur síður eftir því en þetta fer náttúrulega ekki milli mála,“ segir Anna í samtali við Vísi. Færsla Önnu Sigrúnar birtist á hópnum Femínistaspjallið en þar er oft að finna gagnrýni á svokallað feðraveldi og áhrif þess innan samfélagsins. Hér má sjá færslu Önnu Sigrúnar Hún hefur fengið talsverð viðbrögð.Anna SigrúnFrægur bleikur skattur Mikið hefur verið rætt um frægan bleika skatt og fjallaði Fréttablaðið meðal annars um áhrif hans á verðlag í febrúar 2016. Þar kom í ljós að konur borga að meðaltali um 7 prósent meira á sambærilegum vörum. Vitnað er í Katrínu Önnu Guðmundsdóttur, viðskiptafræðing og kynjafræðing sem segir að um sé að ræða tvennskonar skatt. Annars vegar skattur á neytendavörur þar sem vörur fyrir konur eru hærri í verði en vörur fyrir karla og hins vegar eiginlegur skattur sem stjórnvöld leggja á vörur og þjónustu á borð við dömubindi í formi virðisaukaskatts.Eru að skoða málið Erna Haraldssdóttir, markaðsstjóri Samkaupa, segir í samtali við Vísi að vörurnar hafi komið inn á sitthvorum tímanum og hafi verið með annarskonar vörunúmer frá byrgja. „Þetta eru sett sem komu inn á sitthvorum tímanum og eru á sitthvoru verðinu frá byrgja. Þetta eru bara vörunúmer á þessum vörum og ekki séns fyrir afgreiðslumann eða þann sem er að verðsetja hvort að þetta sé bleikt eða einhver annar litur. Við náttúrulega leitum skýringa hjá okkar byrgja hvers vegna það sé sitthvort verðið á þessum settum,“ segir Erna og nefnir að málið sé í farvegi.Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að kynjaaðgreining með litum byrji strax á fæðingardeildinni en það hafi ekki alltaf verið þannig. Til að mynda minnist hún þess, í samtali við Vísi, að börn hafi upphaflega verið í hvítum göllum á fæðingardeildinni.Vísir/ValliNeytendur hafa valdið Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir valdið í höndum neytenda.Það þyrfti að stórauka meðvitund um þetta því það er neytandinn sem er alltaf lang sterkasta vopnið. En ég hef aldrei séð nein rök fyrir þessu,“ segir Kristín og bendir á að skipting stráka og stelpu niður í bleikt og blátt sé ekki mjög gömul hefð, aðeins nokkurra áratuga gömul. Byrjað sé að aðgreina kynin á fæðingardeildinni. Hún segir þetta aðeins vera sölumennsku. „Við höfum ekki gert neina könnun á þessu sérstaklega en það hafa náttúrulega komið upp ýmis dæmi um þetta. Fólk hefur verið að segja frá einhverjum dæmum eins og á Facebook. Þetta er auðvitað eitthvað sem þyrfti að kanna,“ segir Kristín og nefnir sem dæmi sjampó og rakvélar. „Þú getur alveg eins keypt þér rakvél fyrir karlmenn,“ segir Kristín og segir að svona aðgreining gangi þvert á gildi samfélagsins.Ekki fjármagn fyrir herferð Kristín nefnir að það þurfi að skoða málið betur og auka meðvitund. „Manni myndi virkilega langa til að fara í herferð . Eins og í Svíþjóð hefur heilmikið verið tekið á þessu í sambandi við leikföng og þar hafa einmitt fyrirtæki tekið sér tak og hætt þessari vitleysu,“ segir Kristín og nefnir að það sem stoppi þau hjá Jafnréttisstofu að fara í svipaða herferð er fjármagnið. „Þar stendur nú hnífurinn í kúnni, það vantar peninga í svona verkefni,“ segir Kristín og bætir við að svona herferð gæti haft áhrif en fólki þurfi einnig að vera tilbúið til að takast á við breytingar.Fastar venjur Starf Jafnréttisstofu er ansi margþætt og sífellt sé verið að reyna að brjóta upp rótgrónar staðalímyndir. „Við erum til dæmis með verkefni í gangi sem gengur út á að það að breyta náms- og starfsvali. Því að þetta tengist því líka; hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf sem í sjálfu sér eru engin rök fyrir, ekki nokkur,“ segir Kristín og nefnir að þetta séu fastar venjur sem tengist því líka að störf kvenna eru lægra metin en störf karla.Alþingi spilar stórt hlutverk „Það þarf líka að herja á Alþingi með það að það verði tekið á þessu,“ segir Kristín. Ekki hafi hins vegar komið inn á þeirra borð neinar fyrirspurnir né beiðnir um tillögur að breytingum á skattkerfinu í þágu jafnræðis kynjanna. Kristín nefnir jafnframt að þau hjá Jafnréttisstofu þiggi ávallt ábendingar varðandi það sem betur megi fara í jafnréttismálum.
Tengdar fréttir Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. 13. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Bleikur skattur: Konur borga meira fyrir það sama Að meðaltali borga konur 7% meira en karlar fyrir sambærilegar vörur. Einföld, óformleg vettvangsrannsókn leiddi í ljós að mörg slík dæmi er að finna hér á landi. Í þessari umfjöllun birtast nokkur þeirra. 13. febrúar 2016 07:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent