Innlent

Umsóknir verði afgreiddar hratt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Laxeldi í Arnarfirði.?Mynd/Erlendur Gíslason
Laxeldi í Arnarfirði.?Mynd/Erlendur Gíslason
„Það er krafa sveitarfélaganna að afgreiðsla á umsóknum um laxeldisleyfi verði unnin á þeim hraða sem lög og góð stjórnsýsla mæla fyrir um,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá sveitarfélögum á Vestfjörðum. Ekki megi draga afgreiðsluna svo mánuðum eða árum skipti undir yfirskini manneklu eða fjárskorts.

Í yfirlýsingunni segir að það sé álit sveitarfélaganna að laxeldi teljist umhverfisvænt með tilliti til þess hve litlu álagi það veldur á auðlindir og loftlagsmál í samanburði við annað eldi. Landnotkun og kolefnisfótspor laxeldis sé þannig margfalt minna en af eldi kjúklinga, svína eða nautgripa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×