Sunna lagði Kelly D'Angelo að velli í Invicta-bardaga í Kansas í Bandaríkjunum og er nú ósigruð í fyrstu þremur atvinnumannabardögum sínum.
Freyr óskaði henni til hamingju á Twitter í morgun en bætti um betur á blaðamannafundinum. Þegar Freyr var spurður hvort hann vildi eitthvað segja áður en spurningar frá blaðamönnum voru leyfðar tók þjálfarinn til máls.
„Ég vil bara byrja á því að óska Sunnu til hamingju með sigurinn í nótt. Þetta var meiri háttar. Alveg frábær bardagi sem enginn okkar sá því við þurftum að sofa. Við kíktum aðeins á þetta í morgun. Bara vel gert, Sunna. Allar stelpurnar voru sáttar með hana. Svo var hún líka í búningnum sem var geggjað,“ sagði Freyr Alexandersson.
Sunna var í landsliðstreyju númer sex í Kansas í nótt sem er númer Hólmfríðar Magnúsdóttur en treyjuna fékk hún að gjöf frá íslensku landsliðsstelpunum. Stelpurnar okkar ætla svo að horfa á bardagann í kvöld.
Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Áfram @sunnatsunami mætt í íslensku treyjunni til leiks, getur ekki klikkað! #mma #InvictaFC24 pic.twitter.com/2o2B7TESdX
— Áslaug Arna (@aslaugarna) July 16, 2017
@sunnatsunami aldrei spurning. Til hamingju meistari. Grjóthörð #dottir
— Freyr Alexandersson (@freyrale) July 16, 2017