Beðið milli vonar og ótta Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2017 07:00 Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. „Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. Önnur tilvitnunin er rituð fyrir Kristsburð, hin á síðustu öld. Önnur fyrir botni Miðjarðarhafs, hin á eyju norður í höfum. Báðar eru jafn sannar, þóttir gestirnir svokölluðu séu misheppnir með fæðingarstað. Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur. Ein þeirra eru feðginin Abrahim Maleki og hin ellefu ára gamla dóttir hans Hanyie. Abrahim er Afgani en fjölskylda hans flúði til Írans, þar sem dóttir hans fæddist. Hún hefur aldrei búið í landi föður síns og á þar enga fjölskyldu. Móðirin yfirgaf þau fyrir tíu árum og barnið hefur engar minningar um hana. Hingað eru feðginin komin í þeirri von að fá alþjóðlega vernd, eftir að hafa verið á flótta um langt skeið. Líkt og aðrir feður vill Abrahim barni sínu aðeins það besta, hann vill að dóttir hans alist upp í friði og öryggi, fái að ganga menntaveginn og verða hamingjusöm í landi sem virðir mannréttindi. Þar sem mannúð og manngæska er innbyggð í þjóðarsálina. „Í hverju barni sé ég þína mynd“ segir í fallegum jólasálmi. Þessi orð eru í anda frelsarans sem sagði: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Ég bið þau sem eru í því vandasama hlutverki að taka ákvarðanir um framtíð þeirra sem hingað leita í neyð sinni, að leyfa Abrahim og Hanyie að eiga hér framtíðarheimili. Við erum öll gestir á hótel jörð. Það hlýtur að vera laust pláss á hótel Íslandi fyrir þau. Sýnum mannúð og tryggjum þeim örugga framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. „Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. Önnur tilvitnunin er rituð fyrir Kristsburð, hin á síðustu öld. Önnur fyrir botni Miðjarðarhafs, hin á eyju norður í höfum. Báðar eru jafn sannar, þóttir gestirnir svokölluðu séu misheppnir með fæðingarstað. Margir fá ekki lifað í fæðingarlandi sínu vegna ófriðar, óréttlætis eða af öðrum ástæðum. Sumir þeirra hafa leitað til Íslands og beðið um leyfi til að lifa hér og starfa. Saga þeirra er jafnan átakanleg, þar sem fólk hefur flúið hræðilegar aðstæður og valið lífið fram yfir miklar hörmungar og hættur. Ein þeirra eru feðginin Abrahim Maleki og hin ellefu ára gamla dóttir hans Hanyie. Abrahim er Afgani en fjölskylda hans flúði til Írans, þar sem dóttir hans fæddist. Hún hefur aldrei búið í landi föður síns og á þar enga fjölskyldu. Móðirin yfirgaf þau fyrir tíu árum og barnið hefur engar minningar um hana. Hingað eru feðginin komin í þeirri von að fá alþjóðlega vernd, eftir að hafa verið á flótta um langt skeið. Líkt og aðrir feður vill Abrahim barni sínu aðeins það besta, hann vill að dóttir hans alist upp í friði og öryggi, fái að ganga menntaveginn og verða hamingjusöm í landi sem virðir mannréttindi. Þar sem mannúð og manngæska er innbyggð í þjóðarsálina. „Í hverju barni sé ég þína mynd“ segir í fallegum jólasálmi. Þessi orð eru í anda frelsarans sem sagði: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Ég bið þau sem eru í því vandasama hlutverki að taka ákvarðanir um framtíð þeirra sem hingað leita í neyð sinni, að leyfa Abrahim og Hanyie að eiga hér framtíðarheimili. Við erum öll gestir á hótel jörð. Það hlýtur að vera laust pláss á hótel Íslandi fyrir þau. Sýnum mannúð og tryggjum þeim örugga framtíð.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun