Innlent

Leit að manninum sem féll í Gullfoss hefur verið frestað

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Myndin sem lögreglan á Suðurlandi hefur birt af Nika Begades er úr öryggismyndavélum við Gullfoss. Í kringum fimmtíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum við leitina.
Myndin sem lögreglan á Suðurlandi hefur birt af Nika Begades er úr öryggismyndavélum við Gullfoss. Í kringum fimmtíu björgunarsveitarmenn hafa verið að störfum við leitina. vísir
Leit af Nika Begades, sem féll í Gullfoss síðastliðinn miðvikudag, var haldið áfram í dag. Leitin skilaði ekki árangri og hefur henni verið frestað um sinn. Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook.

Leitarsvæðið var stækkað í dag. Leitað var frá Laugarási og upp í Brattholt. Leitin skilaði ekki árangri. Þá mun Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum hafa eftirlit við ánna á næstu dögum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×