Degi styttra í næsta gos Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2017 20:00 Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á leiðinni um gamla Mýrdalssand. Skjálfti af stærðinni 4,5 varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í gær að skjálftinn væri að mörgu leyti óvenjulegur. Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag og engin merki eru um gosóróa. Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hefur jafnt og þétt farið hækkandi en þær segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að stíga. Þetta ástand getur varað í nokkra daga áður en hlaupið hefst en eftir skjálftann í fyrradag hafa tilkynningar borist um aukna brennisteinslykt á svæðinu.Hafa takmarkað umferð „Það er þessi aukna leiðni og aukið rennsli í ánni sem gefur vísbendingar um að eitthvað sé að gerast og það verður bara fylgst náið með því. Það er ómögulegt að segja hvort þetta leiði til einhvers meira heldur en er akkúrat núna,“ segir Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi almannavarna á Suðurlandi. Almannavarnir og Vegagerðin hafa þegar gripið til ráðstafana á svæðinu. „Við lokuðum áningarstað við brúnna við Múlakvísl og erum búnir að takmarka umferð inn á gömlu leiðina inn á Mýrdalssand en þjóðvegurinn er alveg opinn og öll eðlileg umferð, hún hefur bara sinn vanagang,“ segir Víðir.Degi styttra í næsta gos Víðir segist ekki hafa upplýsingar um hvort Vísindaráð hafi komið saman vegna skjálftans en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála og Almannavarnir og Vegagerðin eru meðvituð um hættuna. „Eins og góður maður sagði einu sinni um Kötlu. Það eina sem við getum sagt um það hvenær næsta gos verður að þegar að þessi dagur er búinn þá er einum degi styttra í næsta gos,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrrakvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á leiðinni um gamla Mýrdalssand. Skjálfti af stærðinni 4,5 varð í Austmannsbungu í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli í fyrrakvöld og sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur í samtali við fréttastofu í gær að skjálftinn væri að mörgu leyti óvenjulegur. Lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu í dag og engin merki eru um gosóróa. Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi hefur jafnt og þétt farið hækkandi en þær segja til um magn jarðhitavatns í ánni og þegar hlaup af jarðhitavöldum eru í uppsiglingu tekur leiðnin í ánni að stíga. Þetta ástand getur varað í nokkra daga áður en hlaupið hefst en eftir skjálftann í fyrradag hafa tilkynningar borist um aukna brennisteinslykt á svæðinu.Hafa takmarkað umferð „Það er þessi aukna leiðni og aukið rennsli í ánni sem gefur vísbendingar um að eitthvað sé að gerast og það verður bara fylgst náið með því. Það er ómögulegt að segja hvort þetta leiði til einhvers meira heldur en er akkúrat núna,“ segir Víðir Reynisson, verkefnafulltrúi almannavarna á Suðurlandi. Almannavarnir og Vegagerðin hafa þegar gripið til ráðstafana á svæðinu. „Við lokuðum áningarstað við brúnna við Múlakvísl og erum búnir að takmarka umferð inn á gömlu leiðina inn á Mýrdalssand en þjóðvegurinn er alveg opinn og öll eðlileg umferð, hún hefur bara sinn vanagang,“ segir Víðir.Degi styttra í næsta gos Víðir segist ekki hafa upplýsingar um hvort Vísindaráð hafi komið saman vegna skjálftans en Veðurstofan fylgist grannt með gangi mála og Almannavarnir og Vegagerðin eru meðvituð um hættuna. „Eins og góður maður sagði einu sinni um Kötlu. Það eina sem við getum sagt um það hvenær næsta gos verður að þegar að þessi dagur er búinn þá er einum degi styttra í næsta gos,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. 27. júlí 2017 12:03
Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28