Íranar ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2017 23:06 Frá eldflaugaskoti Írana á miðvikudaginn. Vísir/AFP Yfirvöld í Íran segjast ekki ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum og fordæma auknar refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Spenna hefur aukist á milli ríkjanna að undanförnu og báðir aðilar hafa sakaði hina um að haga sér óvarlega í Persaflóa. Floti Bandaríkjanna segir herskip frá Íran hafa nálgast flugmóðurskip þeirra, USS Nimitz, á miklum hraða og ekki svarað skilaboðum. Þyrla frá Bandaríkjunum skaut viðvörunarskoti að skipum Íran. Íranar segja skip Bandaríkjanna hafa nálgast skip sín óvarlega og skotið viðvörunarskotum að óþörfu. Sambærilegt atvik kom upp á þriðjudaginn, þar sem báðir aðilar saka hina um bellibrögð. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirriti frumvarp sem ætlað er að herða refsiaðgerðir gegn Íran, Norður-Kóreu og Rússlandi. Þar að auki beittu Bandaríkin Íran refsiaðgerðum í gær sem miða að því að hægja á eldflaugatilraunum þeirra. Íranar skutu upp eldflaug á miðvikudaginn og segja tilganginn hafa verið að koma gervihnetti á sporbraut um jörðu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran segir það óásættanlegt. „Herinn og eldflaugar okkar eru innanríkismál okkar og aðrir hafa ekki rétt á því að grípa inn í eða tjá sig um þau mál,“ sagði Bahram Ghasemi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Vestrænar ríkisstjórnir gruna Íran um að þróa langdrægar eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn. Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa fordæmt eldflaugaskotið og segja það brjóta gegn samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, lýsti yfir vantrausti Bandaríkjanna gagnvart Íran í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. „Mikill stuðningur Íran við hryðjuverkahópa sýnir okkur að það er ekki hægt að treysta þeim. Það að Íran er að brjóta skuldbindingar sínar varðandi eldflaugatilraunir sýnir okkur að þeim er ekki treystandi. Eldflaugatilraunin í gær sýnir okkur það eining,“ sagði Haley. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Yfirvöld í Íran segjast ekki ætla ekki að hætta eldflaugatilraunum sínum og fordæma auknar refsiaðgerðir Bandaríkjanna. Spenna hefur aukist á milli ríkjanna að undanförnu og báðir aðilar hafa sakaði hina um að haga sér óvarlega í Persaflóa. Floti Bandaríkjanna segir herskip frá Íran hafa nálgast flugmóðurskip þeirra, USS Nimitz, á miklum hraða og ekki svarað skilaboðum. Þyrla frá Bandaríkjunum skaut viðvörunarskoti að skipum Íran. Íranar segja skip Bandaríkjanna hafa nálgast skip sín óvarlega og skotið viðvörunarskotum að óþörfu. Sambærilegt atvik kom upp á þriðjudaginn, þar sem báðir aðilar saka hina um bellibrögð. Til stendur að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirriti frumvarp sem ætlað er að herða refsiaðgerðir gegn Íran, Norður-Kóreu og Rússlandi. Þar að auki beittu Bandaríkin Íran refsiaðgerðum í gær sem miða að því að hægja á eldflaugatilraunum þeirra. Íranar skutu upp eldflaug á miðvikudaginn og segja tilganginn hafa verið að koma gervihnetti á sporbraut um jörðu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran segir það óásættanlegt. „Herinn og eldflaugar okkar eru innanríkismál okkar og aðrir hafa ekki rétt á því að grípa inn í eða tjá sig um þau mál,“ sagði Bahram Ghasemi, samkvæmt AFP fréttaveitunni.Vestrænar ríkisstjórnir gruna Íran um að þróa langdrægar eldflaugar sem geti borið kjarnorkuvopn. Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa fordæmt eldflaugaskotið og segja það brjóta gegn samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Nikki Haley, lýsti yfir vantrausti Bandaríkjanna gagnvart Íran í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. „Mikill stuðningur Íran við hryðjuverkahópa sýnir okkur að það er ekki hægt að treysta þeim. Það að Íran er að brjóta skuldbindingar sínar varðandi eldflaugatilraunir sýnir okkur að þeim er ekki treystandi. Eldflaugatilraunin í gær sýnir okkur það eining,“ sagði Haley.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira