Sóttvarnalæknir sendi út tilmæli til lækna vegna saurmengunar í Faxaskjóli Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júlí 2017 19:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Sóttvarnalæknir segir að saurmengaður sjór geti skapað hættu á fjölmörgum sýkingum. Þar má nefna húðsýkingar, ertingu í húð og lifrarbólgu A. Sóttvarnalæknir fundaði með Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna saurmengunar við dælustöðina í Faxaskjóli í dag. Þá sendi hann út tilmæli til lækna vegna mengunarinnar. Viðgerð á dælustöðinni í Faxaskjóli er enn ólokið en hún hefur reynst tímafrekari en áætlað var. Niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 7. júlí leiddu í ljós að magn saurgerla í sjónum austan megin við dælustöðina er vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni. Vestan megin við dælustöðina var magnið undiðr viðmiðunarmörkum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að saurmengaður sjór skapi hættu á fjölmörgum sýkingum fyrir þá sem komast í snertingu við hann. „Í fyrsta lagi geta menn fengið húðsýkingar og ertingu í húð af völdum sýklanna sem eru í saurmenguninni. Ef að mengunin kemst ofan í menn, upp í menn og ofan í maga, þá geta menn fengið einkenni frá meltingarvegi, niðurgangspest o.s.frv. Sumar veirur geta valdið veikindum eins og lifrarbólgu A en hún er mjög sjaldgæf hér á landi svo ég tel ekki miklar líkur á því að það geti gerst,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir boðaði starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til fundar í dag til að ræða saurmengunina í Faxaskjóli. Hann segir að tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið að fara yfir stöðuna. „Við höfum sent læknum hér á höfuðborgarsvæðinu upplýsingar um þá sýkingarhættu sem getur stafað af svona saurmengun og beðið þá um að vera á varðbergi og tilkynna til okkar ef þeir finna slík tilfelli. Síðan held ég að við þurfum almennt að gefa leiðbeiningar um þá hættu sem getur hugsanlega stafað af því að vera í svona mengun. Við bendum fólki á að fylgjast vel með eftirliti Heilbrigðiseftirlitsins hér við strendur. Það eru til mælingar þar sem fólk getur séð magn sýkla og gerla í sjónum og þannig tekið upplýsta ákvörðun um hvort það vilji baða sig þar eða ekki.“ Landlæknisembættið birti á sjötta tímanum í dag yfirlýsingu á vefsíðu embættisins um saurmengunina í Faxaskjóli. Þar segir að enn sem komið er hafi engar tilkynningar vegna veikinda af völdum saurmengunar í Faxaskjóli borist embættinu. Þórólfur segir að upplýsingagjöf sveitarfélaga um magn saurgerla í sjó mætti vera betri. Ekki sé samræmt verklag hjá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna og stundum sé erfitt að nálgast upplýsingar. Sem stendur er hættulaust að baða sig í Nauthólsvík því saurmengunin hefur ekki borist þangað. „Ég myndi hins vegar ekki ráðleggja fólki að vera í Faxaskjóli nálægt þessari dælustöð sem er biluð fyrr en mælingar sýna óyggjandi að magn gerla er innan marka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar mennta- og barnamálaráðherra Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að saurmengaður sjór geti skapað hættu á fjölmörgum sýkingum. Þar má nefna húðsýkingar, ertingu í húð og lifrarbólgu A. Sóttvarnalæknir fundaði með Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna saurmengunar við dælustöðina í Faxaskjóli í dag. Þá sendi hann út tilmæli til lækna vegna mengunarinnar. Viðgerð á dælustöðinni í Faxaskjóli er enn ólokið en hún hefur reynst tímafrekari en áætlað var. Niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 7. júlí leiddu í ljós að magn saurgerla í sjónum austan megin við dælustöðina er vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni. Vestan megin við dælustöðina var magnið undiðr viðmiðunarmörkum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að saurmengaður sjór skapi hættu á fjölmörgum sýkingum fyrir þá sem komast í snertingu við hann. „Í fyrsta lagi geta menn fengið húðsýkingar og ertingu í húð af völdum sýklanna sem eru í saurmenguninni. Ef að mengunin kemst ofan í menn, upp í menn og ofan í maga, þá geta menn fengið einkenni frá meltingarvegi, niðurgangspest o.s.frv. Sumar veirur geta valdið veikindum eins og lifrarbólgu A en hún er mjög sjaldgæf hér á landi svo ég tel ekki miklar líkur á því að það geti gerst,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir boðaði starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til fundar í dag til að ræða saurmengunina í Faxaskjóli. Hann segir að tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið að fara yfir stöðuna. „Við höfum sent læknum hér á höfuðborgarsvæðinu upplýsingar um þá sýkingarhættu sem getur stafað af svona saurmengun og beðið þá um að vera á varðbergi og tilkynna til okkar ef þeir finna slík tilfelli. Síðan held ég að við þurfum almennt að gefa leiðbeiningar um þá hættu sem getur hugsanlega stafað af því að vera í svona mengun. Við bendum fólki á að fylgjast vel með eftirliti Heilbrigðiseftirlitsins hér við strendur. Það eru til mælingar þar sem fólk getur séð magn sýkla og gerla í sjónum og þannig tekið upplýsta ákvörðun um hvort það vilji baða sig þar eða ekki.“ Landlæknisembættið birti á sjötta tímanum í dag yfirlýsingu á vefsíðu embættisins um saurmengunina í Faxaskjóli. Þar segir að enn sem komið er hafi engar tilkynningar vegna veikinda af völdum saurmengunar í Faxaskjóli borist embættinu. Þórólfur segir að upplýsingagjöf sveitarfélaga um magn saurgerla í sjó mætti vera betri. Ekki sé samræmt verklag hjá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna og stundum sé erfitt að nálgast upplýsingar. Sem stendur er hættulaust að baða sig í Nauthólsvík því saurmengunin hefur ekki borist þangað. „Ég myndi hins vegar ekki ráðleggja fólki að vera í Faxaskjóli nálægt þessari dælustöð sem er biluð fyrr en mælingar sýna óyggjandi að magn gerla er innan marka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar mennta- og barnamálaráðherra Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Sjá meira