Magnþrungin saga hetjudáða og kraftaverka 27. júlí 2017 10:30 Dunkirk nýtur sín best á risavöxnu bíótjaldi. Nafnið Christopher Nolan er í dag löngu orðið að tákni um ákveðin gæði. Þessi breski leikstjóri og handritshöfundur er á meðal þeirra fremstu í sínu fagi þegar markmiðið er að tvinna saman hugmyndaríkar spennusögur eða öflugt sjónarspil við marglaga efnivið sem sækir oft í athyglisverð þemu. Nýjasta stórvirki Nolans markar hans fyrstu tilraun til þess að segja (stríðs)sögu sem á sér stoð í raunveruleikanum. Nánar tiltekið er hér sagt frá einu ótrúlegasta björgunarafreki mannkynssögunnar, sem fengið hefur viðurnefnið „kraftaverkið í Dunkirk“. Í seinni heimsstyrjöldinni tókst Bretum og bandamönnum þeirra að bjarga rúmlega 300 þúsund hermönnum úr sjálfheldu við strendur Dunkirk í Frakklandi og yfir Ermarsundið. Þetta tókst þrátt fyrir sífelldar árásir frá Þjóðverjum, sem fengu þær skipanir að granda öllum bátum og skipum sem myndu reyna að bjarga mönnunum. En átakanleg var biðin hjá varnarlausu hermönnunum og í langan tíma var útlitið allt annað en gott. Uppbyggingin á Dunkirk er ákaflega fersk og lifandi. Eins og svo oft gerist í myndum Nolans er mikil áhersla lögð á tímapressu og hvernig kapphlaup við klukkuna sjálfa verður að ágengum spennugjafa. Með Dunkirk vefur hann listilega saman þrjár mismunandi tímalínur; ein vika á ströndinni, einn dagur á sjó og ein klukkustund í loftinu í miðjum flughasar. Það vantar svo sannarlega ekki upp á að myndin sé mikilfengleg, hávær og epísk í umgjörð sinni og endursögn Nolans á þessum atburðum er smekklega meðhöndluð, en best nýtur hún sín í smærri augnablikunum, oftar en ekki þessum hljóðlátari. Leikstjórinn hefur mikinn Hollywood-pening á milli handanna en þrátt fyrir það er heildarsvipurinn langt frá því að vera „amerískur“. Nolan forðast melódrama eða klisjur eins og heitan eldinn og velur grípandi keyrslu og þrúgandi andrúmsloft fram yfir hefðbundna persónusköpun. Í myndinni er vonleysi og hræðsla oft á tíðum allsráðandi, rétt eins og heimþrá hermannanna, en handritið útskýrir sjaldan meira en þarf og ljóst er að leikstjórinn hefur sótt mikinn innblástur til þögulla kvikmynda. Ætlunin hér er ekki sú að kynnast lífi bresku (eða frönsku) hermannanna, heldur að sjá til þess að ringulreið atburðanna grípi áhorfandann föstum tökum, bæði til að flytja hann á staðinn og beina athyglinni meira að mannlegri samkennd og þrautseigju, og einnig til að sýna hve margs konar litlar hetjudáðir geta náð langt. Það er mjög trúverðugur bragur á öllu því sem varpað er á tjaldið (og enn frekar þegar svona lítið er gripið til tölvubrellna), fyrir utan reyndar vandræðalegan skort á blóði miðað við hörmungarnar sem við sjáum. Að mati undirritaðs lítur stundum út fyrir að vantað hafi fleiri statista til að fylla upp í ströndina. Áhorfandinn finnur lítið fyrir þessum fleiri hundruð þúsundum manna sem voru þarna fastir, en kannski getur þetta talist stíll hjá leikstjóranum til þess að innsigla einangrunina hjá hermönnunum í forgrunninum. Persónusköpunin er vissulega ekki upp á marga fiska og margir karakterar varla einu sinni nafngreindir, en eins og áður var nefnt kýs Nolan hvort sem er meira að huga að aðstæðunum frekar en sögu eða persónuleika mannanna. Það þýðir samt ekki að leikararnir séu persónuleikasnauðir. Hópurinn samanstendur af traustum þjörkum sem skilja heilmikið eftir sig með mjög litlu, þar meðtaldir eru Tom Hardy, Kenneth Branagh, Cillian Murphy, Jack Lowden, Damien Bonnard og Mark Rylance.Cillian Murphy, Barry Keoghan, Harry Styles og Kenneth Branagh eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í Dunkirk. NORDICPHOTOS/GETTYHinn óþekkti Fionn Whitehead er sömuleiðis sterkur sem táknmynd hins unga stríðsmanns sem er bugaður af ástandinu í kringum sig og vill umfram allt komast heim. Að setja Harry Styles úr One Direction í mikilvægt aukahlutverk reynist heldur ekki vera eins truflandi og margir hafa eflaust haldið og skilar drengurinn sínu hreint prýðilega. Nolan hefur annars oft verið gagnrýndur fyrir misgóð samtöl eða of langar myndir. Þess vegna má segja að í Dunkirk fái styrkleiki hans notið sín, til dæmis færni hans við að trekkja upp spennu, stilla upp skipulagðri kaótík þar sem hugað er að mannlega þættinum og sýnir þetta ekki síður áhuga leikstjórans á því að fara eftir sínum eigin reglum með frásagnarformið. Dunkirk er einnig stysta mynd Nolans í háa herrans tíð og er lítið lagt upp úr því að einblína á óþarfar uppfyllingar. En á móti er hvergi dauða mínútu að finna. Myndin fer hratt af stað, heillar stanslaust með mikilfenglegri umgjörð sinni, samsetningu og almennri tæknivinnslu sem á öll stærstu verðlaun skilið á komandi Óskarstíð. Tónlist Hans Zimmer er einnig stórkostleg og hamrar snillingurinn ofan í mann spennuna með magnandi tónum sínum og tilheyrandi klukkutifi, sem smellur fullkomlega við byggingu og takt myndarinnar. Það fylgir efniviðnum að frásögnin endurtaki sig svolítið en með því að útbúa stríðssögu sem háspennutrylli sér Nolan til þess að útkoman sleppir ekki takinu á áhorfendum fyrr en þeir eru orðnir úrvinda á lokamínútunum. Og úrvinda verða þeir, á bestan máta. Niðurstaða: Epísk, grípandi og glæsilega unnin stríðssaga þar sem lögð er mikil áhersla á mannlega þáttinn og smáatriði. Mynd sem best nýtur sín á stærsta bíótjaldinu sem þú finnur. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Íslendingur yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk Eggert Ketilsson hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis. 14. júlí 2017 14:00 Harry hitti Harry á frumsýningu Dunkirk Prinsinn gaf sér tíma til þess að taka í höndina á nafna sínum, Harry Styles, sem þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni. 14. júlí 2017 11:14 Nýjasta stiklan úr Dunkirk: Uppgjöf kemur ekki til greina Myndin verður frumsýnd 21. júlí næstkomandi. 5. maí 2017 18:54 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Nafnið Christopher Nolan er í dag löngu orðið að tákni um ákveðin gæði. Þessi breski leikstjóri og handritshöfundur er á meðal þeirra fremstu í sínu fagi þegar markmiðið er að tvinna saman hugmyndaríkar spennusögur eða öflugt sjónarspil við marglaga efnivið sem sækir oft í athyglisverð þemu. Nýjasta stórvirki Nolans markar hans fyrstu tilraun til þess að segja (stríðs)sögu sem á sér stoð í raunveruleikanum. Nánar tiltekið er hér sagt frá einu ótrúlegasta björgunarafreki mannkynssögunnar, sem fengið hefur viðurnefnið „kraftaverkið í Dunkirk“. Í seinni heimsstyrjöldinni tókst Bretum og bandamönnum þeirra að bjarga rúmlega 300 þúsund hermönnum úr sjálfheldu við strendur Dunkirk í Frakklandi og yfir Ermarsundið. Þetta tókst þrátt fyrir sífelldar árásir frá Þjóðverjum, sem fengu þær skipanir að granda öllum bátum og skipum sem myndu reyna að bjarga mönnunum. En átakanleg var biðin hjá varnarlausu hermönnunum og í langan tíma var útlitið allt annað en gott. Uppbyggingin á Dunkirk er ákaflega fersk og lifandi. Eins og svo oft gerist í myndum Nolans er mikil áhersla lögð á tímapressu og hvernig kapphlaup við klukkuna sjálfa verður að ágengum spennugjafa. Með Dunkirk vefur hann listilega saman þrjár mismunandi tímalínur; ein vika á ströndinni, einn dagur á sjó og ein klukkustund í loftinu í miðjum flughasar. Það vantar svo sannarlega ekki upp á að myndin sé mikilfengleg, hávær og epísk í umgjörð sinni og endursögn Nolans á þessum atburðum er smekklega meðhöndluð, en best nýtur hún sín í smærri augnablikunum, oftar en ekki þessum hljóðlátari. Leikstjórinn hefur mikinn Hollywood-pening á milli handanna en þrátt fyrir það er heildarsvipurinn langt frá því að vera „amerískur“. Nolan forðast melódrama eða klisjur eins og heitan eldinn og velur grípandi keyrslu og þrúgandi andrúmsloft fram yfir hefðbundna persónusköpun. Í myndinni er vonleysi og hræðsla oft á tíðum allsráðandi, rétt eins og heimþrá hermannanna, en handritið útskýrir sjaldan meira en þarf og ljóst er að leikstjórinn hefur sótt mikinn innblástur til þögulla kvikmynda. Ætlunin hér er ekki sú að kynnast lífi bresku (eða frönsku) hermannanna, heldur að sjá til þess að ringulreið atburðanna grípi áhorfandann föstum tökum, bæði til að flytja hann á staðinn og beina athyglinni meira að mannlegri samkennd og þrautseigju, og einnig til að sýna hve margs konar litlar hetjudáðir geta náð langt. Það er mjög trúverðugur bragur á öllu því sem varpað er á tjaldið (og enn frekar þegar svona lítið er gripið til tölvubrellna), fyrir utan reyndar vandræðalegan skort á blóði miðað við hörmungarnar sem við sjáum. Að mati undirritaðs lítur stundum út fyrir að vantað hafi fleiri statista til að fylla upp í ströndina. Áhorfandinn finnur lítið fyrir þessum fleiri hundruð þúsundum manna sem voru þarna fastir, en kannski getur þetta talist stíll hjá leikstjóranum til þess að innsigla einangrunina hjá hermönnunum í forgrunninum. Persónusköpunin er vissulega ekki upp á marga fiska og margir karakterar varla einu sinni nafngreindir, en eins og áður var nefnt kýs Nolan hvort sem er meira að huga að aðstæðunum frekar en sögu eða persónuleika mannanna. Það þýðir samt ekki að leikararnir séu persónuleikasnauðir. Hópurinn samanstendur af traustum þjörkum sem skilja heilmikið eftir sig með mjög litlu, þar meðtaldir eru Tom Hardy, Kenneth Branagh, Cillian Murphy, Jack Lowden, Damien Bonnard og Mark Rylance.Cillian Murphy, Barry Keoghan, Harry Styles og Kenneth Branagh eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í Dunkirk. NORDICPHOTOS/GETTYHinn óþekkti Fionn Whitehead er sömuleiðis sterkur sem táknmynd hins unga stríðsmanns sem er bugaður af ástandinu í kringum sig og vill umfram allt komast heim. Að setja Harry Styles úr One Direction í mikilvægt aukahlutverk reynist heldur ekki vera eins truflandi og margir hafa eflaust haldið og skilar drengurinn sínu hreint prýðilega. Nolan hefur annars oft verið gagnrýndur fyrir misgóð samtöl eða of langar myndir. Þess vegna má segja að í Dunkirk fái styrkleiki hans notið sín, til dæmis færni hans við að trekkja upp spennu, stilla upp skipulagðri kaótík þar sem hugað er að mannlega þættinum og sýnir þetta ekki síður áhuga leikstjórans á því að fara eftir sínum eigin reglum með frásagnarformið. Dunkirk er einnig stysta mynd Nolans í háa herrans tíð og er lítið lagt upp úr því að einblína á óþarfar uppfyllingar. En á móti er hvergi dauða mínútu að finna. Myndin fer hratt af stað, heillar stanslaust með mikilfenglegri umgjörð sinni, samsetningu og almennri tæknivinnslu sem á öll stærstu verðlaun skilið á komandi Óskarstíð. Tónlist Hans Zimmer er einnig stórkostleg og hamrar snillingurinn ofan í mann spennuna með magnandi tónum sínum og tilheyrandi klukkutifi, sem smellur fullkomlega við byggingu og takt myndarinnar. Það fylgir efniviðnum að frásögnin endurtaki sig svolítið en með því að útbúa stríðssögu sem háspennutrylli sér Nolan til þess að útkoman sleppir ekki takinu á áhorfendum fyrr en þeir eru orðnir úrvinda á lokamínútunum. Og úrvinda verða þeir, á bestan máta. Niðurstaða: Epísk, grípandi og glæsilega unnin stríðssaga þar sem lögð er mikil áhersla á mannlega þáttinn og smáatriði. Mynd sem best nýtur sín á stærsta bíótjaldinu sem þú finnur.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Íslendingur yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk Eggert Ketilsson hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis. 14. júlí 2017 14:00 Harry hitti Harry á frumsýningu Dunkirk Prinsinn gaf sér tíma til þess að taka í höndina á nafna sínum, Harry Styles, sem þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni. 14. júlí 2017 11:14 Nýjasta stiklan úr Dunkirk: Uppgjöf kemur ekki til greina Myndin verður frumsýnd 21. júlí næstkomandi. 5. maí 2017 18:54 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Íslendingur yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk Eggert Ketilsson hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis. 14. júlí 2017 14:00
Harry hitti Harry á frumsýningu Dunkirk Prinsinn gaf sér tíma til þess að taka í höndina á nafna sínum, Harry Styles, sem þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni. 14. júlí 2017 11:14
Nýjasta stiklan úr Dunkirk: Uppgjöf kemur ekki til greina Myndin verður frumsýnd 21. júlí næstkomandi. 5. maí 2017 18:54