John Snorri stefnir á topp K2 eftir tíu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 20:25 John Snorri Sigurjónsson stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi K2. kári schram Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir næsthæsta fjalls heims, K2, en hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins þann 20. júlí næstkomandi. Þriðju búðir eru staðsettar neðarlega á svæði sem kallast „Black Pyramid“ en þangað fór John Snorri ásamt göngufélögum sínum í dag til að setja upp tjöld og koma fyrir birgðum áður en lagt verður í hann á toppinn eftir tíu daga. John Snorri gengur á K2 til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, og er fylgst með ferðalaginu á Facebook-síðunni Lífsspor á K2. „Það var góð tilfinning sem kom yfir mig í dag þar sem ég fann hvernig ég er að sigra fjallið smátt og smátt. Ég notaði tvo súrefniskúta á leið minni upp í búðir 3 en þar stoppuðum í sirka tvo tíma og komum upp tjöldum og birgðum. Gangan upp er klifur í klettum og ís og því nokkuð erfið yfirferðar. Núna er hópurinn kominn aftur niður í búðir 2 sem kallast "House of Chimney" þar sem við gistum í nótt,“ er haft eftir John Snorra á Facebook-síðu Lífsspors. Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, segir að ferðin í dag hafi mjög líklega verið seinasta ferðin sem farið er í til að undirbúa ferðina á toppinn. Eins og staðan er núna er stefnt á að nýta veðurgluggann í kringum 20. júlí en Hjördís segir það geti þó breyst þar sem þetta fari allt eftir veðri og vindum. Með John Snorra í för er Kári Schram myndatökumaður sem er að gera alþjóðlega kvikmynd um leiðangurinn. Hann fer þó ekki lengra en í grunnbúðirnar en þá kemur myndavélin sem John Snorri með á höfðinu sér vel þar sem hann fer ofar í fjallið. Eins og áður segir gengur John Snorri til styrktar Lífi og má heita á hann inni á vefsíðunni Lífsspor.Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við John Snorra úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í apríl. Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00 Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson komst í dag upp í þriðju búðir næsthæsta fjalls heims, K2, en hann stefnir á að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi fjallsins þann 20. júlí næstkomandi. Þriðju búðir eru staðsettar neðarlega á svæði sem kallast „Black Pyramid“ en þangað fór John Snorri ásamt göngufélögum sínum í dag til að setja upp tjöld og koma fyrir birgðum áður en lagt verður í hann á toppinn eftir tíu daga. John Snorri gengur á K2 til styrktar Lífi, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans, og er fylgst með ferðalaginu á Facebook-síðunni Lífsspor á K2. „Það var góð tilfinning sem kom yfir mig í dag þar sem ég fann hvernig ég er að sigra fjallið smátt og smátt. Ég notaði tvo súrefniskúta á leið minni upp í búðir 3 en þar stoppuðum í sirka tvo tíma og komum upp tjöldum og birgðum. Gangan upp er klifur í klettum og ís og því nokkuð erfið yfirferðar. Núna er hópurinn kominn aftur niður í búðir 2 sem kallast "House of Chimney" þar sem við gistum í nótt,“ er haft eftir John Snorra á Facebook-síðu Lífsspors. Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, segir að ferðin í dag hafi mjög líklega verið seinasta ferðin sem farið er í til að undirbúa ferðina á toppinn. Eins og staðan er núna er stefnt á að nýta veðurgluggann í kringum 20. júlí en Hjördís segir það geti þó breyst þar sem þetta fari allt eftir veðri og vindum. Með John Snorra í för er Kári Schram myndatökumaður sem er að gera alþjóðlega kvikmynd um leiðangurinn. Hann fer þó ekki lengra en í grunnbúðirnar en þá kemur myndavélin sem John Snorri með á höfðinu sér vel þar sem hann fer ofar í fjallið. Eins og áður segir gengur John Snorri til styrktar Lífi og má heita á hann inni á vefsíðunni Lífsspor.Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við John Snorra úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í apríl.
Tengdar fréttir Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00 Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. 13. maí 2017 20:00
Lagður af stað í grunnbúðir K2 John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið. 18. júní 2017 20:00