Valtað yfir Vestfirðinga Gísli Sigurðsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum talsmanna norskra aflandsfyrirtækja í sjókvíaeldi á laxi undanfarnar vikur. Tilefnin hafa verið málefna- og efnislegir úrskurðir Skipulagsstofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og nú síðast áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna laxeldis í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur – byggt á viðurkenndum vísindarannsóknum. Þetta eru fyrstu afgerandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda og rannsóknarstofnana þar sem tekin eru af öll tvímæli um að norsku aflandsfyrirtækin geti ekki gengið sjálfala hér um firði og flóa og dritað niður sjókvíum eins og þeim þykir sjálfum best henta fyrir skammtímahagnað sinn. Talsmenn aflandsfyrirtækjanna hafa kosið að beita fyrir sig hagsmunum almennings á Vestfjörðum – líkt og þegar almennir borgarar eru notaðir sem hlífiskjöldur í hernaði. Við blasir að fiskeldi í smáum stíl hefur verið lyftistöng í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum – enda þarf ekki mikið til í svo fámennum byggðum. Áform norsku aflandsfyrirtækjanna um risafiskeldi, byggð á efnahagsmódeli nýlendutímans, eru hins vegar af annarri stærðargráðu og henta alls ekki dreifðum byggðum á Vestfjörðum – m.a. vegna þeirra gríðarlega neikvæðu samfélags- og umhverfisáhrifa sem eldið myndi hafa, ekki bara á Vestfjörðum heldur líka um allt land. Viðurkenndar rannsóknir á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis á laxi hafa sýnt að lúsafaraldrar myndu leggjast á og drepa lax og silung í sjó vestra, saurmengun, fóður- og lyfjaleifar spilla æðarvarpi og fiskimiðum, sérstaklega skelfiski á borð við rækju, og sleppifiskar úr kvíunum blandast villta laxinum og eyða honum í öllum íslenskum ám, hringinn í kringum landið. Málið snýst ekki bara um einhverjar „sprænur í Djúpinu“ eins og stórkarlar að vestan láta hafa eftir sér. Á Vestfjörðum er fjöldi fólks sem hefur atvinnu af smábátaveiðum og sjóstangaveiði, æðarrækt og þjónustu við ferðamenn sem sækjast eftir að komast í óspillta náttúru þessa einstaka landshluta. Að ekki sé talað um saltverksmiðjuna á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp – sem yrði fyrsta fórnarlamb áformaðs fiskeldis í Djúpinu vegna mengunar. Talsmenn norsku aflandsfyrirtækjanna láta eins og þetta fólk sé ekki til og treysta á að það sjálft þori ekki að láta í sér heyra af ótta við harkaleg viðbrögð þeirra sem betur mega þar vestra – og í Noregi. Valdhrokinn og yfirgangurinn er svo mikill að um allt land hræðist fólk atvinnumissi ef það dirfist að tala máli náttúrunnar og hagsmuna þeirra fjölmörgu sem hafa afkomu sína og lífsánægju af því að henni sé ekki spillt. Við verðum að vona og treysta því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld í landinu láti ekki stjórnast af sérhagsmunum norskra aflandsfyrirtækja og hafi afl til að fylgja þeim lögum sem í gildi eru, virða alþjóðlega sáttmála um vernd villtra dýra og miða ávallt við almannahag og bestu fáanlegu þekkingu á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Fiskeldi er ágæt leið til að framleiða matvæli en það á heima í lokuðum kerfum sem menga ekki umhverfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með viðbrögðum talsmanna norskra aflandsfyrirtækja í sjókvíaeldi á laxi undanfarnar vikur. Tilefnin hafa verið málefna- og efnislegir úrskurðir Skipulagsstofnunar og úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og nú síðast áhættumat Hafrannsóknarstofnunar vegna laxeldis í opnum sjókvíum við Íslandsstrendur – byggt á viðurkenndum vísindarannsóknum. Þetta eru fyrstu afgerandi viðbrögð íslenskra stjórnvalda og rannsóknarstofnana þar sem tekin eru af öll tvímæli um að norsku aflandsfyrirtækin geti ekki gengið sjálfala hér um firði og flóa og dritað niður sjókvíum eins og þeim þykir sjálfum best henta fyrir skammtímahagnað sinn. Talsmenn aflandsfyrirtækjanna hafa kosið að beita fyrir sig hagsmunum almennings á Vestfjörðum – líkt og þegar almennir borgarar eru notaðir sem hlífiskjöldur í hernaði. Við blasir að fiskeldi í smáum stíl hefur verið lyftistöng í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum – enda þarf ekki mikið til í svo fámennum byggðum. Áform norsku aflandsfyrirtækjanna um risafiskeldi, byggð á efnahagsmódeli nýlendutímans, eru hins vegar af annarri stærðargráðu og henta alls ekki dreifðum byggðum á Vestfjörðum – m.a. vegna þeirra gríðarlega neikvæðu samfélags- og umhverfisáhrifa sem eldið myndi hafa, ekki bara á Vestfjörðum heldur líka um allt land. Viðurkenndar rannsóknir á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis á laxi hafa sýnt að lúsafaraldrar myndu leggjast á og drepa lax og silung í sjó vestra, saurmengun, fóður- og lyfjaleifar spilla æðarvarpi og fiskimiðum, sérstaklega skelfiski á borð við rækju, og sleppifiskar úr kvíunum blandast villta laxinum og eyða honum í öllum íslenskum ám, hringinn í kringum landið. Málið snýst ekki bara um einhverjar „sprænur í Djúpinu“ eins og stórkarlar að vestan láta hafa eftir sér. Á Vestfjörðum er fjöldi fólks sem hefur atvinnu af smábátaveiðum og sjóstangaveiði, æðarrækt og þjónustu við ferðamenn sem sækjast eftir að komast í óspillta náttúru þessa einstaka landshluta. Að ekki sé talað um saltverksmiðjuna á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp – sem yrði fyrsta fórnarlamb áformaðs fiskeldis í Djúpinu vegna mengunar. Talsmenn norsku aflandsfyrirtækjanna láta eins og þetta fólk sé ekki til og treysta á að það sjálft þori ekki að láta í sér heyra af ótta við harkaleg viðbrögð þeirra sem betur mega þar vestra – og í Noregi. Valdhrokinn og yfirgangurinn er svo mikill að um allt land hræðist fólk atvinnumissi ef það dirfist að tala máli náttúrunnar og hagsmuna þeirra fjölmörgu sem hafa afkomu sína og lífsánægju af því að henni sé ekki spillt. Við verðum að vona og treysta því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld í landinu láti ekki stjórnast af sérhagsmunum norskra aflandsfyrirtækja og hafi afl til að fylgja þeim lögum sem í gildi eru, virða alþjóðlega sáttmála um vernd villtra dýra og miða ávallt við almannahag og bestu fáanlegu þekkingu á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis. Fiskeldi er ágæt leið til að framleiða matvæli en það á heima í lokuðum kerfum sem menga ekki umhverfið.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun