Erlent

Endurlífgunartilraunir reyndar á heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana

Samúel Karl Ólason skrifar
Leiðtogar repúblikana.
Leiðtogar repúblikana. Vísir/GETTY
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja að þeir muni reyna að lífa heilbrigðisfrumvarp þeirra við í næstu eftir umtalsverðar breytingar. Þingmenn flokksins hafa deilt um frumvarpið á síðustu vikum og hefur takmarkaður stuðningur verið við það. Hins vægar ætla þeir að halda striki og kjósa um frumvarpið.

Repúblikanar hafa heitið því í sjö ár að fella niður hin svokölluðu Obamacare lög og koma með nýtt og betra kerfi.

Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segist ekki tilbúinn til að gefast upp að og að hann muni mögulega seinka fríi þingmanna í ágúst. McConnell hefur sakað demókrata um að hindra framgöngu frumvarpsins, en honum hefur ekki tekist að fá eigin þingmenn til að samþykkja frumvarpið, sem er mjög umdeilt.

Sjá einnig:Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu

Öldungadeildarþingmenn hafa hins vegar verið í kjördæmum sínum undanfarna daga og útlit er fyrir að það hafi ekki gert mikið til að auka stuðninginn við frumvarpið. Ýmsir þingmenn hafa, samkvæmt New York Times, lýst því yfir að þeir geti ekki stutt frumvarpið í núverandi mynd.

Unnið er að breytingum á frumvarpinu, en ólíklegt þykir að þær verði umtalsverðar. Eins og frumvarpið var var talið er að allt að 22 milljónir manna myndu missa tryggingar sínar á næstu árum fari frumvarpið í gegn. Breytingarnar hafa ekki verið skoðaðar af hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, en búist er við skýrslu frá þeim í næstu viku.

Talið er líklegt að í nýja frumvarpinu verði sköttum á hina tekjuháu haldið inni. Það myndi gera demókrötum erfitt að berjast gegn frumvarpinu, en þeir hafa gagnrýnt það harðlega sem skattaafslátt fyrir hina ríkustu í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×