„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júlí 2017 13:53 Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti í dag. vísir/sigurjón ó. Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. Þegar Vísir náði tali af Helgu Lind, skipuleggjenda Druslugöngunnar, var hún í óðaönn að leggja lokahönd á ræðu sem hún flytur á Austurvelli. Hún segir skipulagningu göngunnar hafa gengið vonum framar enda sé þetta í sjöunda skiptið sem gangan er haldin. „Það er magt sem við höfum lært í gegnum árin þannig að við rekum okkur ekki á eins margar óvæntar hindranir,“ segir Helga Lind sem er að vonum spennt fyrir deginum.Druslugangan er árviss viðburður og miðar að því að valdefla þolendur kynferðisofbeldis.Vísir/Andri Marinó„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“Spurð að því hvers vegna stafrænt kynferðisofbeldi sé í forgrunni í göngunni í ár segir hún að það hafi legið beinast við vegna þess að mál af þessum toga hafi farið hátt í samfélagsumræðunni í vetur. Hún segir umræðuna gjarnan hafa þróast á þá leið að þolendum er kennt um ofbeldið sem þeir urðu fyrir. Helga Lind segir brýnt að „afbrengla hugsunarháttinn.“ Hún segir að við getum ekki lengur skýlt okkur á bak við það tengslarof sem margir virðast upplifa á vefnum þegar þeir skoða og/eða áframsenda myndir í óþökk þess sem er á henni. Hún segir okkur einfaldlega vita betur núna. „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi,“ segir Helga Lind. Í ár eru stjórnvöld beitt þrýstingi. Aðstandendur Druslugöngunnar krefjast þess að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögunum eins og stjórnvöld séu búin að lofa. „Við setjum þrýsting á stjórnvöld að standa við gefin loforð,“ segir Helga Lind.Þátttakendur í Druslugöngunni rétt áður en gangan hófst. Við Hallgrímskirkju urðu ófá kröfuskilti til.Vísir/Laufey ElíasdóttirValdeflandi ganga Helga Lind segir gönguna vera valdeflandi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Þess vegna sé brýnt að allir gangi fylktu liði niður Skólavörðustrætið. „Það skiptir máli að hafa hátt og skapa sterka heild,“ segir Helga Lind. Á mælendaskránni í ár eru skeleggar konur. Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA-riterðina sína um stafrænt kynferðisofbeldi mun taka til máls en auk hennar hafa fjórar konur samið ræðu sem stigið hafa fram og sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi sama mannsins. Anna Katrín Snorradóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Glódís Tara og Nína Rún Bergsdóttir skrifuðu ræðuna og munu þrjár þeirra hjálpast að við að flytja ræðuna. Málið hefur farið hátt í sumar vegna þess að maðurinn sem braut á þeim hlaut nýverið uppreist æru. Helga Lind segir að lokum að Druslugangan sé fyrir þolendur og þess vegna verði gerendum ekki gefinn neinn gaumur. Gangan hefst á slaginu tvö í dag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og þaðan niður Skólavörðustíg. Druslugangan endar síðan á Austurvelli þar sem tónleikar og ræðuhöld taka við.Við erum öll druslur. #druslugangan pic.twitter.com/tjDjIjly8M— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) July 29, 2017 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. Þegar Vísir náði tali af Helgu Lind, skipuleggjenda Druslugöngunnar, var hún í óðaönn að leggja lokahönd á ræðu sem hún flytur á Austurvelli. Hún segir skipulagningu göngunnar hafa gengið vonum framar enda sé þetta í sjöunda skiptið sem gangan er haldin. „Það er magt sem við höfum lært í gegnum árin þannig að við rekum okkur ekki á eins margar óvæntar hindranir,“ segir Helga Lind sem er að vonum spennt fyrir deginum.Druslugangan er árviss viðburður og miðar að því að valdefla þolendur kynferðisofbeldis.Vísir/Andri Marinó„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“Spurð að því hvers vegna stafrænt kynferðisofbeldi sé í forgrunni í göngunni í ár segir hún að það hafi legið beinast við vegna þess að mál af þessum toga hafi farið hátt í samfélagsumræðunni í vetur. Hún segir umræðuna gjarnan hafa þróast á þá leið að þolendum er kennt um ofbeldið sem þeir urðu fyrir. Helga Lind segir brýnt að „afbrengla hugsunarháttinn.“ Hún segir að við getum ekki lengur skýlt okkur á bak við það tengslarof sem margir virðast upplifa á vefnum þegar þeir skoða og/eða áframsenda myndir í óþökk þess sem er á henni. Hún segir okkur einfaldlega vita betur núna. „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi,“ segir Helga Lind. Í ár eru stjórnvöld beitt þrýstingi. Aðstandendur Druslugöngunnar krefjast þess að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í lögunum eins og stjórnvöld séu búin að lofa. „Við setjum þrýsting á stjórnvöld að standa við gefin loforð,“ segir Helga Lind.Þátttakendur í Druslugöngunni rétt áður en gangan hófst. Við Hallgrímskirkju urðu ófá kröfuskilti til.Vísir/Laufey ElíasdóttirValdeflandi ganga Helga Lind segir gönguna vera valdeflandi fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Þess vegna sé brýnt að allir gangi fylktu liði niður Skólavörðustrætið. „Það skiptir máli að hafa hátt og skapa sterka heild,“ segir Helga Lind. Á mælendaskránni í ár eru skeleggar konur. Hulda Hólmkelsdóttir sem skrifaði BA-riterðina sína um stafrænt kynferðisofbeldi mun taka til máls en auk hennar hafa fjórar konur samið ræðu sem stigið hafa fram og sagst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi sama mannsins. Anna Katrín Snorradóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Glódís Tara og Nína Rún Bergsdóttir skrifuðu ræðuna og munu þrjár þeirra hjálpast að við að flytja ræðuna. Málið hefur farið hátt í sumar vegna þess að maðurinn sem braut á þeim hlaut nýverið uppreist æru. Helga Lind segir að lokum að Druslugangan sé fyrir þolendur og þess vegna verði gerendum ekki gefinn neinn gaumur. Gangan hefst á slaginu tvö í dag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og þaðan niður Skólavörðustíg. Druslugangan endar síðan á Austurvelli þar sem tónleikar og ræðuhöld taka við.Við erum öll druslur. #druslugangan pic.twitter.com/tjDjIjly8M— Geoffrey Skywalker © (@Geoffreyskywalk) July 29, 2017
Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira