Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 2-2 | Allt á öðrum endanum í Eyjum | Sjáðu mörkin Gabríel Sighvatsson skrifar 30. júlí 2017 20:00 ÍBV og Stjarnan mættust á Hásteinsvelli á sólríkum degi í Vestmannaeyjum. Garðbæingar höfðu harma að hefna eftir að hafa dottið út úr bikarnum fyrr í vikunni gegn Eyjamönnum. ÍBV var fyrir leik í harðri fallbaráttu og þurftu því líka á stigunum að halda. Mörkin úr leiknum má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.Af hverju fór jafntefli? Það er vel hægt að segja að Eyjamenn hafi verið klaufar í dag eins og oft í sumar. Eyjólfur Héðinsson lætur reka sig út af þegar um hálftími er eftir af leiknum og þá er staðan 2-1 fyrir ÍBV. Hins vegar fá þeir stuttu seinna á sig víti og missa þetta niður í jafntefli. Meira að segja eftir jöfnunarmarkið var ÍBV sterkara liðið og hefði getað gert endanlega út um leikinn enda fengu þeir þó nokkur færi til þess en klikkuðu þegar þeir komust í færi.Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti aftur góðan leik og setti hann einu sinni, sem skilar honum nafnbótina maður leiksins. Þá var Kaj Leo í Bartalsstovu virkilega öflugur meðan hann var inn á en hann lagði upp fyrsta markið og fékk sjálfur færi til að skora. Óskar Elías kom inn í liðið í dag og átti flottan leik. Haraldur Björnsson hjá Stjörnunni varði oft á tíðum vel og gat lítið gert í mörkunum tveimur. Það er ekki hægt að segja að margir úr Stjörnunni hafi staðið upp úr í dag en það má nefna Hilmar Árni sem skapar alltaf hættu úr föstum leikatriðum og skoraði úr víti líka.Hvað gekk illa? Eyjamenn geta enn ekki klárað færi sín og halda áfram að gera mistök í öftustu línu. Glórulaust úthlaup hjá Derby kostaði þá sigurinn en hann var annars búinn að eiga flottan leik fram að því. Gestirnir voru ekki upp á sitt besta heldur í dag en þeir mega prísa sig sæla að hafa fengið stig. Þeir spiluðu ágætlega á köflum en það vantaði meira til að klára leikinn og eftir að þeir lentu manni færri varð brekkan enn erfiðari og ekki skánaði leikur liðsins við það.Hvað gerist næst? Stigið gerir afskaplega lítið fyrir liðin. Stjarnan getur núna misst Val 8 stigum fram úr sér ef þeir klára sinn leik á morgun. Eyjamenn eru ennþá í fallsæti og þurfa nauðsynlega að fara að hala inn stigum. Þeir eiga Víking R. í næsta leik en munu fyrst um sinn líklegast skemmta sér á Þjóðhátíð sem er framundan. Stjarnan fær Breiðablik í heimsókn í næsta leik.Rúnar Páll: Mér fannst þetta galið Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar var sáttur með stigið þegar öllu var á botninn hvolft. „Að spila einum færri í stöðunni 2-1, í 40 mínútur, miðað við það þá erum við sáttir með þetta stig og virðum það en við komum hingað til að sækja þrjú stig,“ „Það var gríðarlegur kraftur í mínum leikmönnum og þeir sýndu mikinn vilja að jafna og reyna að klára leikinn þrátt fyrir að vera einum færri. Það munaði ekki miklu að við hefðum unnið þennan leik.“ Aðspurður út í rauða spjaldið hjá Eyjólfi Héðinssyni var hann ekki sammála þeim dómi. „Nei, það fannst mér ekki. Hann dettur á boltann og þeir komast samt einir í gegn, ég veit ekki alveg hvaða hagnaður það var. Þegar menn detta á boltann, ekki viljandi, hann greip ekkert utan um boltann og reyndi að stoppa hann. Mér fannst þetta galið, persónulega. Þetta var ekkert eini dómurinn í kvöld sem hallaði á okkur fannst mér.“´ Þá fannst honum dómgæslan í heild sinni ekki góð í leiknum. „Slök í einu orði sagt. Hann hleypti leiknum upp í eitthvað rugl frá fyrstu mínútu. Þetta var harður leikur og mikið af tæklingum og grófum brotum hjá báðum liðum. Hann hleypti þessu upp í einhverja helvítis vitleysu frá fyrstu mínútu.“ „Við reyndum bara að fá þrjú stig í dag og það gekk ekki upp. Ég get ekki velt möguleikunum fyrir mér fyrr en ég veit hvernig staðan fer í hinum leikjunum, það kemur bara í ljós.“ sagði Rúnar að lokum.Kristján: Við bara hendum þessum leik frá okkur Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur að leikslokum. „Við bara hendum þessum leik frá okkur, bæði með barnalegum mistökum í varnarleiknum og allt of eigingjörnum leik í sóknarleiknum.“ sagði Kristján. „Við spiluðum vel, heilt yfir og komum vel undirbúnir. Við börðumst mjög vel og skorum á þá. Við erum búnir að spila við Stjörnuna tvisvar á fjórum dögum, vinnum annan og gerum jafntefli í hinum, það er fínt en við áttum að vinna þennan leik, það er klárt, það erum við sjálfir sem hendum honum frá okkur.“ Illa kláruð færi og mistök í varnarleiknum kostaði Eyjamenn í dag. „Það er sú saga að við þurfum að klára færin. Þetta féll ekki fyrir okkur í dag en við sköpum okkar eigin heppni og við erum ekki nógu góðir í því.“ Rúnar Páll var ekkert sérlega sáttur með störf dómarans en Kristján var á annarri skoðun. „Mér fannst dómarinn fínn, það var allt gert til þess að eyðileggja leikinn fyrir honum en mér fannst hann bara fínn, það er ekkert út að það að setja, vonandi!“ Eitt stig er ekki það sem Eyjamenn þurfa núna enda í mikilli fallbaráttu en Kristján lítur á þetta á jákvæðan hátt. „Þetta gefur okkur eitt stig í baráttunni en þetta gefur okkur líka einbeitingu, við vinnum bikarleikinn, eigum góðan leik í dag og eigum að vinna hann. Við erum sáttir með liðið en erum líka hundfúlir að fá ekki þrjú stig en þetta er svona, stöngin út, stöngin inn.“Gunnar Heiðar: Hefðum átt að taka þrjú stig í dag og fara inn í Þjóðhátíðina með þetta „good will“ Gunnar Heiðar Þorvaldsson var sammála þjálfara sínum með að þetta hafi verið svekkjandi úrslit. „Við getum sagt að þetta sé gríðarlega svekkjandi, mér fannst við vera mun betri aðilinn í leiknum. Þetta er orðin gömul klisja hjá manni, maður segir alltaf það sama eftir hvern leik. Við erum að gera barnaleg mistök sem hleypir andstæðingunum inn í leikinn og við gerum það enn og aftur í dag. Við erum með unnin leik og allt undir stjórn og svo kemur þetta upp og þeir komast aftur inn í þetta.“ „Svo fáum við dauðafæri til að klára þetta hérna í lokin en við erum bara aumingjar að klára þau ekki.“ ÍBV komst í góða stöðu undir lok leiks. Gunnar Heiðar var frír inni í teig en Shahab Tabar sem kom inn á ákvað að skjóta sjálfur en hefði Gunnar ekki viljað sjá hann senda boltann? „Hvað heldur þú?“ svarar hann um hæl. „Það skiptir engu máli, ef maður fær ekki þrjú stig þá getur maður alveg eins sleppt þessu. Það er það eina sem ég vil, þrjú stig.“ bætti Gunnar við. „Við hefðum átt að taka þrjú stig í dag og fara inn í Þjóðhátíðina með þetta „good will“ sem er búið að vera í gangi. Við ákváðum það eftir bikarleikinn að taka þetta með okkur í næstu leiki og byrja nýtt tímabil. Mér fannst við gera það í dag en því miður í dag voru það barnaleg mistök sem verða okkur að falli.“ „Næsta verkefni er Víkingur [R.] úti. Allir leikir núna eru bara úrslitaleikir hjá okkur. Ég hefði miklu frekar viljað spila ömurlega og fá þrjá punkta heldur en að spila vel og fá bara einn punkt.“ sagði Gunnar Heiðar að lokum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla
ÍBV og Stjarnan mættust á Hásteinsvelli á sólríkum degi í Vestmannaeyjum. Garðbæingar höfðu harma að hefna eftir að hafa dottið út úr bikarnum fyrr í vikunni gegn Eyjamönnum. ÍBV var fyrir leik í harðri fallbaráttu og þurftu því líka á stigunum að halda. Mörkin úr leiknum má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.Af hverju fór jafntefli? Það er vel hægt að segja að Eyjamenn hafi verið klaufar í dag eins og oft í sumar. Eyjólfur Héðinsson lætur reka sig út af þegar um hálftími er eftir af leiknum og þá er staðan 2-1 fyrir ÍBV. Hins vegar fá þeir stuttu seinna á sig víti og missa þetta niður í jafntefli. Meira að segja eftir jöfnunarmarkið var ÍBV sterkara liðið og hefði getað gert endanlega út um leikinn enda fengu þeir þó nokkur færi til þess en klikkuðu þegar þeir komust í færi.Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti aftur góðan leik og setti hann einu sinni, sem skilar honum nafnbótina maður leiksins. Þá var Kaj Leo í Bartalsstovu virkilega öflugur meðan hann var inn á en hann lagði upp fyrsta markið og fékk sjálfur færi til að skora. Óskar Elías kom inn í liðið í dag og átti flottan leik. Haraldur Björnsson hjá Stjörnunni varði oft á tíðum vel og gat lítið gert í mörkunum tveimur. Það er ekki hægt að segja að margir úr Stjörnunni hafi staðið upp úr í dag en það má nefna Hilmar Árni sem skapar alltaf hættu úr föstum leikatriðum og skoraði úr víti líka.Hvað gekk illa? Eyjamenn geta enn ekki klárað færi sín og halda áfram að gera mistök í öftustu línu. Glórulaust úthlaup hjá Derby kostaði þá sigurinn en hann var annars búinn að eiga flottan leik fram að því. Gestirnir voru ekki upp á sitt besta heldur í dag en þeir mega prísa sig sæla að hafa fengið stig. Þeir spiluðu ágætlega á köflum en það vantaði meira til að klára leikinn og eftir að þeir lentu manni færri varð brekkan enn erfiðari og ekki skánaði leikur liðsins við það.Hvað gerist næst? Stigið gerir afskaplega lítið fyrir liðin. Stjarnan getur núna misst Val 8 stigum fram úr sér ef þeir klára sinn leik á morgun. Eyjamenn eru ennþá í fallsæti og þurfa nauðsynlega að fara að hala inn stigum. Þeir eiga Víking R. í næsta leik en munu fyrst um sinn líklegast skemmta sér á Þjóðhátíð sem er framundan. Stjarnan fær Breiðablik í heimsókn í næsta leik.Rúnar Páll: Mér fannst þetta galið Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar var sáttur með stigið þegar öllu var á botninn hvolft. „Að spila einum færri í stöðunni 2-1, í 40 mínútur, miðað við það þá erum við sáttir með þetta stig og virðum það en við komum hingað til að sækja þrjú stig,“ „Það var gríðarlegur kraftur í mínum leikmönnum og þeir sýndu mikinn vilja að jafna og reyna að klára leikinn þrátt fyrir að vera einum færri. Það munaði ekki miklu að við hefðum unnið þennan leik.“ Aðspurður út í rauða spjaldið hjá Eyjólfi Héðinssyni var hann ekki sammála þeim dómi. „Nei, það fannst mér ekki. Hann dettur á boltann og þeir komast samt einir í gegn, ég veit ekki alveg hvaða hagnaður það var. Þegar menn detta á boltann, ekki viljandi, hann greip ekkert utan um boltann og reyndi að stoppa hann. Mér fannst þetta galið, persónulega. Þetta var ekkert eini dómurinn í kvöld sem hallaði á okkur fannst mér.“´ Þá fannst honum dómgæslan í heild sinni ekki góð í leiknum. „Slök í einu orði sagt. Hann hleypti leiknum upp í eitthvað rugl frá fyrstu mínútu. Þetta var harður leikur og mikið af tæklingum og grófum brotum hjá báðum liðum. Hann hleypti þessu upp í einhverja helvítis vitleysu frá fyrstu mínútu.“ „Við reyndum bara að fá þrjú stig í dag og það gekk ekki upp. Ég get ekki velt möguleikunum fyrir mér fyrr en ég veit hvernig staðan fer í hinum leikjunum, það kemur bara í ljós.“ sagði Rúnar að lokum.Kristján: Við bara hendum þessum leik frá okkur Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur að leikslokum. „Við bara hendum þessum leik frá okkur, bæði með barnalegum mistökum í varnarleiknum og allt of eigingjörnum leik í sóknarleiknum.“ sagði Kristján. „Við spiluðum vel, heilt yfir og komum vel undirbúnir. Við börðumst mjög vel og skorum á þá. Við erum búnir að spila við Stjörnuna tvisvar á fjórum dögum, vinnum annan og gerum jafntefli í hinum, það er fínt en við áttum að vinna þennan leik, það er klárt, það erum við sjálfir sem hendum honum frá okkur.“ Illa kláruð færi og mistök í varnarleiknum kostaði Eyjamenn í dag. „Það er sú saga að við þurfum að klára færin. Þetta féll ekki fyrir okkur í dag en við sköpum okkar eigin heppni og við erum ekki nógu góðir í því.“ Rúnar Páll var ekkert sérlega sáttur með störf dómarans en Kristján var á annarri skoðun. „Mér fannst dómarinn fínn, það var allt gert til þess að eyðileggja leikinn fyrir honum en mér fannst hann bara fínn, það er ekkert út að það að setja, vonandi!“ Eitt stig er ekki það sem Eyjamenn þurfa núna enda í mikilli fallbaráttu en Kristján lítur á þetta á jákvæðan hátt. „Þetta gefur okkur eitt stig í baráttunni en þetta gefur okkur líka einbeitingu, við vinnum bikarleikinn, eigum góðan leik í dag og eigum að vinna hann. Við erum sáttir með liðið en erum líka hundfúlir að fá ekki þrjú stig en þetta er svona, stöngin út, stöngin inn.“Gunnar Heiðar: Hefðum átt að taka þrjú stig í dag og fara inn í Þjóðhátíðina með þetta „good will“ Gunnar Heiðar Þorvaldsson var sammála þjálfara sínum með að þetta hafi verið svekkjandi úrslit. „Við getum sagt að þetta sé gríðarlega svekkjandi, mér fannst við vera mun betri aðilinn í leiknum. Þetta er orðin gömul klisja hjá manni, maður segir alltaf það sama eftir hvern leik. Við erum að gera barnaleg mistök sem hleypir andstæðingunum inn í leikinn og við gerum það enn og aftur í dag. Við erum með unnin leik og allt undir stjórn og svo kemur þetta upp og þeir komast aftur inn í þetta.“ „Svo fáum við dauðafæri til að klára þetta hérna í lokin en við erum bara aumingjar að klára þau ekki.“ ÍBV komst í góða stöðu undir lok leiks. Gunnar Heiðar var frír inni í teig en Shahab Tabar sem kom inn á ákvað að skjóta sjálfur en hefði Gunnar ekki viljað sjá hann senda boltann? „Hvað heldur þú?“ svarar hann um hæl. „Það skiptir engu máli, ef maður fær ekki þrjú stig þá getur maður alveg eins sleppt þessu. Það er það eina sem ég vil, þrjú stig.“ bætti Gunnar við. „Við hefðum átt að taka þrjú stig í dag og fara inn í Þjóðhátíðina með þetta „good will“ sem er búið að vera í gangi. Við ákváðum það eftir bikarleikinn að taka þetta með okkur í næstu leiki og byrja nýtt tímabil. Mér fannst við gera það í dag en því miður í dag voru það barnaleg mistök sem verða okkur að falli.“ „Næsta verkefni er Víkingur [R.] úti. Allir leikir núna eru bara úrslitaleikir hjá okkur. Ég hefði miklu frekar viljað spila ömurlega og fá þrjá punkta heldur en að spila vel og fá bara einn punkt.“ sagði Gunnar Heiðar að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti