Blikar væru á toppnum ef það væri flautað af í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2017 20:30 Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum í 1-0 í fyrri hálfeik í Eyjum. Vísir/Anton Breiðablik er í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla og hefur ekki unnið deildarleik í meira en mánuð. Staðan væri hinsvegar allt önnur ef leikirnir hefðu klárast í hálfleik. Blikar voru enn á ný yfir í hálfleik á móti ÍBV um helgina en misstu leikinn niður í jafntefli í seinni hálfleik. Breiðabliksliðið hefur sex sinnum verið yfir í hálfleik í fyrstu ellefu leikjum sínum og aðeins tvisvar sinnum hafa Blikarnir gengið til hálfleiks þar sem þeir hafa verið undir eftir fyrstu 45 mínúturnar. Síðan að Milos Milojevic tók við Blikaliðinu er markatala Blikaliðsins +6 (7-1) á fyrsta hálftíma leikjanna en aftur á móti -6 (2-8) síðasta klukkutímann. Hér er gríðarlegur munur. Það er spurning hvort að Blikar séu ekki í nógu góðri æfingu til að halda út leikina eða hvort að skýringarnar liggi annarsstaðar. Allt aðra sögu er hinsvegar að segja af gömlu lærisveinum Milos Milojevic í Víkinni. Reykjavíkur-Víkingar væri nefnilega neðstir í deildinni ef leikirnir hefðu verið flautaðir af í hálfleik. Grindvíkingar, sem eru við hlið Vals á toppi deildarinnar, hafa einnig náð að hækka sig talsvert í töflunni með góðum leik í seinni hálfleik. Fjölnismenn, sem eru á botni Pepsi-deildarinnar, væri um miðja deild ef leikirnir hefðu verið flautaðir af í hálfleik, og það þrátt fyrir að Fjölnismenn hafa spilað leik færri en flest lið og tveimur leikjum færra en Breiðablik og FH. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði um frammistöðu liðanna tólf í fyrri hálfleik.Stig liða í Pepsi-deild karla ef leikirnir hefði klárast við hálfleiksflautið: 1. Breiðablik 21 stig (Eru í 7. sæti) 2. FH 17 stig (3. sæti) 3. KA 16 stig (6. sæti) 4. Valur 15 stig (1. sæti) 5. Stjarnan 13 stig (4. sæti) 6. Fjölnir 13 stig (12. sæti) 7. ÍBV 12 stig (9. sæti) 8. Grindavík 12 stig (2. sæti) 9. KR 11 stig (8. sæti) 10. ÍA 11 stig (11. sæti) 11. Víkingur Ó. 9 stig (10. sæti) 12. Víkingur R. 6 stig (5. sæti)Mörk liða í Pepsi-deild karla í fyrri hálfleik: 1. Stjarnan 9 mörk 2. ÍA 8 mörk 2. Breiðablik 8 mörk (11 leikir) 2. KA 8 mörk 5. FH 7 mörk (11 leikir) 5. Valur 7 mörk 7. Grindavík 6 mörk 8. Fjölnir 5 mörk (9 leikir) 8.ÍBv 5 mörk 8.KR 5 mörk (9 leikir) 11. Víkingur Ó. 3 mörk 12. Víkingur R. 2 mörkMarkatala liða í Pepsi-deild karla í fyrri hálfleik: 1. Breiðablik +4 2. KA +3 3. FH +2 3. Valur +2 3. Stjarnan +2 3. Grindavík +2 7. Fjölnir +1 8. KR -1 9. ÍA -2 10. Víkingur Ó. -3 11. ÍBV -5 11. Víkingur R. -5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Breiðablik er í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla og hefur ekki unnið deildarleik í meira en mánuð. Staðan væri hinsvegar allt önnur ef leikirnir hefðu klárast í hálfleik. Blikar voru enn á ný yfir í hálfleik á móti ÍBV um helgina en misstu leikinn niður í jafntefli í seinni hálfleik. Breiðabliksliðið hefur sex sinnum verið yfir í hálfleik í fyrstu ellefu leikjum sínum og aðeins tvisvar sinnum hafa Blikarnir gengið til hálfleiks þar sem þeir hafa verið undir eftir fyrstu 45 mínúturnar. Síðan að Milos Milojevic tók við Blikaliðinu er markatala Blikaliðsins +6 (7-1) á fyrsta hálftíma leikjanna en aftur á móti -6 (2-8) síðasta klukkutímann. Hér er gríðarlegur munur. Það er spurning hvort að Blikar séu ekki í nógu góðri æfingu til að halda út leikina eða hvort að skýringarnar liggi annarsstaðar. Allt aðra sögu er hinsvegar að segja af gömlu lærisveinum Milos Milojevic í Víkinni. Reykjavíkur-Víkingar væri nefnilega neðstir í deildinni ef leikirnir hefðu verið flautaðir af í hálfleik. Grindvíkingar, sem eru við hlið Vals á toppi deildarinnar, hafa einnig náð að hækka sig talsvert í töflunni með góðum leik í seinni hálfleik. Fjölnismenn, sem eru á botni Pepsi-deildarinnar, væri um miðja deild ef leikirnir hefðu verið flautaðir af í hálfleik, og það þrátt fyrir að Fjölnismenn hafa spilað leik færri en flest lið og tveimur leikjum færra en Breiðablik og FH. Hér fyrir neðan má sjá tölfræði um frammistöðu liðanna tólf í fyrri hálfleik.Stig liða í Pepsi-deild karla ef leikirnir hefði klárast við hálfleiksflautið: 1. Breiðablik 21 stig (Eru í 7. sæti) 2. FH 17 stig (3. sæti) 3. KA 16 stig (6. sæti) 4. Valur 15 stig (1. sæti) 5. Stjarnan 13 stig (4. sæti) 6. Fjölnir 13 stig (12. sæti) 7. ÍBV 12 stig (9. sæti) 8. Grindavík 12 stig (2. sæti) 9. KR 11 stig (8. sæti) 10. ÍA 11 stig (11. sæti) 11. Víkingur Ó. 9 stig (10. sæti) 12. Víkingur R. 6 stig (5. sæti)Mörk liða í Pepsi-deild karla í fyrri hálfleik: 1. Stjarnan 9 mörk 2. ÍA 8 mörk 2. Breiðablik 8 mörk (11 leikir) 2. KA 8 mörk 5. FH 7 mörk (11 leikir) 5. Valur 7 mörk 7. Grindavík 6 mörk 8. Fjölnir 5 mörk (9 leikir) 8.ÍBv 5 mörk 8.KR 5 mörk (9 leikir) 11. Víkingur Ó. 3 mörk 12. Víkingur R. 2 mörkMarkatala liða í Pepsi-deild karla í fyrri hálfleik: 1. Breiðablik +4 2. KA +3 3. FH +2 3. Valur +2 3. Stjarnan +2 3. Grindavík +2 7. Fjölnir +1 8. KR -1 9. ÍA -2 10. Víkingur Ó. -3 11. ÍBV -5 11. Víkingur R. -5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira