Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Haraldur Guðmundsson skrifar 11. júlí 2017 07:00 Margir íbúar Reykjanesbæjar hafa kvartað undan mengun. Vísir/Vilhelm „Sem betur fer virðast ekki vera nein heilsuspillandi efni í neinu magni í þessum sýnum og niðurstaðan mikill léttir fyrir alla, bæði okkur og samfélagið,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, um fyrstu niðurstöður efnamælinga í Helguvík. Umhverfisstofnun birti niðurstöðurnar á föstudag. Þá kom fram að engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Aftur á móti fannst talsvert af lífrænu anhýdríði sem getur valdið lykt og tímabundinni ertingu í öndunarvegi og augum. Til stendur að gera frekari mælingar á efninu og magni formaldehýðs í nágrenni verksmiðjunnar. Mat sóttvarnarlæknis er að mengun frá henni geti valdið vægri ertingu í augum og öndunarvegi hjá heilbrigðum einstaklingum. „Það sem vert er að geta í þessu er að mælingar fóru fram fyrstu dagana eftir að ofninn var keyrður upp á nýtt þegar mestar líkur eru á að einhver efni berist út. Við bíðum því spennt eftir niðurstöðum úr mælingum þegar ofninn er kominn á fullt álag og reksturinn hefur náð jafnvægi,“ segir Kristleifur. „Þetta verður mest rannsakaða verksmiðja í heimi, held ég, með þessu áframhaldi sem er hið besta mál. Það hefur gengið ljómandi vel að keyra verksmiðjuna upp að nýju en framleiðslan hófst að nýju í lok maí. Síðustu þrjár vikur hefur ofninn verið á fullu álagi. Við vinnum enn að frekari úrbótum og það er allt saman gert í góðu samstarfi við Umhverfisstofnun.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Sem betur fer virðast ekki vera nein heilsuspillandi efni í neinu magni í þessum sýnum og niðurstaðan mikill léttir fyrir alla, bæði okkur og samfélagið,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, um fyrstu niðurstöður efnamælinga í Helguvík. Umhverfisstofnun birti niðurstöðurnar á föstudag. Þá kom fram að engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. Aftur á móti fannst talsvert af lífrænu anhýdríði sem getur valdið lykt og tímabundinni ertingu í öndunarvegi og augum. Til stendur að gera frekari mælingar á efninu og magni formaldehýðs í nágrenni verksmiðjunnar. Mat sóttvarnarlæknis er að mengun frá henni geti valdið vægri ertingu í augum og öndunarvegi hjá heilbrigðum einstaklingum. „Það sem vert er að geta í þessu er að mælingar fóru fram fyrstu dagana eftir að ofninn var keyrður upp á nýtt þegar mestar líkur eru á að einhver efni berist út. Við bíðum því spennt eftir niðurstöðum úr mælingum þegar ofninn er kominn á fullt álag og reksturinn hefur náð jafnvægi,“ segir Kristleifur. „Þetta verður mest rannsakaða verksmiðja í heimi, held ég, með þessu áframhaldi sem er hið besta mál. Það hefur gengið ljómandi vel að keyra verksmiðjuna upp að nýju en framleiðslan hófst að nýju í lok maí. Síðustu þrjár vikur hefur ofninn verið á fullu álagi. Við vinnum enn að frekari úrbótum og það er allt saman gert í góðu samstarfi við Umhverfisstofnun.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira