Dagný: Ég er með takkafar yfir öll rifbeinin Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 19:42 Dagný Brynjarsdóttir í leiknum í kvöld. vísir/getty Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark Íslands á móti Sviss í 2-1 tapinu á Tjarnarhæðinni í kvöld en stelpurnar okkar eru án stiga eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með sínu fyrsta marki í síðustu fimm leikjum en fékk svo á sig tvö og tapaði leiknum. „Þetta var ógeðslega svekkjandi. Eftir að við skorum fyrsta markið var þetta í okkar höndum en svo hleypum við þeim inn í leikinn. Við gerum þetta erfitt fyrir okkur og fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Dagný við Vísi eftir leik.Viðtalið má sjá hér að neðan.„Við erum ekki vanar að fá á okkur mörk eftir fyrigjafir en ef ég á að segja alveg eins og er man ég ekki það vel eftir mörkunum þeirra. Við þurfum bara að skoða það sem við gerðum ekki vel í dag og bæta það fyrir næsta leik.“ Dagný var tækluð svakalega í byrjun leiks af Lauru Dickermann, fyrirliða Sviss. Sú svissneska stimplaði Dagnýju með sólanum og hefði átt að fá rautt spjald. „Ég er með takkafar á öllum rifbeinunum. Svona leyfði dómarinn leiknum að ganga. Það er eiginlega ótrúlegt að enginn í þessum leik hafi fengið rautt spjald. Mér fannst dómarinn aðeins vera að missa tökin á honum,“ sagði Dagný sem var ósátt með dómarann. „Við erum góðar í loftinu en það er dæmt brot á okkur sama hvað við gerum. Vonandi fáum við almennilega dómara í næsta leik.“ Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan í leiknum en Dagný var ekki alveg búin að melta það svona snemma eftir leik. „Ég er ekkert búin að hugsa út í það. Ég verð bara að horfa á leikinn aftur og sjá hvernig þetta er. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur eins og við gerðum í byrjun. Við þurfum bara að horfa á leikinn og sjá hvað við getum gert betur,“ sagði hún en hvernig var að spila á móti liði sem fór svona mikið í grasið og komst upp með það? „Auðvitað er það erfitt. Maður áttar sig ekki á því hvernig maður á að vinna boltann þegar þær eru bara komnar í grasið um leið og einhver snertir þær. Vonandi verða dómarar í næsta leik sem að sjá þetta. Ég hefði viljað sjá spjald fyrir leikaraskap fljótlega,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15 Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28 Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08 Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir lagði upp mark Íslands á móti Sviss í 2-1 tapinu á Tjarnarhæðinni í kvöld en stelpurnar okkar eru án stiga eftir tvo leiki á Evrópumótinu. Íslenska liðið komst yfir í leiknum með sínu fyrsta marki í síðustu fimm leikjum en fékk svo á sig tvö og tapaði leiknum. „Þetta var ógeðslega svekkjandi. Eftir að við skorum fyrsta markið var þetta í okkar höndum en svo hleypum við þeim inn í leikinn. Við gerum þetta erfitt fyrir okkur og fáum á okkur tvö mörk,“ sagði Dagný við Vísi eftir leik.Viðtalið má sjá hér að neðan.„Við erum ekki vanar að fá á okkur mörk eftir fyrigjafir en ef ég á að segja alveg eins og er man ég ekki það vel eftir mörkunum þeirra. Við þurfum bara að skoða það sem við gerðum ekki vel í dag og bæta það fyrir næsta leik.“ Dagný var tækluð svakalega í byrjun leiks af Lauru Dickermann, fyrirliða Sviss. Sú svissneska stimplaði Dagnýju með sólanum og hefði átt að fá rautt spjald. „Ég er með takkafar á öllum rifbeinunum. Svona leyfði dómarinn leiknum að ganga. Það er eiginlega ótrúlegt að enginn í þessum leik hafi fengið rautt spjald. Mér fannst dómarinn aðeins vera að missa tökin á honum,“ sagði Dagný sem var ósátt með dómarann. „Við erum góðar í loftinu en það er dæmt brot á okkur sama hvað við gerum. Vonandi fáum við almennilega dómara í næsta leik.“ Spilamennska íslenska liðsins var upp og ofan í leiknum en Dagný var ekki alveg búin að melta það svona snemma eftir leik. „Ég er ekkert búin að hugsa út í það. Ég verð bara að horfa á leikinn aftur og sjá hvernig þetta er. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur eins og við gerðum í byrjun. Við þurfum bara að horfa á leikinn og sjá hvað við getum gert betur,“ sagði hún en hvernig var að spila á móti liði sem fór svona mikið í grasið og komst upp með það? „Auðvitað er það erfitt. Maður áttar sig ekki á því hvernig maður á að vinna boltann þegar þær eru bara komnar í grasið um leið og einhver snertir þær. Vonandi verða dómarar í næsta leik sem að sjá þetta. Ég hefði viljað sjá spjald fyrir leikaraskap fljótlega,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15 Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28 Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08 Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Agla María: Átti von á því að eitt mark myndi duga okkur í dag Varamaðurinn Agla María Albertsdóttir var vonsvikin í viðtölum eftir leik en henni fannst það vera klaufaskapur að hleypa inn marki svona stuttu eftir að hafa komist yfir gegn Sviss í dag. 22. júlí 2017 19:15
Harpa: Engin ástæða til að leggjast í þunglyndi Harpa Þorsteinsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Ísland tapaði 1-2 fyrir Sviss í C-riðli Evrópumótsins í dag. Hún átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn. 22. júlí 2017 19:28
Freyr ósáttur við dómgæsluna: Hver er línan á þessu móti? Landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni var ekki skemmt eftir tapið fyrir Sviss í Doetinchem í dag. Hann sagði að frammistaða íslenska liðsins hefði ekki verið nógu góð og að dómgæslan slök. 22. júlí 2017 19:08
Sif: Fengum rétt svo að taka innköst áður en það var dæmt á okkur Miðvörður íslenska landsliðsins, Sif Atladóttir, furðaði sig á línunni sem dómararnir tóku í 1-2 tapi gegn Sviss í dag en henni fannst dómararnir vera full ákafir í að flauta leikinn og stöðva hann. 22. júlí 2017 19:32