Mál skólastjórans fellt niður: „Búið að reyna gríðarlega mikið á alla“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2017 17:54 Margrét Pála Ólafsdóttir, forsvarsmaður Hjallastefnunnar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem var til skoðunar hjá barnaverndarnefnd vegna ásakana um ofbeldi gegn barni, hefur verið fellt niður. Mál starfsmanns skólans, sem einnig var grunaður um ofbeldi, er enn í vinnslu. RÚV greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, í samtali við Vísi. Skólastjórinn mun mæta aftur til starfa eftir sumarfrí. „Því máli er lokið og það reyndist vera að ekkert hafi verið athugavert við störf skólastjóra með tilteknu barni. Hún mætir vitaskuld aftur til vinnu. Hún hafði áður en þetta varð tekið ákvörðun um að vera eingöngu í kennslu næsta vetur enda er hún í hópi okkar bestu og reyndustu kennara og kemur vitaskuld aftur til starfa,“ segir Margrét Pála. Heimildir fréttastofu hermdu að skólastjórinn hefði verið sakaður um að hafa setið ofan á einum dreng í nokkurn tíma. Hitt málið, mál starfsmannsins, er nokkuð stærra en sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Ekki er vitað hvenær niðurstaðna úr hans máli er að vænta. Aðspurð segir Margrét Pála að hann muni ekki koma aftur til starfa nema ásakanir í hans garð verði hreinsaðar.Hætta á að fólk felli sjálft dóma Margrét Pála segir málin tvö hafa tekið á marga. „Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á alla - allt starfsfólk, foreldra, börn og Hjallastefnuna í heild. Og miklu meira en gerist venjulega þegar tilkynnt er til barnaverndar vegna þess að málin rötuðu í fjölmiðla áður en þau voru skoðuð. Þá er alltaf hætta á að fólk felli dóm áður en niðurstaða liggur fyrir.“ Hún tekur fram að tilkynningar til barnaverndarnefndar hlaupi á þúsundum árlega, og að nefndin þurfi ráðrúm til þess að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Við þurfum kannski öll að æfa okkur í þeirri tilhugsun að Barnaverndarnefnd eigi ekki að vera þessi gamla grýla heldur sjálfsagður aðili, alltaf ef einhver vill skoða eitthvað í aðbúnaði barna.“ Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Mál skólastjóra Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, sem var til skoðunar hjá barnaverndarnefnd vegna ásakana um ofbeldi gegn barni, hefur verið fellt niður. Mál starfsmanns skólans, sem einnig var grunaður um ofbeldi, er enn í vinnslu. RÚV greindi fyrst frá. Þetta staðfestir Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, í samtali við Vísi. Skólastjórinn mun mæta aftur til starfa eftir sumarfrí. „Því máli er lokið og það reyndist vera að ekkert hafi verið athugavert við störf skólastjóra með tilteknu barni. Hún mætir vitaskuld aftur til vinnu. Hún hafði áður en þetta varð tekið ákvörðun um að vera eingöngu í kennslu næsta vetur enda er hún í hópi okkar bestu og reyndustu kennara og kemur vitaskuld aftur til starfa,“ segir Margrét Pála. Heimildir fréttastofu hermdu að skólastjórinn hefði verið sakaður um að hafa setið ofan á einum dreng í nokkurn tíma. Hitt málið, mál starfsmannsins, er nokkuð stærra en sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Ekki er vitað hvenær niðurstaðna úr hans máli er að vænta. Aðspurð segir Margrét Pála að hann muni ekki koma aftur til starfa nema ásakanir í hans garð verði hreinsaðar.Hætta á að fólk felli sjálft dóma Margrét Pála segir málin tvö hafa tekið á marga. „Þetta er búið að reyna gríðarlega mikið á alla - allt starfsfólk, foreldra, börn og Hjallastefnuna í heild. Og miklu meira en gerist venjulega þegar tilkynnt er til barnaverndar vegna þess að málin rötuðu í fjölmiðla áður en þau voru skoðuð. Þá er alltaf hætta á að fólk felli dóm áður en niðurstaða liggur fyrir.“ Hún tekur fram að tilkynningar til barnaverndarnefndar hlaupi á þúsundum árlega, og að nefndin þurfi ráðrúm til þess að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. „Við þurfum kannski öll að æfa okkur í þeirri tilhugsun að Barnaverndarnefnd eigi ekki að vera þessi gamla grýla heldur sjálfsagður aðili, alltaf ef einhver vill skoða eitthvað í aðbúnaði barna.“
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir síðustu daga hafa reynst sársaukafullir. 2. júlí 2017 20:34
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00