„Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. júlí 2017 20:00 John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. Um einn og hálfur mánuður er síðan John Snorri kom til Pakistan og hóf þannig leiðangurinn á K2. Hópurinn hans lagði síðan af stað úr grunnbúðunum aðfaranótt 23. júlí. Um klukkan ellefu í morgun, fimm dögum síðar, bættist hann í fámennan hóp 230 einstaklinga sem hafa náð á toppinn. Lokakaflinn var erfiður og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. John var nýbýinn að reka niður íslenska fánann á fjallstindinn þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er á toppnum núna. Við vorum að koma hingað fyrir tíu mínútum síðan og ég var rétt að setja íslenska fánann niður. Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!" sagði John Snorri í dag. Hann sagði ferðina upp hafa verið erfiða. Hann var andstuttur og átti takmarkað súrefni eftir. „Við ætluðum að vera komin á pakistönskum tíma á milli átta og tíu en núna er klukkan fjögur á pakistönskum tíma. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara drífa okkur niður," sagði hann. Blendnar tilfinningar fóru um John á toppnum þar sem þreytan var gríðarleg en gleðin var þó sterkari. „Ég er þreyttur. Tilfinningin er mjög blendin. Þegar ég koma hérna á toppinn fór ég bara að gráta. Ég bara missti mig alveg þegar ég kom upp á toppinn," sagði John. Þrátt fyrir að toppnum sé náð bíður hans erfið ganga þar sem John þarf að koma sér aftur niður. Stefnt er að því að ná í grunnbúðir á sunnudag. Hann var spenntur fyrir að komast aftur í öryggið og þakkaði konuninni sinni fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur allan tímann. Hún hefur haft trú á mér allan tímann og mig langar líka að þakka stjórn LÍF [styrktarfélags] fyrir að hafa haft trúa á mér allan tímann og til allra landsmanna: takk, takk æðislega." Fjallamennska Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson varð í morgun fyrsti Íslendingurinn til að ná toppnum á K2, næsthæsta fjalli heims eftir erfiðan lokakafla. Hópur hans varð sá fyrsti til að ná toppnum frá árinu 2014. Um einn og hálfur mánuður er síðan John Snorri kom til Pakistan og hóf þannig leiðangurinn á K2. Hópurinn hans lagði síðan af stað úr grunnbúðunum aðfaranótt 23. júlí. Um klukkan ellefu í morgun, fimm dögum síðar, bættist hann í fámennan hóp 230 einstaklinga sem hafa náð á toppinn. Lokakaflinn var erfiður og tók lengri tíma en gert var ráð fyrir. John var nýbýinn að reka niður íslenska fánann á fjallstindinn þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég er á toppnum núna. Við vorum að koma hingað fyrir tíu mínútum síðan og ég var rétt að setja íslenska fánann niður. Íslenski fáninn á toppi K2. Það gerist ekki betra en það!" sagði John Snorri í dag. Hann sagði ferðina upp hafa verið erfiða. Hann var andstuttur og átti takmarkað súrefni eftir. „Við ætluðum að vera komin á pakistönskum tíma á milli átta og tíu en núna er klukkan fjögur á pakistönskum tíma. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara drífa okkur niður," sagði hann. Blendnar tilfinningar fóru um John á toppnum þar sem þreytan var gríðarleg en gleðin var þó sterkari. „Ég er þreyttur. Tilfinningin er mjög blendin. Þegar ég koma hérna á toppinn fór ég bara að gráta. Ég bara missti mig alveg þegar ég kom upp á toppinn," sagði John. Þrátt fyrir að toppnum sé náð bíður hans erfið ganga þar sem John þarf að koma sér aftur niður. Stefnt er að því að ná í grunnbúðir á sunnudag. Hann var spenntur fyrir að komast aftur í öryggið og þakkaði konuninni sinni fyrir stuðninginn. „Ég vil þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur allan tímann. Hún hefur haft trú á mér allan tímann og mig langar líka að þakka stjórn LÍF [styrktarfélags] fyrir að hafa haft trúa á mér allan tímann og til allra landsmanna: takk, takk æðislega."
Fjallamennska Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira