Svarnir óvinir mætast loksins í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. júlí 2017 22:45 Cormier og Jones í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. Þeim Jon Jones og Daniel Cormier hefur verið illa við hvorn annan frá því þeir hittust fyrst. Þeir hittust fyrst baksviðs á UFC 121 í október 2010 en þetta var nokkrum mánuðum áður en Jones vann titilinn fyrst. Áður en Jones snéri sér að MMA var hann öflugur glímumaður á sínum yngri árum en fór ekki langt í háskólaglímunni þar sem hann hætti snemma í skóla. Daniel Cormier var á þessum tíma að taka sín fyrstu skref í MMA eftir góðan árangur í ólympískri glímu þar sem hann hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum 2004. Jon Jones, ekki nálægt því með jafn glæsilega ferilskrá í glímunni og Cormier, gekk að Cormier og sagðist vera viss um að hann gæti tekið hann niður. Þetta átti bara að vera saklaust grín hjá Jones og upphafið að vinasambandi þeirra en Cormier tók þessu afar illa og strunsaði frá Jones. Ekki merkileg ástæða til að fara í fýlu en rígurinn hefur síðan þá orðið meiri og meiri. Allt þetta var löngu áður en þeir áttu nokkurn tímann að berjast. Á þessum tíma var Cormier í þungavigtinni en hann færði sig síðar niður í léttþungavigtina og var bardagi þeirra settur á dagskrá. Í ágúst 2014 á blaðamannafundi fyrir bardagann slógust þeir eins og vitleysingar og allt varð vitlaust. Rígurinn strax orðinn umfangsmeiri en þetta var rétt svo byrjunin. Þeir mættust svo loksins í janúar 2015 en þá sigraði Jon Jones eftir dómaraákvörðun (fyrri bardagann má sjá hér). Þeir sem töldu að þeir myndu sættast eftir bardagann höfðu rangt fyrir sér enda voru þeir strax farnir að rífast eftir bardagann og tókust ekki einu sinni í hendur. Þetta var fyrsta tap Cormier á ferlinum og felldi hann tár á blaðamannafundinum eftir bardagann. Jones glotti og gerði grín að sárindum Cormier. Hulunni svipt af lífi Jon JonesJones á blaðamannafundinum þegar hann féll á lyfjaprófi.Vísir/GettySíðan þá hefur ansi margt breyst í lífi Jon Jones og höfum við á undanförnum árum fengið að vita meira hvernig mann hann geymir. Tveimur dögum eftir bardagann gegn Cormier kom í ljós að kókaín hefði fundist í lyfjaprófi hans. Lyfjaprófið var tekið mánuði fyrir bardagann og hafði hann verið að skemmta sér ærlega mánuði fyrir sinn stærsta bardaga á ferlinum. Nokkrum vikum fyrir bardaga Jones gegn Anthony Johnson varð Jones valdur að þriggja bíla árekstri. Jones flúði af vettvangi án þess að kanna hvort hinir ökumenn bílanna hefðu slasast en einn bílstjóranna var ólétt kona. Jones snéri reyndar aftur á vettvang til að ná í reiðufé sem hann átti í bílnum áður en hann lét sig hverfa aftur. Jones var eftirlýstur í sólarhring en gaf sig fram daginn eftir. Jones fékk 18 mánaða skilorðsbundinn dóm, fékk tímabundið keppnisbann í UFC og var sviptur heimsmeistaratitlinum sínum. Bardaginn gegn Johnson féll niður en í hans stað kom Daniel Cormier. Cormier nýtti tækifærið heldur betur og sigraði Johnson og varð þar með nýr léttþungavigtarmeistari UFC. Á meðan Jones var í felum var Cormier meistarinn og varði hann titilinn gegn Alexander Gustafsson í hörku bardaga. Cormier var meistarinn en skuggi Jones hvíldi enn yfir léttþungavigtinni. Eftir meðferð og sjálfsskoðun var Jones tilbúinn til að snúa aftur í búrið. Þeir Jones og Cormier áttu að mætast á UFC 197 í apríl 2016 og var mikil spenna fyrir bardaganum. Jones hélt samt áfram að koma sér í vandræði m.a. fyrir hraðakstur og spyrnukeppni og þar sem hann var á skilorði þurfti hann að dúsa í þrjá daga í gæsluvarðhaldi. Dómarinn varaði hann við að ef hann myndi sjá hann aftur í réttarsalnum myndi það ekki enda vel. Jones hélt sér frá vandræðum en því miður meiddist Cormier fyrir bardaga þeirra á UFC 197. Jones fékk nýjan andstæðing, Ovince St. Preux, og vann eftir dómaraákvörðun en frammistaða Jones þótti ekki sannfærandi. Jones var krýndur bráðabirgðarmeistari (e. interim champion) þar sem Cormier var meiddur en Jones gat ekki verið meira sama um þetta bráðabirgðarbelti. Hann vildi alvöru beltið – beltið sitt! Bardaginn var aftur settur saman á UFC 200 í júlí 2016. Jones hélt sér frá vandræðum og átti þetta að vera aðalbardaginn á stærsta bardagakvöldi ársins. Aðeins örfáum dögum fyrir bardagan kom í ljós að Jon Jones hefði fallið á lyfjaprófi. Í þetta sinn voru þetta engin eiturlyf heldur svo kallaðir estrógen hindrar sem eru oft notaðir til að hjálpa hormónakerfinu að komast í rétt horf eftir steranotkun. Jones grét á blaðamannafundi er hann ræddi við fjölmiðla og hélt fram sakleysi sínu. Hann sagðist aldrei hafa innbyrt frammistöðubætandi efni og skildi ekki hvernig hann gat hafa fallið á lyfjaprófi. Nokkrum vikum eftir að lyfjaprófið kom upp var málsvörn Jones komin á hreint. Efnin sem fundust í lyfjaprófinu komu nefnilega úr rispillu sem Jones innbyrti. Málsvörn Jones gekk vel og náði Jones og hans lið að sýna fram á að þeir hefðu ekki viljandi reynt að svindla og því fékk hann aðeins eins árs bann. Jones var sviptur bráðabirgðarbeltinu og á þann vafasama heiður að vera sá eini í sögu UFC til að vera sviptur bráðabirgðartitli og alvöru titli. Síðan þá hefur Jones greint nánar frá lífstíl sínum áður en hann fór í meðferð. Jones greindi frá því í hlaðvarpi Joe Rogan að hann hefði alltaf farið á fyllerí viku fyrir bardaga til að búa til afsökun í sínum huga ef hann skyldi tapa. Ef hann myndi tapa var það bara þar sem hann fór á fyllerí viku fyrir bardagann en aldrei kom tapið. Ólíkt flestum bardagamönnum í MMA heiminum æfði Jones ekki allt árið. Hann æfði nánast ekkert nema í þessa tvo mánuði fyrir bardagann. Þetta gerði hann og var samt besti bardagamaður heims. Banni Jon Jones lauk fyrr í júlí og loksins eiga þeir að mætast í nótt. Allt sem á undan er gengið hefur bara verið olía á eldinn í ríg þeirra. Cormier hefur nýtt hvert tækifæri til að skjóta á getuleysi Jones og minnir Jones reglulega á öll hans mistök. Á sama tíma bendir Jones á að Cormier sé ekki alvöru meistarinn enda hafi Jones haft betur þegar þeir mættust. Þeir hreinlega geta ekki verið nálægt hvor öðrum án þess að fara að rífast eða skjóta á hvorn annan og skiptir engu máli hvort myndavélar séu nálægt eða ekki. Í kvöld fær Jones tækifæri á að ná beltinu aftur sem hann var sviptur en tapaði aldrei. Titillinn skiptir hann gríðarlega miklu máli og vill hann verða aftur sá meistari sem hann var áður en hann gerði öll þessi mistök. Titillinn myndi tákna að hann væri aftur kominn á sama stall og hann var á áður en ferillinn fór á hliðina. Bardaginn skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Cormier enda verður hann að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum. Fyrir hann skiptir það öllu máli að leggja að velli hans mesta óvin og sinn erfiðasta andstæðing. Annað tap gegn Jones yrði stórslys fyrir ríkjandi meistara og væri erfitt að sjá fyrir sér hinn 38 ára gamla Cormier gera þriðju atlöguna að Jones. UFC 214 fer fram í nótt en þrír titilbardagar verða á dagskrá. Demian Maia fær löngu tímabæran titilbardaga gegn meistaranum Tyron Woodley í veltivigtinni. Maia hefur sigrað sjö bardaga í röð og verður áhugavert að sjá hvort hann geti náð niður glímumanninum sterka, Tyron Woodley. Í þriðja titilbardaga kvöldsins berst ein besta og hættulegasta bardagakona heims, Cris ‘Cyborg’ Justino, við Tonya Evinger um fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. Þá fáum við frábæran bardaga þegar kúrekinn Donald Cerrone mætir fyrrum veltivigtarmeistaranum Robbie Lawler. UFC 214 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira
Í nótt fer stærsti bardagi ársins í MMA heiminum fram þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Gríðarlega margt er undir hjá báðum bardagaköppum og meira en bara titill. Þeim Jon Jones og Daniel Cormier hefur verið illa við hvorn annan frá því þeir hittust fyrst. Þeir hittust fyrst baksviðs á UFC 121 í október 2010 en þetta var nokkrum mánuðum áður en Jones vann titilinn fyrst. Áður en Jones snéri sér að MMA var hann öflugur glímumaður á sínum yngri árum en fór ekki langt í háskólaglímunni þar sem hann hætti snemma í skóla. Daniel Cormier var á þessum tíma að taka sín fyrstu skref í MMA eftir góðan árangur í ólympískri glímu þar sem hann hafnaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum 2004. Jon Jones, ekki nálægt því með jafn glæsilega ferilskrá í glímunni og Cormier, gekk að Cormier og sagðist vera viss um að hann gæti tekið hann niður. Þetta átti bara að vera saklaust grín hjá Jones og upphafið að vinasambandi þeirra en Cormier tók þessu afar illa og strunsaði frá Jones. Ekki merkileg ástæða til að fara í fýlu en rígurinn hefur síðan þá orðið meiri og meiri. Allt þetta var löngu áður en þeir áttu nokkurn tímann að berjast. Á þessum tíma var Cormier í þungavigtinni en hann færði sig síðar niður í léttþungavigtina og var bardagi þeirra settur á dagskrá. Í ágúst 2014 á blaðamannafundi fyrir bardagann slógust þeir eins og vitleysingar og allt varð vitlaust. Rígurinn strax orðinn umfangsmeiri en þetta var rétt svo byrjunin. Þeir mættust svo loksins í janúar 2015 en þá sigraði Jon Jones eftir dómaraákvörðun (fyrri bardagann má sjá hér). Þeir sem töldu að þeir myndu sættast eftir bardagann höfðu rangt fyrir sér enda voru þeir strax farnir að rífast eftir bardagann og tókust ekki einu sinni í hendur. Þetta var fyrsta tap Cormier á ferlinum og felldi hann tár á blaðamannafundinum eftir bardagann. Jones glotti og gerði grín að sárindum Cormier. Hulunni svipt af lífi Jon JonesJones á blaðamannafundinum þegar hann féll á lyfjaprófi.Vísir/GettySíðan þá hefur ansi margt breyst í lífi Jon Jones og höfum við á undanförnum árum fengið að vita meira hvernig mann hann geymir. Tveimur dögum eftir bardagann gegn Cormier kom í ljós að kókaín hefði fundist í lyfjaprófi hans. Lyfjaprófið var tekið mánuði fyrir bardagann og hafði hann verið að skemmta sér ærlega mánuði fyrir sinn stærsta bardaga á ferlinum. Nokkrum vikum fyrir bardaga Jones gegn Anthony Johnson varð Jones valdur að þriggja bíla árekstri. Jones flúði af vettvangi án þess að kanna hvort hinir ökumenn bílanna hefðu slasast en einn bílstjóranna var ólétt kona. Jones snéri reyndar aftur á vettvang til að ná í reiðufé sem hann átti í bílnum áður en hann lét sig hverfa aftur. Jones var eftirlýstur í sólarhring en gaf sig fram daginn eftir. Jones fékk 18 mánaða skilorðsbundinn dóm, fékk tímabundið keppnisbann í UFC og var sviptur heimsmeistaratitlinum sínum. Bardaginn gegn Johnson féll niður en í hans stað kom Daniel Cormier. Cormier nýtti tækifærið heldur betur og sigraði Johnson og varð þar með nýr léttþungavigtarmeistari UFC. Á meðan Jones var í felum var Cormier meistarinn og varði hann titilinn gegn Alexander Gustafsson í hörku bardaga. Cormier var meistarinn en skuggi Jones hvíldi enn yfir léttþungavigtinni. Eftir meðferð og sjálfsskoðun var Jones tilbúinn til að snúa aftur í búrið. Þeir Jones og Cormier áttu að mætast á UFC 197 í apríl 2016 og var mikil spenna fyrir bardaganum. Jones hélt samt áfram að koma sér í vandræði m.a. fyrir hraðakstur og spyrnukeppni og þar sem hann var á skilorði þurfti hann að dúsa í þrjá daga í gæsluvarðhaldi. Dómarinn varaði hann við að ef hann myndi sjá hann aftur í réttarsalnum myndi það ekki enda vel. Jones hélt sér frá vandræðum en því miður meiddist Cormier fyrir bardaga þeirra á UFC 197. Jones fékk nýjan andstæðing, Ovince St. Preux, og vann eftir dómaraákvörðun en frammistaða Jones þótti ekki sannfærandi. Jones var krýndur bráðabirgðarmeistari (e. interim champion) þar sem Cormier var meiddur en Jones gat ekki verið meira sama um þetta bráðabirgðarbelti. Hann vildi alvöru beltið – beltið sitt! Bardaginn var aftur settur saman á UFC 200 í júlí 2016. Jones hélt sér frá vandræðum og átti þetta að vera aðalbardaginn á stærsta bardagakvöldi ársins. Aðeins örfáum dögum fyrir bardagan kom í ljós að Jon Jones hefði fallið á lyfjaprófi. Í þetta sinn voru þetta engin eiturlyf heldur svo kallaðir estrógen hindrar sem eru oft notaðir til að hjálpa hormónakerfinu að komast í rétt horf eftir steranotkun. Jones grét á blaðamannafundi er hann ræddi við fjölmiðla og hélt fram sakleysi sínu. Hann sagðist aldrei hafa innbyrt frammistöðubætandi efni og skildi ekki hvernig hann gat hafa fallið á lyfjaprófi. Nokkrum vikum eftir að lyfjaprófið kom upp var málsvörn Jones komin á hreint. Efnin sem fundust í lyfjaprófinu komu nefnilega úr rispillu sem Jones innbyrti. Málsvörn Jones gekk vel og náði Jones og hans lið að sýna fram á að þeir hefðu ekki viljandi reynt að svindla og því fékk hann aðeins eins árs bann. Jones var sviptur bráðabirgðarbeltinu og á þann vafasama heiður að vera sá eini í sögu UFC til að vera sviptur bráðabirgðartitli og alvöru titli. Síðan þá hefur Jones greint nánar frá lífstíl sínum áður en hann fór í meðferð. Jones greindi frá því í hlaðvarpi Joe Rogan að hann hefði alltaf farið á fyllerí viku fyrir bardaga til að búa til afsökun í sínum huga ef hann skyldi tapa. Ef hann myndi tapa var það bara þar sem hann fór á fyllerí viku fyrir bardagann en aldrei kom tapið. Ólíkt flestum bardagamönnum í MMA heiminum æfði Jones ekki allt árið. Hann æfði nánast ekkert nema í þessa tvo mánuði fyrir bardagann. Þetta gerði hann og var samt besti bardagamaður heims. Banni Jon Jones lauk fyrr í júlí og loksins eiga þeir að mætast í nótt. Allt sem á undan er gengið hefur bara verið olía á eldinn í ríg þeirra. Cormier hefur nýtt hvert tækifæri til að skjóta á getuleysi Jones og minnir Jones reglulega á öll hans mistök. Á sama tíma bendir Jones á að Cormier sé ekki alvöru meistarinn enda hafi Jones haft betur þegar þeir mættust. Þeir hreinlega geta ekki verið nálægt hvor öðrum án þess að fara að rífast eða skjóta á hvorn annan og skiptir engu máli hvort myndavélar séu nálægt eða ekki. Í kvöld fær Jones tækifæri á að ná beltinu aftur sem hann var sviptur en tapaði aldrei. Titillinn skiptir hann gríðarlega miklu máli og vill hann verða aftur sá meistari sem hann var áður en hann gerði öll þessi mistök. Titillinn myndi tákna að hann væri aftur kominn á sama stall og hann var á áður en ferillinn fór á hliðina. Bardaginn skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Cormier enda verður hann að hefna fyrir sitt eina tap á ferlinum. Fyrir hann skiptir það öllu máli að leggja að velli hans mesta óvin og sinn erfiðasta andstæðing. Annað tap gegn Jones yrði stórslys fyrir ríkjandi meistara og væri erfitt að sjá fyrir sér hinn 38 ára gamla Cormier gera þriðju atlöguna að Jones. UFC 214 fer fram í nótt en þrír titilbardagar verða á dagskrá. Demian Maia fær löngu tímabæran titilbardaga gegn meistaranum Tyron Woodley í veltivigtinni. Maia hefur sigrað sjö bardaga í röð og verður áhugavert að sjá hvort hann geti náð niður glímumanninum sterka, Tyron Woodley. Í þriðja titilbardaga kvöldsins berst ein besta og hættulegasta bardagakona heims, Cris ‘Cyborg’ Justino, við Tonya Evinger um fjaðurvigtartitil kvenna í UFC. Þá fáum við frábæran bardaga þegar kúrekinn Donald Cerrone mætir fyrrum veltivigtarmeistaranum Robbie Lawler. UFC 214 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira
Búrið: Notaði handklæðið til að svindla á vigtinni Daniel Cormier beitti brögðum til að ná þyngd fyrir síðasta bardaga sinn. 27. júlí 2017 16:00