Innlent

John Snorri hefur trú á að hann muni sigra K2 í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
John Snorri Sigurjónsson hefur dvalið í fjórðu búðum síðustu klukkustundirnar.
John Snorri Sigurjónsson hefur dvalið í fjórðu búðum síðustu klukkustundirnar. Lífsspor á K2
„Ég hef trú á að ég muni sigra fjallið í nótt og standa á toppnum,“ segir John Snorri Sigurjónsson sem ætlar sér að reyna að ná tindi fjallsins K2 í nótt.

Á Facebook-síðu Lífsspors er birt kveðja frá John Snorra þar sem hann segir að nú þegar hann leggi af stað síðasta spölinn sé honum þakklæti efst í huga.

„Ég hef trú á að ég muni sigra fjallið í nótt og standa á toppnum. Það fyrsta sem ég ætla að gera þegar þangað kemur er að hringja í konuna mína, sem hefur staðið eins og klettur við bakið á mér. Mér líður vel - og er sannfærður að hugurinn mun hjálpa mér upp á topp,“ segir John Snorri.

Hann segir að allur sá stuðningur sem hann hafi fundið fyrir að heiman sé sér ómetanlegur. „[M]ér finnst í raun óraunverulegt að vita til þess að svo margir séu að fylgjast með mér gera þessa tilraun til að uppfylla þennan draum minn, draum sem ég hef borið svo lengi í brjósti. Að leggja af stað í lokaáfangann með stuðning fjölskyldunnar og fjölda annarra Íslendinga í hjarta er einstakt og veitir mér aukinn kraft,“ segir John Snorri.


Tengdar fréttir

Stefnir á topp K2 á föstudag

John Snorri stefnir að því að leggja af stað á toppinn laust eftir miðnætti í nótt og vera kominn á toppinn um hádegi að staðartíma á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×