Viðskipti innlent

Icelandair hagnaðist um rúman milljarð

Samúel Karl Ólason skrifar
"Vöxtur félagsins heldur áfram og við fluttum í fyrsta sinn yfir eina milljón farþega í millilandaflugi á öðrum ársfjórðungi og fjölgaði þeim um 13% milli ára.“
"Vöxtur félagsins heldur áfram og við fluttum í fyrsta sinn yfir eina milljón farþega í millilandaflugi á öðrum ársfjórðungi og fjölgaði þeim um 13% milli ára.“ Vísir/Vilhelm
Icelandair Group hagnaðist um ellefu milljónir dala á öðrum ársfjórðungi. Það samsvarar um 1,1 milljarði króna. Heiltartekjur jukust um ellefu prósent og sætanýting var 83,6 prósent. Það er auking um 2,4 prósentustig á milli ára. EBITDA var 42,3 milljónir dala, sambanborið við 53,9 miljónir í fyrra, og eiginfjárhlutfall félagsins var 34 prósent í lok júní.

„Rekstur annars ársfjórðungs gekk vel. Vöxtur félagsins heldur áfram og við fluttum í fyrsta sinn yfir eina milljón farþega í millilandaflugi á öðrum ársfjórðungi og fjölgaði þeim um 13% milli ára,“ segir Björgólfur Johannsson, forstjóri Icelandair, í tilkynningu frá félaginu.

„Það er ánægjulegt að sætanýtingin batnar á sama tíma og framboðið hefur verið aukið. Farþegum Air Iceland Connect fjölgar nokkuð milli ára og aukning er í leiguflugi og fraktstarfsemi. Á hótelum félagsins fjölgaði seldum gistinóttum milli ára en herbergjanýting minnkaði lítillega. Við uppfærum nú EBITDA spá okkar fyrir árið í 150-160 milljónir USD. Helsta ástæða þess er gengisþróun frá því að síðasta spá var birt.“

Frekari upplýsingar má finna í tilkynningu Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×