Fótbolti

María Þóris, ekki Þórirs, tæp en vonast til að spila

Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar
María og stöllur hennar í norska landsliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir því hollenska í fyrsta leik sínum og því belgíska í leik númer tvö.
María og stöllur hennar í norska landsliðinu þurftu að sætta sig við tap fyrir því hollenska í fyrsta leik sínum og því belgíska í leik númer tvö. vísir/getty
María Þórisdóttir, varnarmaður norska landsliðsins í knattspyrnu, tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær. María spilaði allan leikinn gegn Hollandi í opnunarleik EM en meiddist á æfingu fyrir næsta leik gegn Belgíu. Báðir leikir töpuðust og er von Norðmanna veik fyrir lokaumferð riðilsins í kvöld.

María spilaði á miðjunni í fyrsta leiknum gegn Hollandi en fékk endurtekna krampa í aðdraganda Belgíuleiksins sem komu í veg fyrir að hún gæti spilað. Hún hefur verið í nálastungum og vonast til að geta spilað í kvöld.

Um það er fjallað í norskum miðlum í dag hvers vegna María sé Þórisdóttir en ekki Þórirsdóttir. Pabbi hennar er sem kunnugt er landsliðsþjálfari kvenna í handbolta í Noregi. Þórir svarar spurningunni í viðtali við TV2 og kynnir Norðmenn fyrir íslensku.

Norðmenn verða að vinna þriggja marka sigur á Dönum í lokaleik sínum í A-riðli og um leið treysta á sigur Hollendinga gegn Belgum. Veik von en þó von fyrir síðasta leik.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×