Hlaupið í Múlakvísl í rénun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júlí 2017 15:58 Múlakvísl við Þjóðveginn austan við Vík þar sem hún rennur undir brúna. Gamla brúin fór í jökulhlaupinu árið 2011. vísir/jóhann k. jóhannsson Jökulhlaupið í Múlakvísl er í rénun en ekki er hægt að útiloka að stærra hlaup muni fylgja í kjölfarið. Enginn gosórói hefur mælst í Kötlu frá því í nótt, þegar jökulhlaupið var að hefjast. „Við teljum, samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með, að hlaupið sé í rénun. Mælingar fara jafnt og þétt minnkandi, þ.e styrkur rafleiðninnar, en höfum fengið ábendingar frá fólki á staðnum að enn sé töluvert hlaupvatn í ánni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Aðspurð segir hún að engin merki séu um gosóróa. „Það hefur enginn gosórói mælst frá því í nótt. Það hafa mælst nokkrir skjálftar frá klukkan sjö í morgun en þeir voru allir minniháttar, og á því svæði sem við teljum vera upptök hlaupsins, norðaustarlega í öskjunni.“ Þá segir hún ekki hægt að útiloka annað og jafnvel stærra hlaup, en að tíminn þurfi að leiða það í ljós. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Rafleiðni jókst mjög hratt milli klukkan sex og til rúmlega sjö í morgun og toppaði í 580 µS/cm, en hefur farið hægt sígandi síðan þá. Klukkan 14.40 mældist rafleiðnin 330 µS/cm og fer hægt minnkandi. Sjónarvottar hafa gefið til kynna að áin sé enn mikil umfangs og mikill breytilegi sé í flóðafarveginum. Fólk hefur verið hvatt til að sýna aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis. Tengdar fréttir Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13 Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Jökulhlaupið í Múlakvísl er í rénun en ekki er hægt að útiloka að stærra hlaup muni fylgja í kjölfarið. Enginn gosórói hefur mælst í Kötlu frá því í nótt, þegar jökulhlaupið var að hefjast. „Við teljum, samkvæmt þeim upplýsingum sem við erum með, að hlaupið sé í rénun. Mælingar fara jafnt og þétt minnkandi, þ.e styrkur rafleiðninnar, en höfum fengið ábendingar frá fólki á staðnum að enn sé töluvert hlaupvatn í ánni,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Aðspurð segir hún að engin merki séu um gosóróa. „Það hefur enginn gosórói mælst frá því í nótt. Það hafa mælst nokkrir skjálftar frá klukkan sjö í morgun en þeir voru allir minniháttar, og á því svæði sem við teljum vera upptök hlaupsins, norðaustarlega í öskjunni.“ Þá segir hún ekki hægt að útiloka annað og jafnvel stærra hlaup, en að tíminn þurfi að leiða það í ljós. Reynslan hefur sýnt að hlaupið getur á ný í ánni innan nokkurra klukkustunda. Jökulhlaupið hófst í gærkvöldi og náði hámarki um klukkan tíu í morgun. Ekkert tjón hefur orðið vegna hlaupsins en lögregla og Vegagerð fylgjast vel með gangi mála. Rafleiðni jókst mjög hratt milli klukkan sex og til rúmlega sjö í morgun og toppaði í 580 µS/cm, en hefur farið hægt sígandi síðan þá. Klukkan 14.40 mældist rafleiðnin 330 µS/cm og fer hægt minnkandi. Sjónarvottar hafa gefið til kynna að áin sé enn mikil umfangs og mikill breytilegi sé í flóðafarveginum. Fólk hefur verið hvatt til að sýna aðgát í nágrenni árinnar vegna mögulegs gasútstreymis.
Tengdar fréttir Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13 Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50 Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ferðamenn rólegir yfir jökulhlaupinu Lögregla og Vegagerð vakta enn svæðið í kringum Múlakvísl á Mýrdalssandi þar sem jökulhlaup náði hámarki sínu um klukkan tíu í morgun. 29. júlí 2017 13:13
Ekki merki um gosóróa Ekki eru merki um gosóróa í Kötlu, að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, sérfræðings á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands. 29. júlí 2017 09:50
Flóðið að ná hámarki Fólk er varað við því að vera í nágrenni árinnar vegna gasmengunar, áin er dökk og mikill fnykur er frá henni. 29. júlí 2017 08:36