Helmingur sveitarfélaganna ætlar ekki að kaupa af Íbúðalánasjóði Sæunn Gísladóttir skrifar 10. júlí 2017 06:00 Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum Íbúðalánasjóðs. vísir/pjetur Þrettán sveitarfélög hafa látið Íbúðalánasjóð vita að þau hafi ekki áhuga á að kaupa eignir af sjóðnum. Eins og Fréttablaðið greindi frá bauð Íbúðalánasjóður í byrjun júnímánaðar 27 sveitarfélögum til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Sjóðurinn á 509 eignir í sveitarfélögunum og eiga þau kost á að kaupa eignirnar áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Þetta er í annað sinn sem Íbúðalánasjóður býður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Í þeim þrettán sveitarfélögum sem hafa ekki áhuga á að kaupa eignir sjóðsins eru 204 eignir. Flestar þeirra eru í Reykjanesbæ, Sandgerði og Fjarðabyggð. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að um hafi verið að ræða á annan tug eigna í Reykjanesbæ. „Þessar eignir pössuðu ekki inn í og eru ekki eignir eins og við erum að leita að í félagslega húsnæðið okkar. Það er eina ástæðan, þetta passaði ekki inn í það sem við höfum þörf á,“ segir Friðjón. Nú þegar hafa þrjú sveitarfélög samþykkt að kaupa átta eignir. Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum, Kópavogur hefur tekið ákvörðun um að kaupa þrjár og Hafnarfjörður hefur tekið ákvörðun um að kaupa eina eign. Verðhugmyndir hafa verið sendar á átta sveitarfélög sem eru að skoða kaup á 31 eign. Sveitarfélögin sem eru að skoða kaup eru Reykjavík, Mosfellsbær, Garður, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Akureyri, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Þrjú sveitarfélög til viðbótar eru í samskiptum við Íbúðalánasjóð en eru komin styttra á leið og hafa ekki enn óskað eftir verði á eignum. Í einhverjum tilfellum getur verið að það eigi eftir að taka þetta formlega fyrir hjá sveitarfélögunum. Í heildina á Íbúðalánasjóður nú 535 íbúðir og stefnt er að því að klára sölu þeirra á næstu mánuðum, að stórum hluta fyrir árslok. Afar fáar íbúðir eru á sama tíma að enda í eigu Íbúðalánasjóðs vegna sögulega lítilla vanskila við sjóðinn. Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Þrettán sveitarfélög hafa látið Íbúðalánasjóð vita að þau hafi ekki áhuga á að kaupa eignir af sjóðnum. Eins og Fréttablaðið greindi frá bauð Íbúðalánasjóður í byrjun júnímánaðar 27 sveitarfélögum til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Sjóðurinn á 509 eignir í sveitarfélögunum og eiga þau kost á að kaupa eignirnar áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Þetta er í annað sinn sem Íbúðalánasjóður býður sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Í þeim þrettán sveitarfélögum sem hafa ekki áhuga á að kaupa eignir sjóðsins eru 204 eignir. Flestar þeirra eru í Reykjanesbæ, Sandgerði og Fjarðabyggð. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að um hafi verið að ræða á annan tug eigna í Reykjanesbæ. „Þessar eignir pössuðu ekki inn í og eru ekki eignir eins og við erum að leita að í félagslega húsnæðið okkar. Það er eina ástæðan, þetta passaði ekki inn í það sem við höfum þörf á,“ segir Friðjón. Nú þegar hafa þrjú sveitarfélög samþykkt að kaupa átta eignir. Snæfellsbær er að ganga frá kaupum á fjórum eignum, Kópavogur hefur tekið ákvörðun um að kaupa þrjár og Hafnarfjörður hefur tekið ákvörðun um að kaupa eina eign. Verðhugmyndir hafa verið sendar á átta sveitarfélög sem eru að skoða kaup á 31 eign. Sveitarfélögin sem eru að skoða kaup eru Reykjavík, Mosfellsbær, Garður, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Akureyri, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Þrjú sveitarfélög til viðbótar eru í samskiptum við Íbúðalánasjóð en eru komin styttra á leið og hafa ekki enn óskað eftir verði á eignum. Í einhverjum tilfellum getur verið að það eigi eftir að taka þetta formlega fyrir hjá sveitarfélögunum. Í heildina á Íbúðalánasjóður nú 535 íbúðir og stefnt er að því að klára sölu þeirra á næstu mánuðum, að stórum hluta fyrir árslok. Afar fáar íbúðir eru á sama tíma að enda í eigu Íbúðalánasjóðs vegna sögulega lítilla vanskila við sjóðinn.
Birtist í Fréttablaðinu Snæfellsbær Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira