Norðmenn skilja ekkert í því hvað varð um besta leikmann Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2017 10:30 Ada Hegerberg náði ekki að sýna sitt á EM. Vísir/Getty Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg stóð síðasta haust við hlið Cristiano Ronaldo upp á sviði í Mónakó þar sem þau tóku bæði við verðlaunum sem besta knattspyrnufólk Evrópu. Norðmenn trúa ekki því að það sé sami leikmaður og spilaði þrjá leiki á EM í Hollandi. Hvernig gat besti leikmaður álfunnar verið nánast ósýnilegur í þremur leikjum? Ada Hegerberg hefur spilað frábærlega með Evrópumeisturum Lyon undanfarin þrjú tímabil og meðal annars unnið Meistaradeildina síðustu tvö0 ár. Hún skoraði 20 mörk í 22 deildarleikjum með Lyon á síðasta tímabili og hefur skorað 79 deildarmörk fyrir franska félagið í aðeins 65 leikjum. Liðið hefur unnið tvöfalt í Frakklandi öll þrjú tímabilin. Það hefur því allt gengið upp hjá Ödu Hegerberg í Frakklandi, bæði henni sjálfri sem og hjá liðinu. Aðra sögu er að segja af norska landsliðinu sem var eina liðið á EM sem komst ekki á blað. Norðmenn yfirgefa nefnilega Evrópumótið í Hollandi stigalausir og án þess að skora mark. Ada Hegerberg endaði í 44. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flest skot að marki í riðlakeppninni. Það er fáránleg tölfræði hjá besta sóknarmanni álfunnar. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefði heldur betur fengið að heyra það hefði hann farið í gegnum heilt stórmót án þess að skora og án þess að liðið hans fengi eitt einasta stig. „Ég fékk ekki tækifæri til að nýta styrkleika mína og það tengist öðrum í liðinu,“ var afsökun Ödu Hegerberg eftir mót. Hún er súperstjarna en á ekki að geta gengið frá mótinu svona gagnrýnislaust. Það er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Dagbladet sem skrifar grein um Ödu Hegerberg þar sem hann segir að Hegerberg þurfi nú mest á hreinskilinni og fagmannlegri gagnrýni að halda. Ada Hegerberg hélt upp á 22 ára afmælið sitt rétt fyrir EM og á því nóg eftir. Það koma því önnur stórmót hjá henni eftir þetta og þar þurfa Norðmenn að hjálpa henni að sýna sitt rétta andlit.Ada Hegerberg með Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyAda Hegerberg er súperstjarna norska liðsins.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg stóð síðasta haust við hlið Cristiano Ronaldo upp á sviði í Mónakó þar sem þau tóku bæði við verðlaunum sem besta knattspyrnufólk Evrópu. Norðmenn trúa ekki því að það sé sami leikmaður og spilaði þrjá leiki á EM í Hollandi. Hvernig gat besti leikmaður álfunnar verið nánast ósýnilegur í þremur leikjum? Ada Hegerberg hefur spilað frábærlega með Evrópumeisturum Lyon undanfarin þrjú tímabil og meðal annars unnið Meistaradeildina síðustu tvö0 ár. Hún skoraði 20 mörk í 22 deildarleikjum með Lyon á síðasta tímabili og hefur skorað 79 deildarmörk fyrir franska félagið í aðeins 65 leikjum. Liðið hefur unnið tvöfalt í Frakklandi öll þrjú tímabilin. Það hefur því allt gengið upp hjá Ödu Hegerberg í Frakklandi, bæði henni sjálfri sem og hjá liðinu. Aðra sögu er að segja af norska landsliðinu sem var eina liðið á EM sem komst ekki á blað. Norðmenn yfirgefa nefnilega Evrópumótið í Hollandi stigalausir og án þess að skora mark. Ada Hegerberg endaði í 44. sæti yfir þá leikmenn sem áttu flest skot að marki í riðlakeppninni. Það er fáránleg tölfræði hjá besta sóknarmanni álfunnar. Það er ljóst að Cristiano Ronaldo hefði heldur betur fengið að heyra það hefði hann farið í gegnum heilt stórmót án þess að skora og án þess að liðið hans fengi eitt einasta stig. „Ég fékk ekki tækifæri til að nýta styrkleika mína og það tengist öðrum í liðinu,“ var afsökun Ödu Hegerberg eftir mót. Hún er súperstjarna en á ekki að geta gengið frá mótinu svona gagnrýnislaust. Það er að minnsta kosti skoðun blaðamanns Dagbladet sem skrifar grein um Ödu Hegerberg þar sem hann segir að Hegerberg þurfi nú mest á hreinskilinni og fagmannlegri gagnrýni að halda. Ada Hegerberg hélt upp á 22 ára afmælið sitt rétt fyrir EM og á því nóg eftir. Það koma því önnur stórmót hjá henni eftir þetta og þar þurfa Norðmenn að hjálpa henni að sýna sitt rétta andlit.Ada Hegerberg með Cristiano Ronaldo.Vísir/GettyAda Hegerberg er súperstjarna norska liðsins.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira