ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 14:12 Jean-Claude Juncker gagnrýnir Bandaríkin vegna frumvarps um að herða refsiaðgerðir gegn Rússum. Vísir/AFP Evrópusambandið gæti gripið til ráðstafana til að vinna gegn hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem bandarískir þingmenn samþykktu í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að með þeim sé vestræn samstaða rofin og orkuöryggis aðildarríkjanna ógnað. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga og afskipta af bandarísku forsetakosningunum í gær. „Bandaríska frumvarpið gæti haft ófyrirséð áhrif sá orkuöryggis Evrópusambandsins,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í yfirlýsingu í dag.Sjá einnig:Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Taki Bandaríkin ekki tillit til athugasemda sambandsins muni það grípa til aðgerða á næstu dögum. Óttast evrópskir ráðamenn að refsiaðgerðirnar ógni olíu- og gasviðskiptum við Rússa sem Evrópulönd reiða sig á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „„Bandaríkin fyrst“ getur ekki þýtt að hagsmunir Evrópu séu í síðasta sæti,“ sagði Juncker og vísaði til slagorðs Donalds Trump forseta.Gætu reynt að fá undanþágu fyrir evrópsk orkufyrirtækiTrump er raunar sagður andsnúinn hertum refsiaðgerðum en hann hefur viljað lappa upp á samskiptin við rússnesk stjórnvöld. Það hefur þó reynst viðkvæmt í ljósi þess að bandaríska leyniþjónustan telur Rússa hafa beitt sér í forsetakosningunum í fyrra til að tryggja Trump sigur, meðal annars með því að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og leka upplýsingum þaðan. Embættismenn ESB segja að þeir gætu reynt að koma í veg fyrir að refsiaðgerðum verði beitt eða þrýst á bandarísk stjórnvöld um að evrópsk orkufyrirtæki verði undanþegin þeim. Þeir gætu einnig lagt fram kvörtun við Alþjóðaviðskiptastofnunina. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja frumvarpið og óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að hertar refsiaðgerðir verði að lögum. Samkvæmt einu ákvæða laganna þyrfti Trump leyfi frá þinginu til að aflétta refsiaðgerðunum. Tengdar fréttir Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Evrópusambandið gæti gripið til ráðstafana til að vinna gegn hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem bandarískir þingmenn samþykktu í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að með þeim sé vestræn samstaða rofin og orkuöryggis aðildarríkjanna ógnað. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga og afskipta af bandarísku forsetakosningunum í gær. „Bandaríska frumvarpið gæti haft ófyrirséð áhrif sá orkuöryggis Evrópusambandsins,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í yfirlýsingu í dag.Sjá einnig:Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Taki Bandaríkin ekki tillit til athugasemda sambandsins muni það grípa til aðgerða á næstu dögum. Óttast evrópskir ráðamenn að refsiaðgerðirnar ógni olíu- og gasviðskiptum við Rússa sem Evrópulönd reiða sig á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „„Bandaríkin fyrst“ getur ekki þýtt að hagsmunir Evrópu séu í síðasta sæti,“ sagði Juncker og vísaði til slagorðs Donalds Trump forseta.Gætu reynt að fá undanþágu fyrir evrópsk orkufyrirtækiTrump er raunar sagður andsnúinn hertum refsiaðgerðum en hann hefur viljað lappa upp á samskiptin við rússnesk stjórnvöld. Það hefur þó reynst viðkvæmt í ljósi þess að bandaríska leyniþjónustan telur Rússa hafa beitt sér í forsetakosningunum í fyrra til að tryggja Trump sigur, meðal annars með því að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og leka upplýsingum þaðan. Embættismenn ESB segja að þeir gætu reynt að koma í veg fyrir að refsiaðgerðum verði beitt eða þrýst á bandarísk stjórnvöld um að evrópsk orkufyrirtæki verði undanþegin þeim. Þeir gætu einnig lagt fram kvörtun við Alþjóðaviðskiptastofnunina. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja frumvarpið og óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að hertar refsiaðgerðir verði að lögum. Samkvæmt einu ákvæða laganna þyrfti Trump leyfi frá þinginu til að aflétta refsiaðgerðunum.
Tengdar fréttir Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30