Munurinn á Hamilton og Vettel í stigakeppni ökumanna er kominn niður í 1 stig, Vettel í vil.
Verstappen vann sig fram úr Vettel strax í ræsingunni. Verstappen gerði sig líklegan til að taka fram úr Kimi Raikkonen líka í ræsingunni en Finninn hélt Verstappen fyrir aftan sig.
Öryggisbíllinn var kallaður út þegar liðsfélagarnir hjá Toro Rosso, Carlos Sainz og Daniil Kvyat lentu í samstuði. Klaufaleg mistök hjá liðsfélugunum. Sainz þurfti að hætta keppni en Kvyat gat haldið áfram.
Jolyon Palmer hætti keppni á Renault bílnum á upphitunarhringnum. Glussakerfiðí bílnum gaf sig að sögn Palmer. Það þurfti því að taka auka upphitunarhring á meðan bíllinn var fjarlægður.
Valtteri Bottas ók gríðarlega vel og var búinn að vinna sig upp í fimmta sæti úr því níunda á áttunda hring.
Kvyat fékk refsingu og þurfti að aka í gegnum þjónustusvæðið fyrir að koma á áöruggan hátt inn á brautina aftur.
Vettel tók fram úr Verstappen á 14. hring en Verstappen svaraði fyrir sig og baráttan varð mjög hörð á milli þeirra í kjölfarið. Vettel og Verstappen töpuðu tíma í innri baráttu sinni og Bottas sótti hratt að þeim og var mættur á 17. hring aftan á gírkassann hjá Vettel.

Vettel komst fram úr Hulkenberg næsta auðveldlega á 22 hring og var þá orðinn fjórði með Mercedes menn og Raikkonen fyrir framan sig.
Raikkonen kom inn á þjónustusvæðið á 25. hring. Bottas var þar með orðinn annar í keppninni. Hamilton kom svo inn á þjónustusvæðið næsta hring á eftir. Hamilton hélt forystunni en Bottas var mjög skammt á eftir honum.
Bottas kom inn á 32. hring og skilaði mjúku dekkjunum og fékk ofur-mjúk dekk undir. Hann kom út á brautina fyrir aftan Vettel. Bottas var þá orðinn fjórði. Bottas sótti mjög hratt. Hann var að vinna niður bilið í Vettel um sekúndu á hverjum hring fyrstu hringina eftir þjónustuhlé. Á 42. hring komst Bottas innan við sekúndu frá Vettel. Bottas reyndi svo á næsta hring.
Vettel gat ekkert gert þegar Bottas stað verðlaunasætinu af Vettel á 44. hring. Bottas var þá búinn að vinna sig upp um sex sæti.
Vinstri framdekkin á báðum Ferrari bílunum sprungu á síðustu metrum keppninnar og hleypti miklu drama í keppnina undir lokin.