Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. júlí 2017 16:30 Dauðan fisk mátti finna í ánni vegna tilfellisins sem kom upp á föstudaginn. Mynd/Egill „Við fengum tilkynningu í síðustu viku um að það hefði komið upp mengun í Varmá úr regnvatnsstút sem liggur ít í læk sem síðan liggur út í Varmá,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis. „Þetta virðist hafa verið einhverskonar hvítt efni sem lak út í ána en við vitum svosem ekki hvað það var.“ Vegfarendur í Mosfellsbæ hafa orðið varir við mengun og dauða fiska í Varmá. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur enn ekki fundist. Um helgina hafa íbúar í Mosfellsbæ deilt myndum á samfélagsvefjum þar sem sjá má mengun í Varmá. Áin virðist skýjuð og á sumum myndum má sjá dauða fiska í ánni.Þegar starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins mættu á svæðið hafði menguninni skolað burt. Finna mátti dauðan fisk sem gæti hjálpað við að finna út hverslags mengun var um að ræða.Mynd/Egill„Svo gerist það á föstudagskvöld að menn finna dauða fiska í ánni,“ segir Árni. „Svo núna um helgina heldur það á fram en við vitum í sjálfu sér ekki hvart það sé sami mengunarvaldur sem veldur því núna að fiskarnir drepast.“ Enn eigi eftir að finna út hver mengunarvaldurinn sé og hvar hann eigi sér upptök. Alltaf þegar fulltrúar eftirlitsins hafi mætt á svæðið hefur mengunin skolast burt. „Við höfum nokkur sýni af dauðum fiskum,“ segir Árni. „Við munum kanna það með fræðimönnum eða þeim sem eru vanir því að kryfja fiska hver dánarorsök þeirra er.“ Þá mun eftirlitið fylgjast vel með ánni og biður almenning einnig um að vera vakandi fyrir mengun sem þessari. „Það er náttúrulega mjög mikilvægt ef að fólk sér svona að tilkynna það inn til okkar og láti þá vita um staðsetningu og tíma og sendi þá myndir. Einnig að menn geri það sem fyrst svo að við náum á staðinn áður en mengunin er horfin,“ segir Árni. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
„Við fengum tilkynningu í síðustu viku um að það hefði komið upp mengun í Varmá úr regnvatnsstút sem liggur ít í læk sem síðan liggur út í Varmá,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis. „Þetta virðist hafa verið einhverskonar hvítt efni sem lak út í ána en við vitum svosem ekki hvað það var.“ Vegfarendur í Mosfellsbæ hafa orðið varir við mengun og dauða fiska í Varmá. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur enn ekki fundist. Um helgina hafa íbúar í Mosfellsbæ deilt myndum á samfélagsvefjum þar sem sjá má mengun í Varmá. Áin virðist skýjuð og á sumum myndum má sjá dauða fiska í ánni.Þegar starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins mættu á svæðið hafði menguninni skolað burt. Finna mátti dauðan fisk sem gæti hjálpað við að finna út hverslags mengun var um að ræða.Mynd/Egill„Svo gerist það á föstudagskvöld að menn finna dauða fiska í ánni,“ segir Árni. „Svo núna um helgina heldur það á fram en við vitum í sjálfu sér ekki hvart það sé sami mengunarvaldur sem veldur því núna að fiskarnir drepast.“ Enn eigi eftir að finna út hver mengunarvaldurinn sé og hvar hann eigi sér upptök. Alltaf þegar fulltrúar eftirlitsins hafi mætt á svæðið hefur mengunin skolast burt. „Við höfum nokkur sýni af dauðum fiskum,“ segir Árni. „Við munum kanna það með fræðimönnum eða þeim sem eru vanir því að kryfja fiska hver dánarorsök þeirra er.“ Þá mun eftirlitið fylgjast vel með ánni og biður almenning einnig um að vera vakandi fyrir mengun sem þessari. „Það er náttúrulega mjög mikilvægt ef að fólk sér svona að tilkynna það inn til okkar og láti þá vita um staðsetningu og tíma og sendi þá myndir. Einnig að menn geri það sem fyrst svo að við náum á staðinn áður en mengunin er horfin,“ segir Árni.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira