Trump og Macron leika á als oddi í París Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2017 20:30 Donald Trump og Emmanuel Macron í París í dag. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania komu til Parísar í dag en forsetinn mun taka þátt í dagskrá þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludeginum, á morgun til að minnast þess að á þessu ári eru hundrað ár liðinn frá því Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Emmanuel Macron forseti Frakklands tók vel á móti Trump við forsetahöllina en Frakkar hafa alla tíð verið þákklátir Bandaríkjamönnum fyrir þátttöku þeirra í báðum heimsstyrjöldunum og frelsun Parísar í þeirri síðari. Í fljótu bragði virðast þeir Trump og Macron ekki eiga mikið sameiginlegt en þeir hafa báðir hver með sínum hætti hrært upp í hefðbundnum stjórnmálum landa sinna og eiga báðir rætur í fjármálaheiminum og atvinnulífinu. Enda fór vel á með forsetunum við Elysee höll í dag. Macron og Birgitte forsetafrú sýndu bandarísku forsetahjónunum meðal annars grafhýsi Napoleon Bonaparte síðdegis en á fundum sínum munu forsetarnir m.a. ræða ástand mála í Sýrlandi sem og samvinnu ríkjanna í baráttunni við skipulögð hryðjuverkasamtök. Í kvöld munu frönsku og bandarísku forsetahjónin síðan snæða saman í Effelturninum. Trump er eflaust feginn að fá frið frá Rússlandsmálinu en hann hefur nánast verið ósýnilegur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í um viku og Hvíta húsið hefur svo gott sem skrúfað fyrir að fréttamannafundir þar séu teknir upp á kvikmyndavélar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig annars staðar en á Twitter um nýjustu uppljóstranir varðandi tölvusamskipti sonar hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra og fund hans með rússneskum lögmanni. Trump sagði á Twitter í gær að hann hafi ekki vitað af þessum fundi fyrr en fyrir tveim til þremur dögum. Á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna í dag sagði Trump að hann teldi að flestir í bandarískum stjórnmálum hefðu mætt á fund eins og þann sem sonur hans, kosningastjóri og tengdasonur mættu á með rússneska lögmanninum. „Ég á son sem er frábær ungur maður, hann er góður maður. Hann átti fund með lögfræðingi frá Rússlandi. Hann stóð mjög stutt og það kom ekkert út úr þessum fundi. Ég held að þetta hafi verið fundur sem flestir stjórnmálmenn hefðu sennilega mætt á,“ sagði Trump. Formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði í dag að Donald Trump yngri og Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump eldra verði báðir kallaðir fyrir nefndina jafnvel strax í næstu viku. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania komu til Parísar í dag en forsetinn mun taka þátt í dagskrá þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludeginum, á morgun til að minnast þess að á þessu ári eru hundrað ár liðinn frá því Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Emmanuel Macron forseti Frakklands tók vel á móti Trump við forsetahöllina en Frakkar hafa alla tíð verið þákklátir Bandaríkjamönnum fyrir þátttöku þeirra í báðum heimsstyrjöldunum og frelsun Parísar í þeirri síðari. Í fljótu bragði virðast þeir Trump og Macron ekki eiga mikið sameiginlegt en þeir hafa báðir hver með sínum hætti hrært upp í hefðbundnum stjórnmálum landa sinna og eiga báðir rætur í fjármálaheiminum og atvinnulífinu. Enda fór vel á með forsetunum við Elysee höll í dag. Macron og Birgitte forsetafrú sýndu bandarísku forsetahjónunum meðal annars grafhýsi Napoleon Bonaparte síðdegis en á fundum sínum munu forsetarnir m.a. ræða ástand mála í Sýrlandi sem og samvinnu ríkjanna í baráttunni við skipulögð hryðjuverkasamtök. Í kvöld munu frönsku og bandarísku forsetahjónin síðan snæða saman í Effelturninum. Trump er eflaust feginn að fá frið frá Rússlandsmálinu en hann hefur nánast verið ósýnilegur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í um viku og Hvíta húsið hefur svo gott sem skrúfað fyrir að fréttamannafundir þar séu teknir upp á kvikmyndavélar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig annars staðar en á Twitter um nýjustu uppljóstranir varðandi tölvusamskipti sonar hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra og fund hans með rússneskum lögmanni. Trump sagði á Twitter í gær að hann hafi ekki vitað af þessum fundi fyrr en fyrir tveim til þremur dögum. Á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna í dag sagði Trump að hann teldi að flestir í bandarískum stjórnmálum hefðu mætt á fund eins og þann sem sonur hans, kosningastjóri og tengdasonur mættu á með rússneska lögmanninum. „Ég á son sem er frábær ungur maður, hann er góður maður. Hann átti fund með lögfræðingi frá Rússlandi. Hann stóð mjög stutt og það kom ekkert út úr þessum fundi. Ég held að þetta hafi verið fundur sem flestir stjórnmálmenn hefðu sennilega mætt á,“ sagði Trump. Formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði í dag að Donald Trump yngri og Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump eldra verði báðir kallaðir fyrir nefndina jafnvel strax í næstu viku.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira