Ráku um 50 grindhvali ítrekað burt frá landi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Hvalirnir reyndu fyrst að komast á land í Bug en sóttu næst í höfnina í Rifi. Myndin er frá seinni björgunaraðgerðunum. TINNA RUT ÞRASTARDÓTTIR Björgunarsveitarfólk á Snæfellsnesi var kallað út í tvígang í gær til að forða því að grindhvalavaða synti á land. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem slíkt atvik á sér stað. „Hér var fólk bara í rólegheitum að nýta blíðuna í að slá garðinn og skipta um glugga,“ segir Hafrún Ævarsdóttir, meðlimur í björgunarsveitinni Lífsbjörg. Þegar kallið kom á þriðja tímanum var ekkert annað að gera en að hætta í miðju kafi og stökkva af stað. Vaðan, um fimmtíu dýr að sögn Hafrúnar, var stödd við svæði sem kallast Bug. Björgunarfólkið fór á móti dýrunum og fældi þau á brott með bátum. Þegar dýrin voru komin um sjómílu frá landi fór fólkið aftur í land.Hafrún Ævarsdóttir, björgunarsveitarmaður„Við höfðum bátinn á floti því þetta gerðist fyrir einhverjum fjórum árum. Þá komu hvalir á þessa sömu staði, syntu á land og drápust þar. Við vorum rétt komin úr göllunum þegar við fengum annað útkall,“ segir Hafrún. Hvalirnir voru þá á leið inn í höfnina í Rifi. Allt kapp nú var lagt á að forða því að hvalirnir syntu inn í höfnina en pláss þar er lítið og hefði verið vonlaust að koma þeim þaðan. „Það voru nokkrir komnir upp í fjöru og blessunarlega var fólk á staðnum sem óð upp í mitti til að koma þeim á flot aftur. Það er nefnilega svo að ef einn er kominn á land þá vill restin fylgja,“ segir Hafrún. Björgunin tók talsverðan tíma því hvalirnir vildu alltaf aftur á land. Því var lítilli gúmmítuðru komið fyrir í hafnarmunnanum til að varna dýrunum inngöngu. Skilið var við hvalina þegar þeir voru komnir um þrjár sjómílur frá landi. Líkt og áður segir átti sambærilegt atvik sér stað fyrir fjórum árum. Þá var veður vont og lítið hægt að gera. Einhverjum tókst þá meira að segja að synda í gegnum ræsi og enda fyrir ofan þjóðveg. Hvalirnir voru því flestir skornir þegar í fjöruna var komið. Hafrún segir að einhverjir hafi orðið æstir við rekann nú. Ákvörðun var tekin um að koma hvölunum út enda ólöglegt að skera þá. „Þeir virðast vilja fara áfram út netið. Við Hellissand er lítil höfn sem heitir Krossavík og við erum nokkuð hrædd um að þeir sæki þangað næst. Annars hef ég ekki hugmynd um hví þeir gera þetta,“ segir Hafrún. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tíu hvalir dauðir í höfninni á Rifi "Það var alveg skelfilegt að sjá dýrin kveljast, nú eru nokkrir hvalir komnir að Bug rétt við Ólafsvík það segir sitt um hvað hvernig þetta hefur verið fyrir þá í nótt í þessu vonda veðri,“ segir Þröstur. 8. september 2013 12:36 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Sjá meira
Björgunarsveitarfólk á Snæfellsnesi var kallað út í tvígang í gær til að forða því að grindhvalavaða synti á land. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem slíkt atvik á sér stað. „Hér var fólk bara í rólegheitum að nýta blíðuna í að slá garðinn og skipta um glugga,“ segir Hafrún Ævarsdóttir, meðlimur í björgunarsveitinni Lífsbjörg. Þegar kallið kom á þriðja tímanum var ekkert annað að gera en að hætta í miðju kafi og stökkva af stað. Vaðan, um fimmtíu dýr að sögn Hafrúnar, var stödd við svæði sem kallast Bug. Björgunarfólkið fór á móti dýrunum og fældi þau á brott með bátum. Þegar dýrin voru komin um sjómílu frá landi fór fólkið aftur í land.Hafrún Ævarsdóttir, björgunarsveitarmaður„Við höfðum bátinn á floti því þetta gerðist fyrir einhverjum fjórum árum. Þá komu hvalir á þessa sömu staði, syntu á land og drápust þar. Við vorum rétt komin úr göllunum þegar við fengum annað útkall,“ segir Hafrún. Hvalirnir voru þá á leið inn í höfnina í Rifi. Allt kapp nú var lagt á að forða því að hvalirnir syntu inn í höfnina en pláss þar er lítið og hefði verið vonlaust að koma þeim þaðan. „Það voru nokkrir komnir upp í fjöru og blessunarlega var fólk á staðnum sem óð upp í mitti til að koma þeim á flot aftur. Það er nefnilega svo að ef einn er kominn á land þá vill restin fylgja,“ segir Hafrún. Björgunin tók talsverðan tíma því hvalirnir vildu alltaf aftur á land. Því var lítilli gúmmítuðru komið fyrir í hafnarmunnanum til að varna dýrunum inngöngu. Skilið var við hvalina þegar þeir voru komnir um þrjár sjómílur frá landi. Líkt og áður segir átti sambærilegt atvik sér stað fyrir fjórum árum. Þá var veður vont og lítið hægt að gera. Einhverjum tókst þá meira að segja að synda í gegnum ræsi og enda fyrir ofan þjóðveg. Hvalirnir voru því flestir skornir þegar í fjöruna var komið. Hafrún segir að einhverjir hafi orðið æstir við rekann nú. Ákvörðun var tekin um að koma hvölunum út enda ólöglegt að skera þá. „Þeir virðast vilja fara áfram út netið. Við Hellissand er lítil höfn sem heitir Krossavík og við erum nokkuð hrædd um að þeir sæki þangað næst. Annars hef ég ekki hugmynd um hví þeir gera þetta,“ segir Hafrún.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tíu hvalir dauðir í höfninni á Rifi "Það var alveg skelfilegt að sjá dýrin kveljast, nú eru nokkrir hvalir komnir að Bug rétt við Ólafsvík það segir sitt um hvað hvernig þetta hefur verið fyrir þá í nótt í þessu vonda veðri,“ segir Þröstur. 8. september 2013 12:36 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Sjá meira
Tíu hvalir dauðir í höfninni á Rifi "Það var alveg skelfilegt að sjá dýrin kveljast, nú eru nokkrir hvalir komnir að Bug rétt við Ólafsvík það segir sitt um hvað hvernig þetta hefur verið fyrir þá í nótt í þessu vonda veðri,“ segir Þröstur. 8. september 2013 12:36