Vettel: Það er ekkert unnið með þessum ráspól Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. júlí 2017 20:00 Þrír hröðustu menn dagsins (f.h.) Valtteri Bottas, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen. Vísir/Getty Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. „Bíllinn var frábær í dag. Við tókum stórt skref fram á við. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessari braut og þegar bíllinn virkar svona vel þá smellur allt saman. Við náðum að tryggja okkur fremstu ráslínuna sem er ótrúlegt. Það breyttist ekkert þannig í nótt. Við vinnum bara hörðum höndum að því að bæta okkur sem lið. Helsta verkefnið er á morgun, það er ekkert unnið með þessum ráspól í dag.,“ sagði Vettel eftir tímatökuna. „Loka hringurinn byrjaði vel og endaði vel en hann fór í vaskinn í miðjunni. Ég bremsaði á kanti á leiðinni inn í hlekkina og bíllinn missti grip þar og ég tapaði tíma. Hann dugði þó til að ná öðru sæti. Mér fannst ég hafa þetta en það klúðraðist,“ sagði Kimi Raikkonen eftir æfinguna. Hann ræsir annar á morgun á Ferrari bílnum. „Ferrari menn hafa verið fljótir alla helgina. Þeir voru einfaldlega betri í dag. Við sem lið þurfum að vinna í því að láta bílinn okkar henta betur á brautum sem þessum,“ sagði Valtteri Bottas eftir tímatökuna þar sem hann varð þriðji á Mercedes bílnum.Lewis Hamilton gekk illa að fóta sig í tímatökunni og átti ekki svar við hraða Ferrari manna í dag.Vísir/Getty„Þetta var skrítið. Ég ætla ekki að ljúga, ég var stressaður, hræddur og allt það. Ég henti mér svo í tímatökuna. Ég var að bæta mig um hálfa sekúndu á hring og það var nóg eftir og meira til hjá mér. Liðið hjálpaði mér eins og það gat á 90 mínútum. Ég hefði getað staðið fyrr á inngjöfinni og svona en þetta var gaman,“ sagði Paul di Resta sem varð 19. á Williams. „Bíllinn var nokkuð góður og hringirnir voru góðir svona almennt nema í þriðju lotunni. Það er ekki hægt að taka fram úr hér svo á morgun verður þetta einhver lestarferð bara nema eitthvað komi uppá,“ sagði niðurlútur Lewis Hamilton sem varð fjórði á Mercedes bílnum. „Bílarnir voru á erfiðum stað í morgun. Við vorum sannfærðir um að við hefðum átt að geta verið í baráttunni um ráspólinn. Ræsingin er sennilega besta tækifærið til að taka fram úr á morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Við unnum í bílnum í gærkvöldi og það skilaði sér. Við sendum Giovinazzi í akstursherminn heima á Ítalíu í nótt að prófa breytingarnar. Þetta spilaði allt saman í þá átt að setja bílinn vel upp fyrir daginn í dag,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari. Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sebastian Vettel náði í sinn annan ráspól á tímabilinu í dag. Hann var fljótastur í tímatökunni í Ungverjalandi. „Bíllinn var frábær í dag. Við tókum stórt skref fram á við. Ég hef alltaf verið hrifinn af þessari braut og þegar bíllinn virkar svona vel þá smellur allt saman. Við náðum að tryggja okkur fremstu ráslínuna sem er ótrúlegt. Það breyttist ekkert þannig í nótt. Við vinnum bara hörðum höndum að því að bæta okkur sem lið. Helsta verkefnið er á morgun, það er ekkert unnið með þessum ráspól í dag.,“ sagði Vettel eftir tímatökuna. „Loka hringurinn byrjaði vel og endaði vel en hann fór í vaskinn í miðjunni. Ég bremsaði á kanti á leiðinni inn í hlekkina og bíllinn missti grip þar og ég tapaði tíma. Hann dugði þó til að ná öðru sæti. Mér fannst ég hafa þetta en það klúðraðist,“ sagði Kimi Raikkonen eftir æfinguna. Hann ræsir annar á morgun á Ferrari bílnum. „Ferrari menn hafa verið fljótir alla helgina. Þeir voru einfaldlega betri í dag. Við sem lið þurfum að vinna í því að láta bílinn okkar henta betur á brautum sem þessum,“ sagði Valtteri Bottas eftir tímatökuna þar sem hann varð þriðji á Mercedes bílnum.Lewis Hamilton gekk illa að fóta sig í tímatökunni og átti ekki svar við hraða Ferrari manna í dag.Vísir/Getty„Þetta var skrítið. Ég ætla ekki að ljúga, ég var stressaður, hræddur og allt það. Ég henti mér svo í tímatökuna. Ég var að bæta mig um hálfa sekúndu á hring og það var nóg eftir og meira til hjá mér. Liðið hjálpaði mér eins og það gat á 90 mínútum. Ég hefði getað staðið fyrr á inngjöfinni og svona en þetta var gaman,“ sagði Paul di Resta sem varð 19. á Williams. „Bíllinn var nokkuð góður og hringirnir voru góðir svona almennt nema í þriðju lotunni. Það er ekki hægt að taka fram úr hér svo á morgun verður þetta einhver lestarferð bara nema eitthvað komi uppá,“ sagði niðurlútur Lewis Hamilton sem varð fjórði á Mercedes bílnum. „Bílarnir voru á erfiðum stað í morgun. Við vorum sannfærðir um að við hefðum átt að geta verið í baráttunni um ráspólinn. Ræsingin er sennilega besta tækifærið til að taka fram úr á morgun,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Við unnum í bílnum í gærkvöldi og það skilaði sér. Við sendum Giovinazzi í akstursherminn heima á Ítalíu í nótt að prófa breytingarnar. Þetta spilaði allt saman í þá átt að setja bílinn vel upp fyrir daginn í dag,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari.
Formúla Tengdar fréttir Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00 Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57 Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel. 28. júlí 2017 22:00
Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji. 29. júlí 2017 12:57
Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu. 27. júlí 2017 22:30