Trump og Macron leika á als oddi í París Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2017 20:30 Donald Trump og Emmanuel Macron í París í dag. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania komu til Parísar í dag en forsetinn mun taka þátt í dagskrá þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludeginum, á morgun til að minnast þess að á þessu ári eru hundrað ár liðinn frá því Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Emmanuel Macron forseti Frakklands tók vel á móti Trump við forsetahöllina en Frakkar hafa alla tíð verið þákklátir Bandaríkjamönnum fyrir þátttöku þeirra í báðum heimsstyrjöldunum og frelsun Parísar í þeirri síðari. Í fljótu bragði virðast þeir Trump og Macron ekki eiga mikið sameiginlegt en þeir hafa báðir hver með sínum hætti hrært upp í hefðbundnum stjórnmálum landa sinna og eiga báðir rætur í fjármálaheiminum og atvinnulífinu. Enda fór vel á með forsetunum við Elysee höll í dag. Macron og Birgitte forsetafrú sýndu bandarísku forsetahjónunum meðal annars grafhýsi Napoleon Bonaparte síðdegis en á fundum sínum munu forsetarnir m.a. ræða ástand mála í Sýrlandi sem og samvinnu ríkjanna í baráttunni við skipulögð hryðjuverkasamtök. Í kvöld munu frönsku og bandarísku forsetahjónin síðan snæða saman í Effelturninum. Trump er eflaust feginn að fá frið frá Rússlandsmálinu en hann hefur nánast verið ósýnilegur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í um viku og Hvíta húsið hefur svo gott sem skrúfað fyrir að fréttamannafundir þar séu teknir upp á kvikmyndavélar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig annars staðar en á Twitter um nýjustu uppljóstranir varðandi tölvusamskipti sonar hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra og fund hans með rússneskum lögmanni. Trump sagði á Twitter í gær að hann hafi ekki vitað af þessum fundi fyrr en fyrir tveim til þremur dögum. Á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna í dag sagði Trump að hann teldi að flestir í bandarískum stjórnmálum hefðu mætt á fund eins og þann sem sonur hans, kosningastjóri og tengdasonur mættu á með rússneska lögmanninum. „Ég á son sem er frábær ungur maður, hann er góður maður. Hann átti fund með lögfræðingi frá Rússlandi. Hann stóð mjög stutt og það kom ekkert út úr þessum fundi. Ég held að þetta hafi verið fundur sem flestir stjórnmálmenn hefðu sennilega mætt á,“ sagði Trump. Formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði í dag að Donald Trump yngri og Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump eldra verði báðir kallaðir fyrir nefndina jafnvel strax í næstu viku. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania komu til Parísar í dag en forsetinn mun taka þátt í dagskrá þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludeginum, á morgun til að minnast þess að á þessu ári eru hundrað ár liðinn frá því Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Emmanuel Macron forseti Frakklands tók vel á móti Trump við forsetahöllina en Frakkar hafa alla tíð verið þákklátir Bandaríkjamönnum fyrir þátttöku þeirra í báðum heimsstyrjöldunum og frelsun Parísar í þeirri síðari. Í fljótu bragði virðast þeir Trump og Macron ekki eiga mikið sameiginlegt en þeir hafa báðir hver með sínum hætti hrært upp í hefðbundnum stjórnmálum landa sinna og eiga báðir rætur í fjármálaheiminum og atvinnulífinu. Enda fór vel á með forsetunum við Elysee höll í dag. Macron og Birgitte forsetafrú sýndu bandarísku forsetahjónunum meðal annars grafhýsi Napoleon Bonaparte síðdegis en á fundum sínum munu forsetarnir m.a. ræða ástand mála í Sýrlandi sem og samvinnu ríkjanna í baráttunni við skipulögð hryðjuverkasamtök. Í kvöld munu frönsku og bandarísku forsetahjónin síðan snæða saman í Effelturninum. Trump er eflaust feginn að fá frið frá Rússlandsmálinu en hann hefur nánast verið ósýnilegur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í um viku og Hvíta húsið hefur svo gott sem skrúfað fyrir að fréttamannafundir þar séu teknir upp á kvikmyndavélar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig annars staðar en á Twitter um nýjustu uppljóstranir varðandi tölvusamskipti sonar hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra og fund hans með rússneskum lögmanni. Trump sagði á Twitter í gær að hann hafi ekki vitað af þessum fundi fyrr en fyrir tveim til þremur dögum. Á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna í dag sagði Trump að hann teldi að flestir í bandarískum stjórnmálum hefðu mætt á fund eins og þann sem sonur hans, kosningastjóri og tengdasonur mættu á með rússneska lögmanninum. „Ég á son sem er frábær ungur maður, hann er góður maður. Hann átti fund með lögfræðingi frá Rússlandi. Hann stóð mjög stutt og það kom ekkert út úr þessum fundi. Ég held að þetta hafi verið fundur sem flestir stjórnmálmenn hefðu sennilega mætt á,“ sagði Trump. Formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði í dag að Donald Trump yngri og Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump eldra verði báðir kallaðir fyrir nefndina jafnvel strax í næstu viku.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira