Þekkir ráðherra eigin stefnu? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 17. júlí 2017 09:00 Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra gerði mér þann heiður að svara skrifum mínum á þessum vettvangi í síðustu viku. Þorsteinn er ósáttur við að ég skuli benda á að ríkisstjórn hans hugi ekki fyrst og fremst að þeim sem verst hafa það. Þorsteinn virðist reyndar eitthvað misskilja grein mína, þar sem hann segir mig telja „að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu.“ Ekki einu sinni núverandi ríkisstjórn mundi vera svo ósvífin að gera ekkert fyrir þau verst settu. Það að ætla að gera eitthvað, segir hins vegar ekkert um hverjar áherslurnar eru. Stjórnmál snúast að stórum hluta til um forgangsröðun og hvergi birtist forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar betur en í nýsamþykktri fjármálastefnu. Þar hefur ríkisstjórnin lagt línurnar fyrir næstu fimm ár. Miðað við orð Þorsteins vaknar sú spurning hvort ráðherra þekki ekki stefnu eigin ríkisstjórnar. Því hvað er þar að finna? Jú, þak er sett á ríkisútgjöld þannig að þau verða að vera ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Sem sagt, dragist landsframleiðsla saman verður að draga úr ríkisútgjöldum. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að efnahagslífið bólgni áfram út, gerist slíkt ekki þarf einfaldlega að draga úr ríkisútgjöldum. Þorsteinn segir að velferðin sé í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn og kemur m.a. inn á bótakerfið. Í því samhengi er ágætt að skoða hækkun lífeyris almannatrygginga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áætlað er að hún verði á bilinu 3,1 til 4,8% á tímabilinu 2018 til 2022. Og hvað þýðir það? Jú, ef við gefum okkur 4,8% hækkun þá þýðir það að óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir mun hækka í um 239 þúsund krónur á mánuði í byrjun árs 2018. Og það, kæri Þorsteinn, er ekki nóg. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar ekki að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki. Að láta þau sem betur hafa það leggja meira til samneyslunnar. Að afla tekna til að bæta hag þeirra verst settu. Það væri alvöru velferð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra gerði mér þann heiður að svara skrifum mínum á þessum vettvangi í síðustu viku. Þorsteinn er ósáttur við að ég skuli benda á að ríkisstjórn hans hugi ekki fyrst og fremst að þeim sem verst hafa það. Þorsteinn virðist reyndar eitthvað misskilja grein mína, þar sem hann segir mig telja „að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu.“ Ekki einu sinni núverandi ríkisstjórn mundi vera svo ósvífin að gera ekkert fyrir þau verst settu. Það að ætla að gera eitthvað, segir hins vegar ekkert um hverjar áherslurnar eru. Stjórnmál snúast að stórum hluta til um forgangsröðun og hvergi birtist forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar betur en í nýsamþykktri fjármálastefnu. Þar hefur ríkisstjórnin lagt línurnar fyrir næstu fimm ár. Miðað við orð Þorsteins vaknar sú spurning hvort ráðherra þekki ekki stefnu eigin ríkisstjórnar. Því hvað er þar að finna? Jú, þak er sett á ríkisútgjöld þannig að þau verða að vera ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Sem sagt, dragist landsframleiðsla saman verður að draga úr ríkisútgjöldum. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að efnahagslífið bólgni áfram út, gerist slíkt ekki þarf einfaldlega að draga úr ríkisútgjöldum. Þorsteinn segir að velferðin sé í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn og kemur m.a. inn á bótakerfið. Í því samhengi er ágætt að skoða hækkun lífeyris almannatrygginga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áætlað er að hún verði á bilinu 3,1 til 4,8% á tímabilinu 2018 til 2022. Og hvað þýðir það? Jú, ef við gefum okkur 4,8% hækkun þá þýðir það að óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir mun hækka í um 239 þúsund krónur á mánuði í byrjun árs 2018. Og það, kæri Þorsteinn, er ekki nóg. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar ekki að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki. Að láta þau sem betur hafa það leggja meira til samneyslunnar. Að afla tekna til að bæta hag þeirra verst settu. Það væri alvöru velferð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun