Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:49 Áslaug Ýr Hjartardóttir fetaði í fótspor systur sinnar og stefndi ríkinu. Hún tapaði málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Anton Brink Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona sem fór í mál við ríkið vegna synjunar um túlkaþjónustu, tapaði máli sínu í dag frammi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar. Henni var synjað um túlkinn og fór í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stóð frammi fyrir.Gagnrýnir niðurstöðuna harðlegaÁslaug tjáði sig um dóminn, sem féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni núna síðdegis. Hún gagnrýnir Ísland fyrir að hafa snúið baki við alþjóðasamfélagi og segist ekki getað kallað sig stoltan Íslending fyrr en mannrétti séu í höfn. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifar Áslaug. „Ég ætla ekki að kalla mig stoltan Íslending fyrr en ég næ mannréttindunum upp úr kafinu og get haldið áfram leið mína út i heim, þar sem alþjóðasamfélag ríkir.”Ætlar að áfrýjaÞá gagnrýnir Áslaug Ísland fyrir að vera „sjálfstætt eyland“ þar sem „aumingjarnir“ sitja eftir með sárt ennið og reyna að halda sér á floti. „Má ég kynna forréttindaþjóðina Ísland? Hér er túlkaþjónusta lúxus og daufblindir læknast þegar þeir stíga út fyrir landssteinana. Alþjóðasamfélagið kemur okkur víst ekkert við, Ísland er sjálfstætt eyland sem er betri en öll hin löndin. Staðan er svo góð að munurinn á nauðsyn og lúxus týnist í köldu Atlantshafinu. Eftir sitjum við ,,aumingjarnir“ með sárt ennið og reynum að halda okkur á floti á þessum litla fleka á meðan við reynum að fiska mannréttindin okkar aftur upp með línu,“ skrifar Áslaug, sem er sýnilega mjög ósátt við niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu er baráttu Áslaugar ekki lokið en hún mun áfrýja málinu til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Sjá meira
Áslaug Ýr Hjartardóttir, daufblind kona sem fór í mál við ríkið vegna synjunar um túlkaþjónustu, tapaði máli sínu í dag frammi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. Áslaug er daufblind og sótti um aðstoð túlks í sumarbúðum fyrir daufblind börn í Svíþjóð í sumar. Henni var synjað um túlkinn og fór í mál við íslenska ríkið vegna þess. Systir Áslaugar, Snædís Rán Hjartardóttir, vann sambærilegt túlkamál gegn ríkinu fyrir tveimur árum, sem virðist ekki hafa áhrif í þeirri baráttu sem Áslaug stóð frammi fyrir.Gagnrýnir niðurstöðuna harðlegaÁslaug tjáði sig um dóminn, sem féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni núna síðdegis. Hún gagnrýnir Ísland fyrir að hafa snúið baki við alþjóðasamfélagi og segist ekki getað kallað sig stoltan Íslending fyrr en mannrétti séu í höfn. „Dómur féll í málinu í dag og var það niðurstaða dómara að sýkna SHH og ríkið. Hins vegar fékk ég gjafsókn, sem er í sjálfu sér örlítill sigur og ég tek slíku sem hvatningu. Þetta segir mér þó aðeins að breyta þarf lögum og reglum landsins okkar til að tryggja mannréttindi okkar allra,“ skrifar Áslaug. „Ég ætla ekki að kalla mig stoltan Íslending fyrr en ég næ mannréttindunum upp úr kafinu og get haldið áfram leið mína út i heim, þar sem alþjóðasamfélag ríkir.”Ætlar að áfrýjaÞá gagnrýnir Áslaug Ísland fyrir að vera „sjálfstætt eyland“ þar sem „aumingjarnir“ sitja eftir með sárt ennið og reyna að halda sér á floti. „Má ég kynna forréttindaþjóðina Ísland? Hér er túlkaþjónusta lúxus og daufblindir læknast þegar þeir stíga út fyrir landssteinana. Alþjóðasamfélagið kemur okkur víst ekkert við, Ísland er sjálfstætt eyland sem er betri en öll hin löndin. Staðan er svo góð að munurinn á nauðsyn og lúxus týnist í köldu Atlantshafinu. Eftir sitjum við ,,aumingjarnir“ með sárt ennið og reynum að halda okkur á floti á þessum litla fleka á meðan við reynum að fiska mannréttindin okkar aftur upp með línu,“ skrifar Áslaug, sem er sýnilega mjög ósátt við niðurstöðu héraðsdóms. Samkvæmt heimildum fréttastofu er baráttu Áslaugar ekki lokið en hún mun áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23 Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Sjá meira
Lögmaður Áslaugar segir ekkert heimila ríkinu að sniðganga mannréttindi fólks Páll Rúnar M. Kristjánsson segir samfélagið verða fyrir tjóni að njóta ekki mikils og jákvæðs framlags Áslaugar ef hún fær ekki túlkaþjónustu. 22. júní 2017 17:23
Fetar í fótspor systur sinnar og stefnir ríkinu vegna mismununar Áslaug Ýr Hjartardóttir er með samþætta sjón- og heyraskerðingu. Hún ætlar í sumarbúðir í Svíþjóð í sumar en ríkið neitar að greiða launakostnað túlks. 22. júní 2017 16:03