Innlent

Nýr fundur boðaður eftir há­degi eftir „já­kvæða fram­vindu“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ástráður Haraldsson segir ómögulegt að segja til um hvort deiluaðilum takist að ná saman en að hann gleðjist þegar samninganefndir séu í jákvæðum fasa.
Ástráður Haraldsson segir ómögulegt að segja til um hvort deiluaðilum takist að ná saman en að hann gleðjist þegar samninganefndir séu í jákvæðum fasa. Vísir/Vilhelm

Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir kennara, ríkis- og sveitarfélaga til fundar klukkan eitt í dag en fundarhöld stóðu fram á níunda tímann í gærkvöldi.

Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið hjá samninganefndum í kennaradeilunni í gær og að jákvæð framvinda hafi orðið en bætir þó við um leið að ómögulegt sé að spá fyrir um hversu mikið sé eftir eða hvort þeim takist að ná saman. Á meðan samninganefndirnar séu í jákvæðum fasa þá gleðjist hann.

Sáttafundur hefst um eitt leytið í dag en Ástráður segir að þangað til sé fólk að vinna heima og að undirbúa svör við spurningum sem út af stóðu eftir fundarhöld gærdagsins.

Annar fasi í verkföllum kennara hófst á mánudag sem þýðir að um fimm þúsund börn í alls 21 leik- og grunnskóla eru frá skóla. Síðdegis í gær boðuðu framhaldsskólakennarar síðan til ótímabundins verkfalls í fimm framhaldsskólum sem á að hefjast 21. febrúar hafi samningar ekki náðst.


Tengdar fréttir

Gengur vel á óvænta fundinum

Ríkissáttasemjari boðaði formann Kennarasambands Íslands óvænt á fund fyrr í dag. Hann segir samtölin hafa „skriðið ágætlega áfram í dag.“

Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum

Verkföll hefjast í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×