Tafir á opnun Mathallar á Hlemmi: Smá pirringur en enginn hætt við Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júlí 2017 16:00 Vafalaust bíða margir spenntir eftir því að geta gætt sér á því góðgæti sem mun finnast á Hlemmi Mathöll. vísir/eyþór Þó nokkur töf hefur orðið á opnun Mathallarinnar á Hlemmi sökum þess að upphaflegar framkvæmdir voru vanmetnar að sögn Ragnars Egillssonar, framkvæmdastjóra Mathallarinnar. Stefnt er að því að opna Mathöllina í ágúst. „Við höfum verið að miða við aðra helgina í ágúst, eina sem er eitthvað óráðið þar er að fá loka úttekt frá Heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Ragnar.Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri ásamt Bryndísi Sveinsdóttur, sem sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Vísir/EyþórEnginn hætt við Ragnar segir að tíu rekstraraðilar muni vera með pláss í matarhöllinni. Enginn hafi hætt við vegna tafanna, að undanskildum einum pop up veitingastað sem átti að brúa bilið þar til einn rekstraraðilanna væri laus til að taka við sínum bás. Sá staður fann sér varanlegt heimili annarsstaðar að sögn Ragnars en þeir hafi svo sem búist við því. „Það hafa allir staðið fastir á sínu og staðið saman í þessu,“ segir Ragnar um rekstraraðilana. Aðspurður hvort pirringur hafi látið á sér kræla varðandi töfina segir Ragnar að það sé vissulega svo. „Jú sjálfsagt er fólk orðið pirrað og við náttúrulega líka. Þetta er náttúrulega búið að ílengjast miklu meira en áætlað var. Þetta hefur alveg komið niður á öllum, hvort sem það eru einstakir rekstraraðilar eða við sem erum að sjá um heildar batteríið,“ segir Ragnar. Hann segist ekki vita hvers vegna framkvæmdirnar hafi verið vanmetnar svo mjög.Nokkuð fram úr kostnaðaráætlun Vísir greindi frá því í lok maí að kostnaður væri kominn 45 milljónir umfram áætlun. Þá hefðu viðgerðir á þaki verið 35 milljónir af þessum 45 milljónum. Aðspurður hversu mikið þeir séu komnir fram úr kostnaðaráætlun segir Ragnar að hann sé ekki með þær tölur á reiðum höndum. Líklega sé þó eitthvað búið að bætast við en að það sé ekki útséð um heildarkostnað fyrr en Mathöllin opnar. Tengdar fréttir Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. 1. mars 2016 13:36 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Þó nokkur töf hefur orðið á opnun Mathallarinnar á Hlemmi sökum þess að upphaflegar framkvæmdir voru vanmetnar að sögn Ragnars Egillssonar, framkvæmdastjóra Mathallarinnar. Stefnt er að því að opna Mathöllina í ágúst. „Við höfum verið að miða við aðra helgina í ágúst, eina sem er eitthvað óráðið þar er að fá loka úttekt frá Heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Ragnar.Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri ásamt Bryndísi Sveinsdóttur, sem sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Vísir/EyþórEnginn hætt við Ragnar segir að tíu rekstraraðilar muni vera með pláss í matarhöllinni. Enginn hafi hætt við vegna tafanna, að undanskildum einum pop up veitingastað sem átti að brúa bilið þar til einn rekstraraðilanna væri laus til að taka við sínum bás. Sá staður fann sér varanlegt heimili annarsstaðar að sögn Ragnars en þeir hafi svo sem búist við því. „Það hafa allir staðið fastir á sínu og staðið saman í þessu,“ segir Ragnar um rekstraraðilana. Aðspurður hvort pirringur hafi látið á sér kræla varðandi töfina segir Ragnar að það sé vissulega svo. „Jú sjálfsagt er fólk orðið pirrað og við náttúrulega líka. Þetta er náttúrulega búið að ílengjast miklu meira en áætlað var. Þetta hefur alveg komið niður á öllum, hvort sem það eru einstakir rekstraraðilar eða við sem erum að sjá um heildar batteríið,“ segir Ragnar. Hann segist ekki vita hvers vegna framkvæmdirnar hafi verið vanmetnar svo mjög.Nokkuð fram úr kostnaðaráætlun Vísir greindi frá því í lok maí að kostnaður væri kominn 45 milljónir umfram áætlun. Þá hefðu viðgerðir á þaki verið 35 milljónir af þessum 45 milljónum. Aðspurður hversu mikið þeir séu komnir fram úr kostnaðaráætlun segir Ragnar að hann sé ekki með þær tölur á reiðum höndum. Líklega sé þó eitthvað búið að bætast við en að það sé ekki útséð um heildarkostnað fyrr en Mathöllin opnar.
Tengdar fréttir Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. 1. mars 2016 13:36 Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00 Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Mathöll verður opnuð á Hlemmi í haust Reykjavíkurborg og Sjávarklasinn skrifuðu í dag undir samstarfssamning um mathöll sem opna mun á Hlemmi í haust. 1. mars 2016 13:36
Vilja að Hlemmur verði mathöll Íslenski sjávarklasinn í viðræður við borgina um rekstur á Hlemmi. 19. ágúst 2015 07:00
Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma 27. maí 2017 07:00