Innlent

Búið er að loka fyrir metangaslekann í Olís í Mjódd

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Metanafgreiðslustöð Olís í Mjódd. Slökkviliðsmenn vinna að því að stöðva lekann.
Metanafgreiðslustöð Olís í Mjódd. Slökkviliðsmenn vinna að því að stöðva lekann. Vísir/Birna
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Olís í Mjódd vegna metangasleka.

Samkvæmt vakthafandi varðstjóra var svæðið rýmt. Ekki er talið að um mikinn hafi verið að ræða.

Uppfært 22:19

Þórður Bogason, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að búa sé að loka fyrir lekann og því sé enginn hætta á ferðum lengur. Þórður segir þetta ekki hafa skemmt út frá sér.

„Þetta dreifist hratt út í loftið og þeir náðu að taka allar hlífar af og skrúfa fyrir dælu á öryggisloki sem var bilað. Þetta gekk allt ljómandi vel og það er engin hætta á ferðum lengur,“ segir Þórður og nefnir að svona lekar séu ekki algengir.





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×