Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2017 21:00 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss skömmu fyrir landnám svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. Meira um þetta má sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan. Drumbabót er talin ein besta sönnun þeirra orða Ara fróða í Íslendingabók að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið á milli fjalls og fjöru. Þar má enn sjá leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi skömmu fyrir landnám; trjádrumba sem standa upp úr sandinum og eru allt að þrjátíu sentímetra sverir.Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Líklegast þykir að eldgos í Kötlu hafi orsakað jökulhlaupið og nú hefur hópi vísindamanna tekist að tímasetja hamfarirnar með mikilli nákvæmni. Greint hefur verið frá niðurstöðunum í erlendum vísindaritum sem og á heimasíðu Skógræktar ríkisins en sérfræðingur hennar, Ólafur Eggertsson, er meðal þeirra sem unnu að rannsókninni.Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura er talið hafa eytt skóginum. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Aldursgreiningin byggði á nokkrum þáttum, eins og C-14 geislakolsmælingu og talningu árhringja, og staðfesti að skógurinn eyddist allur í sama jökulhlaupinu. Ysti árhringur trjánna var fullskapaður og sá næsti ekki byrjaður að myndast sem þýddi að eldgosið varð ekki á vaxtartíma trésins heldur einhvern tíma frá haustinu 822 og fram á vorið 823, áður en tréð fór að vaxa á ný.Drumbarnir standa eftir sem vitnisburður um stórvaxinn birkiskóg skömmu fyrir landnám Íslands.Stöð 2/Einar ÁrnasonÞar með virðist fengin staðfesting á því að hamfarahlaupið varð veturinn 822 til 823, um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er sagður fyrstur manna hafa byggt Ísland.Svona upplifðu landnámsmenn íslensku birkiskógana, miðað við þessa mynd sem Landgræðslan sýnir í Gunnarsholti. Tengdar fréttir Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss skömmu fyrir landnám svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. Meira um þetta má sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan. Drumbabót er talin ein besta sönnun þeirra orða Ara fróða í Íslendingabók að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið á milli fjalls og fjöru. Þar má enn sjá leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi skömmu fyrir landnám; trjádrumba sem standa upp úr sandinum og eru allt að þrjátíu sentímetra sverir.Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Líklegast þykir að eldgos í Kötlu hafi orsakað jökulhlaupið og nú hefur hópi vísindamanna tekist að tímasetja hamfarirnar með mikilli nákvæmni. Greint hefur verið frá niðurstöðunum í erlendum vísindaritum sem og á heimasíðu Skógræktar ríkisins en sérfræðingur hennar, Ólafur Eggertsson, er meðal þeirra sem unnu að rannsókninni.Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura er talið hafa eytt skóginum. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Aldursgreiningin byggði á nokkrum þáttum, eins og C-14 geislakolsmælingu og talningu árhringja, og staðfesti að skógurinn eyddist allur í sama jökulhlaupinu. Ysti árhringur trjánna var fullskapaður og sá næsti ekki byrjaður að myndast sem þýddi að eldgosið varð ekki á vaxtartíma trésins heldur einhvern tíma frá haustinu 822 og fram á vorið 823, áður en tréð fór að vaxa á ný.Drumbarnir standa eftir sem vitnisburður um stórvaxinn birkiskóg skömmu fyrir landnám Íslands.Stöð 2/Einar ÁrnasonÞar með virðist fengin staðfesting á því að hamfarahlaupið varð veturinn 822 til 823, um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er sagður fyrstur manna hafa byggt Ísland.Svona upplifðu landnámsmenn íslensku birkiskógana, miðað við þessa mynd sem Landgræðslan sýnir í Gunnarsholti.
Tengdar fréttir Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00