Hugmyndir Maduro kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Um er að ræða 500 manna stjórnlagaþing sem afgreiða á breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni, auk þess sem stjórnlagaþingið fengi heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna. Þannig yrði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið verður um hugmyndirnar í lok þessa mánaðar.
Stjórnarandstæðingar hafa tekið afar illa í þessar hugmyndir og hafa hörð mótmæli geisað í landinu allt frá því að þær voru kynntar fyrir 107 dögum síðan. Yfir hundrað manns hafa týnt lífi í mótmælunum undanfarnar vikur.
Í atkvæðagreiðslu dagsins var spurt að því hvort gera ætti fyrrnefndar breytingar, og hvort kjósa eigi að nýju, en að óbreyttu mun Maduro sitja í embætti til ársins 2018. Settir voru upp 2.030 kjörstaðir víðs vegar um landið í dag. Maduro lýsti því yfir í dag að atkvæðagreiðslan væri algjörlega þýðingarlaus.
Maduro er sakaður um einræðistilburði og að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu, en mótmæli hafa verið tíð í landinu allt frá því hann tók við af forvera sínum Hugo Chavez árið 2014.
#Video purports to show shooting at voting center in #Venezuela https://t.co/LPzTFWqZ46 pic.twitter.com/v22tYCMV67
— Sputnik (@SputnikInt) July 16, 2017