Innlent

Líkur á kröftugum síðdegisskúrum og þrumuveðri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Næstu dagar verða nokkuð vætusamir.
Næstu dagar verða nokkuð vætusamir. vísir/anton brink
Líkur eru á kröftugum síðdegisskúrum, jafnvel með þrumum, eldingum og hagléli á Norðausturlandi, einkum inn til landsins, í dag. Annars er spáð vestlægri eða breytilegri átt en heldur hvassara syðst síðdegis.

Þá verður rigning eða súld framan af morgni en síðan víða skúrir. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast á austanverðu landinu.

Á morgun er spáð allhvössum vindi við vestanverða suðurströndina sem að sögn Veðurstofunnar getur reynst varasamur stórum ökutækjum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Föstudagur:

Suðaustan 5-15 m/s, hvassast við SV-ströndina. Rigning, einkum S- og V-til, en þurrt að mestu NA-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á NA-landi.

Laugardagur:

Suðvestlæg átt 5-15, hvassast austast, og væta með köflum. Hiti 9 til 15 stig, hlýjast A-lands.

Sunnudagur:

Norðvestlæg átt, 5-13 með rigningu N- og A-til, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnan heiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×