Scaramucci ber það fyrir sig að gamlar skoðanir eigi ekki að hafa áhrif á hans störf enda hafi skoðanir hans breyst og þróast með tíð og tíma.
Full transparency: I'm deleting old tweets. Past views evolved & shouldn't be a distraction. I serve @POTUS agenda & that's all that matters
— Anthony Scaramucci (@Scaramucci) July 22, 2017
Donald Trump tilkynnti á föstudag að hann hygðist ráða Scaramucci sem samskiptastjóra embættisins. Scaramucci hafði þá áður unnið á Wall Street.
Í kjölfarið tilkynnti Sean Spicer, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, að hann hygðist segja starfi sínu lausu. Var hann ósáttur við ráðningu Scaramucci. Sarah Huckabee Sanders hefur tekið við starfi Spicer.
Samfélagsmiðlar voru ekki lengi að grafast fyrir um gömlu tíst Scaramucci. Brot af þeim má sjá hér að neðan.
Weirdly these are being deleted! But the Internet is forever, Anthony Scaramucci. pic.twitter.com/wYTeULnxMW
— Shannon Watts (@shannonrwatts) July 21, 2017