Fótbolti

Keyptu einn besta leikmann Sevilla en lánuðu hann strax

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vitolo lék í fjögur ár með Sevilla.
Vitolo lék í fjögur ár með Sevilla. vísir/getty
Atlético Madrid hefur gengið frá kaupunum á Vitolo frá Sevilla. Atlético borgaði rúmar 33 milljónir punda fyrir spænska landsliðsmanninn sem skrifaði undir fimm ára samning við félagið.

Vitolo getur þó ekki byrjað að spila með Atlético fyrr en eftir áramót vegna félagaskiptabannsins sem félagið er í.

Atlético hefur því lánað Vitolo til Las Palmas og mun hann leika með liðinu fram til áramóta.

Vitolo, sem er 27 ára kantmaður, er uppalinn hjá Las Palmas og lék með liðinu til 2013 þegar hann gekk í raðir Sevilla.

Vitolo lék í fjögur ár með Sevilla og á þeim tíma vann hann Evrópudeildina þrisvar sinnum með Andalúsíuliðinu.

Vitolo hefur leikið 11 landsleiki fyrir Spán og skorað fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×